Bjarmi - 01.09.1975, Page 3
Gídeonhreyfingin var stofnuð fyrir 76 árum, og hófst
starfsemin í Bandaríkjunum. Markmið hennar er að út-
breiða trúna á Jesúm Krist, og leggur hreyfingin áherzlu á
dreifingu Ritningarinnar. Samkvæmt skýrslum frá því
í febrúar á þessu ári höfðu Gídeonsamtökin þá útbýtt nær-
fellt 14.500.000 Biblíum og rösklega 131.000.000 Nýja
testamentum. Gídeonmenn á íslandi hafa frá upphafi
úthlutað yfir 4.000 Biblíum á íslenzku og ensku og um
100.000 Nýja testamentum og að auki um 14.000 eintökum
af guðspjalli Jóhannesar.
Eftirfarandi grein hefur Þorkell G. Sigurbjörnsson skrifað
fyrir Bjarma í tilefni af 30 ára afmæli Gídeonhreyfingar-
innar á íslandi.
„Tökudrengurinnu kom heim
til Islands og stofnadi
félag . . .
Gideon
30 ára
Seinni hluta ágústmánaðar 1945
kom hingað til lands vestur-ís-
lenzki kaupsýslumaðurinn Kristinn
Guðnason, sem andaðist 23. des.
1958, 75 ára gamall. Aðaltilgang-
ur komu hans var að kanna mögu-
leika á að stofna hér Gídeonfélag.
Þessari blessunarríku för og góða
tilgangi var vissulega stjórnað af
Guði, enda varð árangurinn slík-
ur, að vart verður efazt um hand-
leiðslu Guðs, sem með trúum þjón-
um sínum hafði undirbúið jarð-
veginn, sem gjörði slíka félags-
stofnun mögulega. Einn augljósasti
votturinn um handleiðslu Guðs er
sú staðreynd, að Kristinn skyldi
leita á fund Ólafs Ólafssonar
kristniboða og biðja hann, en ekki
einhvern annan, um aðstoð til að
kalla saman kristna verzlunar- og
kaupsýslumenn, því að á þeim tíma
mun Ólafur líklega hafa verið ein-
asti maðurinn hér á landi, sem
vegna vinsælda sinna og álirifa gat
náð saman svo mörgum sem 17
kristnum verzlunarmönnum og tal-
ið þá á að taka höndum saman um
myndun þessara blessunarríku
samtaka, eftir að Kristinn hafði
kynnt starf Gídeonfélagsins. Fé-
lagið hafði ekki enn fest rætur utan
Ameríku, þótt hliðstæð félög hefðu
reyndar verið stofnuð áður á Norð-
urlöndunum þrem, Svíþjóð, Dan-
mörku og Noregi, en báru þó ekki
nafn Gídeons fyrr en nokkru eftir
að ísl. félagið hafði verið stofnað.
Eftir að Kristinn hafði þrjú
kvöld í röð talað á samkomum í
KFUM og kynnt Gídeonfélagið,
var félagið stofnað 30. ágúst 1945
af 17 kristnum verzlunar- og kaup-
sýslumönnum.
Jarðvegurinn, sem Gídeonfélagið
hér á landi er sprottinn upp úr,
má segja að sé KFUM, enda voru
allir stofnendurnir undantekningar-
laust meðlimir þess félags. Séra
Friðrik var ekki á landi hér, þegar
félagið var stofnað. Hann var rétt
ókominn heim, eftir að hafa dval-
izt í Danmörku öll hernámsárin.
Þegar hann kom heim og frétti
af þessari félagsstofnun, gladdist
hann mjög, enda sagði hann, að
kristnir vinir hans meðal vefnaðar-
vörukaupmanna í Kaupmannahöfn
hefðu beðið sig að kanna, hvort ekki
væri hægt að koma á slíkum sam-
tökum á íslandi sem þeir hefðu
með sér að koma biblíum fyrir
í gistihúsum. Svo að segja má í já-
kvæðri merkingu þess orð, að sótt
hafi verið að okkur bæði úr austri
og vestri í sama tilgangi. Má einnig
í þessu sjá vilja Guðs og hand-
leiðslu, sem við Gídeonfélagar höf-
um svo margoft fengið að þreifa á
allt til þessa dags. Eftir að sr.
Friðrik kom heim, sat hann jafnan
með okkur á fundum Gídeonsfélags-
ins, sem haldnir voru mánaðarlega,
þótt ekki væri hann leikmaður.
Eins og kunnugt er, samanstendur
félagið eingöngu af leikmönnum,
þ.e. kaupsýslumönnum og öðrum
sérmenntuðum mönnum.
Með hliðsjón af því, hve mikil-
vægan þátt sr. Friðrik hafði átt í
því að hægt var að stofna hér
Gideonfélag, þar sem hann hafði
verið verkfæri í hendi Guðs til að
undirbúa þann jarðveg, sem Gideon-
félagið hér á landi er sprottið upp
úr, þá var sr. Friðrik gerður að
heiðursfélaga Gideonfélagsins, sá
eini sem þann heiður hefur hlotið,
og var undantekning gerð í þessu
tilliti, þar sem lög félagsins gera
ekki ráð fyrir slíku.
Þrátt fyrir það, sem að framan
segir, má að sjálfsögðu rekja ræt-
ur Gideonfélagsins hér á landi
víðar. Það verður hins vegar ekki
gert í stuttri blaðagrein. Tildrögin
til stofnunar félagsins hér eiga sér
langan og merkilegan aðdraganda,
sem fæstum er kunnur, og mun
ég því skýra frá honum í stór-
um dráttum, enda er starfssaga
Gideonfélagsins bæði hér og er-
lendis, að ég hygg, flestum lesend-
um þessa blaðs svo kunn, að óþarft
er að geta hennar hér, nema þá
stuttlega, ef rúm blaðsins leyfir.
Eins og fyrr segir, kom frum-
kvöðull að stofnun Gideonfélags-
ins hér á landi, Kristinn Guðnason,
frá Bandaríkjum Ameríku, gagn-
gert til að stofna hér Gideonfélagið,
hið fyrsta utan Ameríku.
Kristinn fæddist austur í Flóa.
Hann ólst upp í fátækt sem töku-
drengur, við sult og seyru, eins og
hann sjálfur hefur sagt. Um alda-
mótin síðustu, um svipað leyti og
KFUM var að myndast hér á landi
og Gideonfélagið í Bandaríkjunum,
fer Kristinn með síldarskipi til
Noregs og hefur ofan af fyrir sér
með sölu bóka. Fjórum árum síðar
hyggst hann freista gæfunnar í
Ameríku. Hann fer til Kaupmanna-
hafnar 1904, og á meðan hann bíð-
ur eftir skipsfari til Bandaríkjanna,
dvelst hann á hóteli þar í borg.
Kvöld eitt kemur hann til hótels-
ins eitthvað undir áhrifum víns.
Þegar hótelþjónninn sér hann þann-
ig, segir hann við hann, um leið
og augu þeirra mætast: ,,Þú þarft
3