Bjarmi - 01.03.1976, Qupperneq 2
kominn í námi, mótmælti kennslu-
aðferð minni og sagði: „Ég trúi á
framþróunina“. Hann áttaði sig
ekki á því, að hann var einmitt að
undirstrika það, sem ég hef lagt
áherzlu á. Menn trúa á þróunar-
kenninguna, hún er ekki vísindaleg
niðurstaða. Hér er ekki ágreining-
ur milli vísinda og kristinnar trúar,
heldur milli vísinda og gervivís-
inda. Ég kenni inngangsnámskeið
í náttúrufræðum við háskóla
Michiganfylkis, það nefnist vísindi,
trú og gildismat. Þar ræði ég eink-
um um uppruna efnisheimsins,
uppruna lífsins og um uppruna
mannsins.
Á haustmisserinu fjalla ég sér-
staklega um hugmyndir manna um
stöðu jarðar í sólkerfinu og í al-
heiminum. Þá vaknar spumingin
um það, hvort unnt sé að rannsaka
uppruna alheimsins með hinni vís-
indalegu aðferð. Og svarið verður
„nei“. Að sjálfsögðu hafa mönn-
um komið í hug ýmsar mögulegar
skýringar á því, hvernig veröldin
varð til, og nemendur mínir athuga
gaumgæfilega þessar tvær megin-
skýringar á uppruna veraldarinnar,
þróun og sköpun.
Verkefnið á vetrarmisserinu er
að fá yfirlit um uppruna og sam-
hengi lífsins. Hvenær varð maður-
inn til? Tií að finna svar við þess-
ari spumingu tökum við til athug-
unar tvenns konar trúarskoðanir,
annars vegar er heimspeki náttúm-
stefnunnar, sem heldur því fram,
að lífið hafi kviknað skyndilega af
sjálfu sér, og hins vegar er trúin
á, að lífið sé sköpun, til orðin úr
hendi skaparans.
Þriðja misserið er hápunktur árs-
ins. Við tölum um steintegundir
og bergtegundir og um fjöll. Við
teljum upp ýmsa flokka líffræði-
legra staðreynda — beinin, fóstur,
blóðrannsóknir. Kristinn maður
ætti aldrei að sniðganga góðar og
gildar vísindalegar staðreyndir.
Áskrifendur, athugið!
GJALDDAGI BJARMA verður
framvegis 1. apríl. Eru kaupendur
vinsamlega beðnir að athuga það.
Breytingin er gerð að ósk Aðal-
skrifstofunnar, þar sem afgreiðsla
blaðsins er, vegna þess að annir eru
miklar á skrifstofunni í maí vegna
sumarstarfsins.
Samt sem áður læra nemendur
mínir, að þær stoðir, sem stein-
gervingar renna undir þróunar-
kenninguna, em ekkert annað en
líkur, og að sömu staðreyndir má
nota til stuðnings því, sem sköp-
unarsagan í 1. Mósebók greinir frá.
Stúdentamir læra, að það eru eng-
ir steingerðir milliliðir til milli
mannsins og Neanderthalmannsins,
og þar er engin erfðafræðilegur
skyldleiki, svo að vitað sé.
Ég hefði ekki getað mótað þetta
námskeið á þennan hátt, ef Drott-
inn hefði ekki umbreytt hjarta
mínu. Eftir brottfararpróf frá
Dension-háskólanum og brúðkaup
árið 1941 stundaði ég framhalds-
nám í grasafræði við háskólann í
Michiganfylki og lauk M. Sc. prófi.
Ég gegndi liðsforingjastöðu í
Bandaríkjaflotanum stuttan tíma,
sneri síðan aftur til kennslustarfa
við sama háskóla og lauk við
doktorsvinnu mína og hlaut dokt-
orsnEifnbót.
Foreldi’ar mínir voru trúaðir, og
kona mín, Wilma, var endurfædd
kristin kona, en ég var það ekki.
í Dowers Grove, Hlinois, þar sem
ég ólst upp, hafði ég gengið í söfn-
uð án þess að þekkja Jesúm Krist
sem frelsara minn. Ég var yfirleitt
íhaldssamur, fremur áhugalaus
maður þangað til vordag einn árið
1952. Kristinn maður í starfsliði
háskólans í Michigan fylki spurði
mig, hvort ég hefði hugsað um,
hvernig ég kenndi þróunarkenning-
una og hvaða áhrif það hefði á
nemendur mína. Ég kvaðst ekki
hafa gert það, en lofaði að hugsa
um það. Á árunum 1954—1955 fór
ég að lesa rit Darwins og annarra
þróunarsinna með meiri gagnrýni
og spyrja sjálfan mig: „Hverjar eru
staðreyndimar ?“
Á árunum fyrir og eftir 1960
fór ég að komast upp úr áhuga-
leysi mínu á annan hátt. í fyrsta
lagi fór ég að taka svolítinn þátt í
stjórnmálum. En mikilvægara var
þó það, að einhver gaf mér bækling
um Jesúm Krist, þar sem útskýrð-
ur var vegurinn til sáluhjálpar.
Þegar ég las bæklinginn, vissi ég,
að ég þarfnaðist Jesú Krists sem
frelsara míns. Á öftustu blaðsíðu
bæklingsins var staður, þar sem
maður gat ritað nafn sitt, ef hann
ætlaði að taka á móti Kristi. Ég
gerði það á fremur formlegan hátt:
23. maí 1963 bauð ég presti heim
til okkar og ritaði nafn mitt á blað-
síðuna í návist hans og bað hann
um að rita þar sitt nafn líka. Ég
á þennan litla bækling ennþá.
í fyrstu gerði ég ekkert annað
en lesa og leita svara við raun-
hæfum vandamálum. Það var „aft-
urhvarf heilans" til að byrja með,
en hversu dásamlegt „afturhvarf
hjartans" hefur verið að eiga sér
stað ávallt síðan!
Þó að ég héldi áfram að kenna
á sams konar vísindanámskeiðum
viðvíkjandi þróunarkenningunni,
var ég farinn að taka saman lista
yfir bækur um sköpunina og dreifa
honum meðal starfsfélaga minna.
Ég tók þátt í stofnun Creation Re-
search Society. Eftir það hefur
fleiri staðreyndum verið safnað,
þar sem mér hefur sex sinnum ver-
ið veittur svolítill styrkur til rann-
sókna minna. Nú hefur verið safn-
að mörgum hundruðum tilvitnana,
sem gefa til kynna, að viðurkennd-
ir vísindamenn á hverjum áratug
eftir að bók Darwins var gefin út,
hafa verið gagnrýnir á þróunar-
kenninguna. Hvers vegna fræddu
prófessorar mínir mig ekki um það,
þegar ég var að hefja nám í há-
skóla?
Sumir samkennara minna segja,
að störf mín varpi rýrð á vísinda-
mennina, því að gert er ráð fyrir,
að þeir séu stöðugt að endurskoða
hugmyndir og flókin hugtök. Með
öðrum orðum, sumir álíta það
,,skaðlegt“, að ég fræði um allar
hugmyndir viðvíkjandi uppruna
lífsins. Þess vegna fór ég til sér-
fræðings í jarðfræði, sýndi honum
rit, sem ég hafði gefið út um þetta
efni árið 1972, og sagði: „Miglang-
ar til að biðja yður að sýna mér,
á hvern hátt afstaða mín er skað-
leg fyrir mig og vísindin.“ Hann
skrifaði aftur: „Ég vil ekki svara
yður af þeirri ástæðu, að ég álít
verk yðar ekki skaðlegt.“
Flestir nemenda minna gera sér
grein fyrir, að þeir geta valið. Ef
við erum þróuð dýr, getum við ekki
skilið þörf okkar fyrir að snúa aft-
ur til skapara okkar. Þegar við
tökum að líta svo á, að við séum
skapaöir, langar okkur til að vita
meira. Okkur langar til að fá ein-
hver svör viðvíkjandi okkur sjálf-
um. Ég kenni stúdentum, að langi
þá til að vita eitthvað um uppruna
lífsins og „hverjir þeir eru“, geti
þeir aðeins fundið óumbreytanlegt
svar við því á einum stað, og það er
í Heilagri ritningu.
2