Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 10
st
BLESSUÐ
BÓK
Um rlt IVýJa tcstamentisins
Guðspjall Jóhannesar
Guðspjall Jóhannesar er á marg-
an hátt frábrugðið fyrstu þremur
guðspjöllum Nýja testamentisins.
Það er eitt sérkenni þess, með
hvaða hætti guðspjallamaðurinn
kemur fram í riti sínu. Þar er hann
ólíkur hinum fyrri guðspjallamönn-
um. Lúkas einn segir „eg“ um
sjálfan sig, sbr. inngang rits hans.
En Jóhannes lætur það skýrt koma
fram i frásögn sinni, að hann er
sjónarvottur þess, sem er að gerast.
Þegar í upphafi sjáum vér þennan
sérstæða drátt í svipmóti bókar
hans: „Vér sáum dýrð hans“, 1,14.
Og í niðurlagi guðspjallsins segir:
„Þessi er lærisveinninn, sem vitnar
um þetta og hefir ritað þetta“,
21,24. Höfundurinn greinir að
sjálfsögðu frá píslum og dauða
Jesú. Þegar hann hefur sagt frá
síðusárinu, sem Jesú var veitt, og
að út hafi runnið blóð og vatn,
segir hann hátíðlega: „Sá hefir
vitnað það, sem hefir séð, og vitnis-
burður hans er sannur, og hann
veit, að hann segir það, sem satt
er“, 19,35.
Trúin þroskast.
Annað sérkenni greinir þetta
guðspjall frá hinum: Þegar sögu-
maður hefur sagt frá atburði eða
samtali, leggur hann oft áherzlu
á, hvaða gildi eða merkingu það
hafi, sem greint var frá. Það má
segja, að Matteus, Markús og Lúk-
as láti staðreyndimar sjálfar tala.
Þeir geta þess oft, hver áhrif orð
Jesú og verk hafi haft á þá, sem
viðstaddir voru. En þeir láta les-
endur yfirleitt um að draga álykt-
anir af frásögninni.
í þessu atriði er Jóhannesi öðru-
vísi farið. Hann bendir á, að hann
riti guðspjall sitt, til þess að les-
endurnir skuli trúa því, að Jesús
sé Kristur, sonur Guðs, 20,31. En
ekki það eitt: Aftur og aftur vek-
ur hann athygli á því, hvemig
trúin þroskaðist með þeim, sem
voru móttækilegir fyrir áhrif Jesú,
en vantrú þeirra efldist, sem and-
stæðir voru. Sjá 1,50; 2,11 22nn,
4,39-42,48-53; 6,69; 7,31; 8,50;
9,30; 10,4nn; 11,27,45; 12,11,38
-42; 16,30nn; 17,8; 19,35; 20,8,29.
Einkum sýnir hann fram á, hvem-
ig trú lærisveinanna þroskast, sbr.
þegar í 1,50 og 2,11; 16,30nn; 20,8.
Það var ekki fyrr en eftir dauða
Jesú og upprisu, sem þeir skildu
margt af því, sem Jesús hafði tal-
að og sagt, 2,22; 12,16.
Fyllri frásögn.
Það er þó sjálft efni guðspjalls-
ins og sú mynd eða form, sem orð
Jesú birtast í, sem greinir þetta
guðspjall öðru fremur frá hinum
guðspjöllunum. Söguþráðurinn sýn-
ist að sumu leyti vera annar, og
„landafræði" ritsins virðist stinga
í stúf við fyrstu guðspjöllin þrjú.
Af samstofna guðspjöllunum mætti
draga þá ályktun, að Jesús hefði
ekki starfað nema eitt ár, enda
kveðst hann vera sendur til að
„kunngjöra hið þóknanlega ár
Drottins", Lúk. 4,19. Þar er þess
ekki getið nema einu sinni, að hann
hafi haldið páska, þ.e. þegar hann
var tekinn höndum og krossfest-
ur. Þá mætti og ætla, ef vér þekkt-
um ekki fjórða guðspjallið, að
Jesús hefði starfað eingöngu í
Galíleu, nema síðustu vikuna. í
Jerúsalem var hann kenndur við
Galíleu, Matt. 26,69.
En oss verður Ijóst, þegar vér
lesum guðspjall Jóhannesar, að svo
var þessu ekki farið. Jóhannes
nefnir að minnsta kosti þrenna
páska í sambandi við opinbert starf
Jesú; 2,13; 6,4 og 12,11. Af því
verður dregin sú ályktun, að Jesús
hafi unnið spámannlegt starf sitt
eigi skemur en tvö ár, jafnvel
þrjú. Jóhannes segir einnig frá
öðrum hátíðum, sem Jesús sótti
til Jerúsalem: 2,13, páskar; 5,1,
ónefnd hátíð; 7,2,10; laufskála-
hátíðin; 10,22, vígsluhátíð muster-
isins; 11,55, páskar. Og flestir þeir
atburðir, sem guðspjallamaðurinn
getur um, eiga sér stað i Júdeu
og Jerúsalem. Hið sama er upp á
tengingnum varðandi samtöl og
ræður Jesú. Jóhannes segir og ein-
ungis lítið eitt frá Galíleu, 2,1—12;
4,43—54; 6,1—7,10. Þannig er ytri
umgerð starfs Jesú önnur hjá Jó-
hannesi en hinum guðspjallamönn-
unum.
Engu minni verður munurinn,
þegar kemur að lýsingu Jóhann-
esar á verkum og orðurn Jesú. Hér
er ekkert sagt frá bernsku hans.
Hér vantar líka margar þær frá-
sögur, sem eru uppistaðan í sam-
eiginlegu efni samstofna guðspjall-
anna. Má nefna freistingu Jesú,
postulakjörið, Fjallræðuna, lækn-
ing manna með illa anda, líking-
amar um himnaríkið, ummyndun-
ina á fjallinu, baráttuna í Getse-
mane og yfirheyrsluna fyrir ráð-
inu. Á hinn bóginn eru í fjórða
guðspjallinu aðrar frásögur, sem
hinir guðspjallamennirnir sleppa
og hverjum lesanda Biblíunnar eru
kunnar og kærar: Köllun fyrstu
lærisveinanna við Jórdan, brúð-
kaupið í Kana, samtöl Jesú við
Nikódemus og við samversku kon-
una, lækning sjúka mannsins
við Betesda, lækning blindfædda
mannsins, Lazarus vakinn upp frá
dauðum, fótaþvotturinn, yfir-
heyrslan frammi fyrir Annasi,
Jesús talar upprisinn við Tómas
og birtist lærisveinunum við Tí-
beríasvatn.
Merking kraftaverkanna.
Jóhannes velur úr kraftaverkum
Jesú, er hann semur rit sitt. Hann
segir frá sjö meiri háttar krafta-
verkum, og hann bendir á, að þau
séu tákn, ekki einungis því til
sönnunar, að Jesús sé kominn frá
föðurnum, heldur einnig líking um
andlegt starf hans. Því er það, að
Jóhannes lýsir ekki aðeins krafta-
verkum hans, heldur greinir jafn-
framt frá orðum, sem Jesús segir
um dýpri merkingu þessara krafta-
verka sinna. Frásögninni af lækn-
ingu sjúka mannsins við Betesda
fylgir ræða Jesú í 5. kap., þar sem
Jesús leggur áherzlu á, að hann
sé sá, sem lífgi menn, og eilífa
lífið sé á hans valdi. Ræða Jesú,
sem hann flutti í samkunduhúsinu
í Kapernaum, þar sem hann lýsir
því yfir, að hann sé brauð lífsins,
kemur í guðspjallinu á eftir frá-
sögninni af mettuninni (og af ferð
lærisveinanna yfir vatnið). Jesús
læknar mann, sem hafði verið
blindur frá fæðingu, 9,lnn, en í
næsta kap. eru ummæli Jesú, er
10