Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1976, Qupperneq 9

Bjarmi - 01.03.1976, Qupperneq 9
Starfið í stórum dráttum má segja, að starf KSS hafi verið svipað frá upphafi, þótt fjölbreytnin hafi auðvitað aukizt og fjöldi félags- manna. Megináherzla hefur verið lögð á lestur og boðun Guðs orðs fyrir skólanemendur. Hafa skipzt á biblíulestrar og fræðandi fundir með frásögum frá starfi kristinnar kirkju heima og úti á kristniboðs- akrinum. í mörg ár hafa fundir verið viku- lega allt árið um kring. Nú eru haldnir fundir á laugardagskvöld- um allan veturinn, en á sumrin eru biblíulestrar á hverju föstudags- kvöldi. Þessir fundir eru allir haldnir í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg. Auk þess eru skipu- legar bænastundir, bæði þar og úti í einstökum skólum, þar sem fé- lagsmenn koma saman og biðja fyrir starfinu. Skólamót eru enn haldin og nú tvö á ári, annað um páskaleytið, en hitt á haustin fyrir upphaf nýs skólaárs. Á öskudaginn er árlega farið í ferðalag um nágrenni Reykjavíkur og haldinn fundur. Kristilegt skólablað kemur enn út á hverju ári. Síðasta tölublað var gefið út í 3800 eintökum. Fé- lagið skipuleggur söluferðir í út- hverfi Reykjavíkur og nágranna- bæina, sem fjöldi félagsmanna tekur þátt í. Biblíulestrarliópar Nú allra seinustu árin hafa ver- ið stofnaðir biblíulestrarhópar í einstökum skólum. Koma þá nem- endur skólans saman í smáhóp- um, oftast 8—12, og lesa og íhuga Biblíuna. Gefnar hafa verið út leið- beiningar um biblíulestrana, þann- ig að allir hóparnir lesa sama efni á sama vetri. Þessi starfsemi hefur þegar gefið mjög góða raun. Munu nú vera starfandi um 20 slíkir hóp- ar með alls um 200 þátttakendum. Skólaprestur Lengi var það draumur KSF og KSS og geta ráðið félögunum sér- stakan starfsmann, sem helgaði sig kristilegu starfi meðal íslenzkrar skólaæsku. Þessi draumur rættist árið 1974, þegar síra Jón Dalbú Hróbjartsson var vígður til starfa fyrir félögin sem fyrsti skólaprest- ur á íslandi. Hann hafði tekið mik- inn þátt í starfsemi beggja félag- anna á námsárum sínum, m. a. ver- Félagshús KFUM og K viS Garöabraut á Akranesi er aS risa af grunni. Þessi hluti hússins er 120 fermetrar og er þegar fokheldur. Hafa Skaga- menn hug á aS taka hann S notkun í byrjun nœsta vetrar. Frá siarfinu Kristilegt stúdentafélag ASalfundur KSF var haldinn 12. janúar síSastliSinn. 1 stjóm voru kosin: SigurSur Ámi ÞórSarson, for- maSur, Ragnar Gunnarsson, ritari, Jóhannes Tómasson, gjaldkeri, Kristín Sverrisdóttir, kristniboSs- fulltrúi, og GuSrún Dóra GuS- mannsdóttir, hdskólafulltrúi. Frá Akranesi Hin drlega kristniboSsvika á Akranesi var haldin í kirkjunni þar í bœ dagana 18.—25. janúar. RœSu- menn vom tíu, þar af sex kristni- boSar. MeSal þeirra var Helgi Hró- bjartsson, en hann hefur dvalizt hér síSan í desember og hugSist taka þátt í starfinu hér í janúar, febrúar og marz. — Samkomur kristniboðsvikunnar voru vel sótt- ar. AS Iokinni hverri samkomu var „opiS hús" í félagsheimili KFUM og K, Vesturgötu 35, og kom þang- aS jafnan nokkur hópur, einkum ungt fólk. Þar var sungiS og beSizt fyrir. Fjölmennast var þar seinni sunnudaginn, en þá kom œskulýSs- kór KFUM og K til aS taka þátt í kristniboSsvikunni. KristniboSinu gáfust 360 þús. kr. SjúkrahúsiS var heimsótt, svo og gagnfrœSaskólinn og iSnskólinn. Eins og kunnugt er, hófu KFUM og K á Akranesi aS vinna aS bygg- ingu nýs félagshúss áriS 1974. Á síSastliSnu ári var reist tveggja hœða hús, 120 fermetrar aS flatar- máli, á hluta gmnnsins, er steypt- ur var 1974. HúsiS er fokhelt sem kallaS er, og er áformaS aS heíja innréttingar þessa áfanga svo fljótt sem verSa má. KostnaSur viS hús- iS hefur orSiS 21/2 milljón króna. Félögin gáfu enn út „Auglýsinga- póstinn" nú fyrir jólin, og gaf þaS af sér góSar tekjur. Einnig voru seld jólakort og sœlgœtispokar. Basar hafa félögin haldið árlega. Hluti bœjarbúa hefur veriS heim- sóttur til söfnunar fjár, og „reynd- ust viStökur slíkar, aS þaS vakti bœði undrun og þakklœti", segir í blaSinu. Margir hafa Iagt hönd á plóginn í sjálfboSavinnu. jafnvel fólk úr öðrum byggSarlögum, og telst mönnum svo til. að 2700 vinnustundir hafi verið gefnar. Unga fóIkiS í félögunum á Akra- nesi hefur mikinn hug á aS geta flutt starfsemina í hin nýju húsa- kynni í haust. Sanikomur í Stvkkishólmi Hjónin Katrín Guölaugsdóttir og Gísli Arnkelsson fóru ásamt Bene- dikt Arnkelssyni til Stykkishólms 15. janúar. Héldu þau tvœr sam- komur í kirkjunni, og krístniboöiS var kynnt í bama- og unglinga- skólanum og í sjúkrahúsinu. Gjafir til kristniboSsins urðu kr. 31.200. 9

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.