Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 11
hann lýsir því yfir, að hann sé dyr og hirðir sauðanna. Aðrar ræður. Orð og rœður Jesú skipa yfir- leitt mikið rúm í guðspjalli Jó- hannesar. Já, í því efni er guð- spjallið eins og hirzla, full af dýr- gripum. Fyrst er tilgreint samtal Jesú við Nikódemus um endurfæð- inguna, en síðast skilnaðarræðan, er hann kveður lærisveinana, 14. —16. kap. Þessar ræður Jesú í guðspjall- inu eru einnig mjög ólíkar ræðum þeim, sem hin guðspjöllin geyma. Þær siðarnefndu fjalla mjög um ýmis atriði, sem hugleidd voru í gyðingdómnum á þeim tíma: I hverju réttlæting væri fólgin, um helgihald hvildardagsins, um föst- ur, hreinsanir, afstöðuna til toll- heimtumanna og syndara o.s.fi’v. Ræðurnar í f jórða guðspjallinu eru hins vegar óháðari stað og tíma. Þær snúast sífellt um hið mikla meginefni: Persónu Jesú og verk hans. Predikanir Jesú í samstofna guðspjöllunum einkennast af stutt- um kjamyrðum og orðtökum og af líkingunum. En Jóhannes setur predikanir Jesú í víðara samhengi, og í þeim eru fleiri kenningaratriði en í þeim fyrmefndu. Auk þess er blær þeirra óviðjafnanlegur. Þær eru blátt áfram og einfaldar að allri gerð, en jafnframt verður les- andinn gagntekinn af efni þeirra. Má benda á til dæmis, hvílikur blær hátíðleika og kærleika hvílir yfir skilnaðarræðu Jesú. Allt bend- ir aftur til einnar meginspurning- ar: Trú eða vantrú? Ljós eða myrkur? Líf eða dauði? Lærisveinninn, sem Jesús elskaði. Sérkenni guðspjallsins em því mörg, og menn verða þeirra varir, strax og þeir kynnast því og bera það saman við fyrstu guðspjöllin þrjú. Allt verður þetta til að auka áhuga vorn á því, hver sé höfund- ur guðspjallsins. Hver hefur skrif- að þetta einstæða rit? Framsetn- ingin á lífi Jesú er hér með allt öðrum hætti en í samstofna guð- spöllunum. Hvert er það úrskurð- arvald, sem tryggir oss, að hér sé rétt með íarið? Ekki veitir guðspjallið oss af- dráttarlaust svar við þessari spurn- ingu. Athugull lesandi hlýtur þó að taka eftir, að í guðspjallinu má finna óbeinar upplýsingar um höf- undinn. Lítum á nokkur atriði. Fyrst er þess að geta, að guð- spjallamaðurinn segist vera í hópi sjónarvottanna. Hann gefur þessa yfirlýsingu í 1,14: ,,Vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður“. Víst er, að hér er átt við líkamlega sjón. Kemur það bæði fram af samhenginu og í hliðstæð- um ummælum í 1. Jóh. 1,1: ,,Það, sem vér höfum séð með augum vor- um ... og hendur vorar þreif- uðu á“. Þá benda orð höfundar í 19,35 ótvirætt til þess, að hann hafi verið í hópi allra nánustu lærisveina Jesú, því að lærisveinninn, sem var vottur að því, er Jesú gaf upp andann, og skrifaði guðspjallið, 21,24, var „lærisveinninn, sem Jesús elskaði“, 19,26nn35; sbr. 21,24 og 20; sá hinn sami er hall- aði sér að brjósti Jesú við kvöld- máltíðina, 21,30; 13,23nn. En hvað hét hann? Það nefnir guðspjallamaðurinn aldrei, ekki fremur en hann nefnir nöfn ýmissa þeirra manna, sem kunnir eru úr fyrstu guðspjöllunum þremur. En ekki fer á milli mála, að lærisveinn, sem var jafnnákominn Jesú og þessi, hlýtur að hafa verið einn lærisveinanna þriggja, sem hin guðspjöllin segja, að hafi verið sér- lega handgengnir Jesú, þ.e. Pétur, Jakob og Jóhannes. Pétur er ekki maðurinn. Jakob Zebedeusson var líflátinn þegar ár- ið 44, fyrir postulafundinn í Jerú- salem, Post. 12,2. Þá er Jóhannes eftir — enda bendir sagnhefð kirkj- unnar á hann og segir: Jóhannes postuli er höfundur fjórða guð- spjallsins. Vitnisburður fornkirkjunnar. Ireneus, kirkjufaðir í Lyon, hef- ur fyrr verið nefndur. Hann samdi rit gegn villukennendum í lok ann- arrar aldar. Þar ber hann fyrir sig vitnisburð guðspjallanna. Hann segir þar, að Jóhannes, lærisveinn Jesú, hafi skrifað fjórða guðspjall- ið í borginni Efesus. í því sam- bandi vísar hann til ummæla sér eldri manna. Á meðal þessara öld- unga, sem íreneus hafði sjálfur þekkt, getur hann einkum tveggja manna, sem höfðu umgengizt Jó- hannes í Litlu-Asíu. Þeir eru Pólý- karpus biskup í Smyrnu, og Papías biskup í Híerapólis. Pálýkarpus er hinn kunni píslar- vottur. Hann var brenndur á báli árið 155. Papías er frægur fyrir bók sina, „Útskýringar á orðum Drottins“, en bókin hefur því mið- ur glatazt. íreneus á vin, sem Flór- Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirtaldar gjafir í júlí 1975: Frá einstaklingum: SI 1000; MS (áheit) 5000; HJ 5000; GJ 650; NN 2000; GF 19.000; SSW 15.000; GS, Ólafsv. 20.000; Gömul kona 1000; KP (áheit) 2000; GB, Keflavík 12.100; ÓE 10.000; HB 5900; EG, Keflavík 10.000; BE 5000; Afh. í Betaníu 1500; ÁG (áheit) 500; G og J (áheit) 2000; M og J 2000; ÞHG 1000; GSv 650; Kona á Ellih. (S) 200; KP (knattsp.áh.) 7000; SG 10.000; RB 5000; NN (áh.) 1000; Happdr.vinningur 7.600; NN(áh.) 500; IIE 4000. Félög og samkomur: Kristniboðs- samkoma á mótinu í Vatnaskógi 299.174; 5. fl. í Vindáshlíð 753. Kveðju- samk. f. Ingibj. Ingvarsd. 27/7 71.871. Baukar: Hólskirkja, Bolungarvik 15.000; AG 1689; GSÁ 1601; EG, Hf 1746. Minningargjafir: Ýmsar minningar- gjafir: 65.800. Gjafir alls í júlí kr. 614.234.00. Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirtaldar gjafir í ágúst 1975: Fró einstaklingum: JÁ 3000; RK 1000; NN 700; KP 5000; GGM 6000; JH, Hólum 5000; Guðrún, An 1000; MKD 2000; AM 2000; HH, Hrafnistu (áh.) 2500; Hanna, Höfðatúni 10, 500; MG, Kleifum 10.000; JG 10.000; IK 5000; ÞS, Austurkoti 1500; K og G 5000; G og A 2600; Kona á Ellih. (M) 1000; MJ 1000; HJ 300; PB 5000; Hulda (áh.) 1000; Kona í Stykkish. 500; Úr Biskupstungum 10.000; SFSV 25.000; JV Sandi 5000; Afh. í Betaníu 1500. Fró félögum og samkomum: Sam- skot á kristniboðssamk. norræna stúdentam. Rvík ’75 431.988; Elli- heimilið Grund (v. 80 ára afmælis Ól. Ól.) 50.000. Baukar: SG, Enni 1870; GGM 3340; AG 3507; NN 2421; Börn í Biskups- tungum 920; GK 1316. Minningargjafir: Ýmsar minningar- gjafir 40.450. Minningargjafir um Þórð Möller 127.900. Gjafir alls í ágúst: 776.812.00. Gjafir það sem af er árinu 1975: kr. 5.589.862.00. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.