Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1976, Side 13

Bjarmi - 01.03.1976, Side 13
sannfærður. Hann kom aftur með þriðju spurninguna, eins og maður, sem er að reyna að koma andstæð- ingi sínum á kné. „Ég ætla sjálfur að halda mig utan við þetta í kvöld,“ sagði ég við sjálfan mig. ,,Ég ætla að láta Guð tala við hann.“ Er ekki orð mitt eins og eldur? segir Drottinn, eins og hamarinn, sem sundurmolar klettana?" Kim öldungur, viltu gera svo vel að lesa annan ritning- arstað, og viljið þið, áheyrendur góðir, hlusta, þegar Kim öldungur les svar Guðs sjálfs úr orði hans við þriðju spurningu, sem vinur okkar hefur spurt?“ Ungi maðurinn skaut hverri spurningunni á eftir annarri að okkur með leifturhraða. Og hverri spurningu var svarað með ritning- arorði. Þetta einvígi stóð 1 nær því tvær klukkustundir. Loks tók- um við eftir því, að ungi maðurinn var farinn að veiklast í sókn sinni. En við héldum áfram og notuðum aðeins orðið og útskýrðum, hvað í því væri fólgið. Loks hrópaði hann upp: „Jæja, það er þá bezt að trúa.“ Við reyndum mikið til þess að komast að, hvort ungi maðurinn ætlaði sér að trúa í raun og veru eða ekki, en það virtist ókleift að komast í samband við hann. Ýmsar kringumstæður urðu þess valdandi, að við komumst ekki aft- ur til dalsins í alllangan tíma. Á meðan fréttum við, að starf fyrir Guð var hafið þar. Það var rúmum tveim árum síð- ar, að okkur opnaðist leið til þess að koma þangað síðdegis á sunnu- degi. Lítið hús hafði verið reist þar til þess að nota sem kirkju. Þegar við komum til staðarins, tókum við eftir ungum manni. And- lit hans ljómaði blátt áfram af dýrð Krists. Það mátti sjá við það eitt að líta á hann, að hann var kristinn. Hann virtist vera leiðtogi starfsins. „Ég hef séð þennan mann áður,“ sagði ég við sjálfan mig, „en hvar? Mér kemur andlit hans svo kunnug- lega fyrir sjónir." Ég gat ekki gert mér grein fyrir því um stund, hver hann var, en hélt áfram að horfa á andlit hans. Loks sagði ég við hann: „Fyrirgefðu, en hef ég ekki séð þig áður?“ „Jú, þegar þú varst hérna fyrir tveim árum,“ sagði hann. ,,Er það mögulegt, að sú sért ungi maðurinn, sem spurðir okkur, Kim öldung og mig, spurninganna síðasta kvöldið, sem við vorum hérna?“ „Já, ég er maðurinn," svaraði hann brosandi, ,,og frá því að þið voruð hérna, ákvað ég, að ég skyldi trúa.“ Þessi ungi maður flutti dásam- legan vitnisburð um Drottin sinn á stað, þar sem mótspyrnan hélt áfram að vera mikil og harð- snúin. Aðallega fyrir áhrif hans, tók annar og yngri maður á móti Kristi. Afi hans varð bálreiður. Hindranir voru lagðar fyrir hann, en hann neitaði að „hætta að trúa“. Líkamlegum refsingum var beitt við hann, en hann reyndist samt trúr. Loksins tók gamli afi hans til þess örþrifaráðs, þar sem hon- um reyndist ókleift með öðna móti að fá unga manninn til þess að hamarinn hætta að trúa, að reyna að auð- mýkja hann og valda honum smán. Hann kom til samkomunnar, tók af sér beltið og ætlaði að fara að hengja sig. Söfnuðurinn flúði. En komið var í veg fyrir, að hann gæti framkvæmt fyrirætlun sína. Enn neitaði ungi maðurinn að hætta við að fylgja Kristi. í annað sinn kom gamli afinn á samkomu og reyndi sama bragðið, en aftur misheppnaðist það. Er hann sá, að öll viðleitni hans var gagnslaus og að sonarsonur hans var ákveðinn í að trúa, gafst hann alveg upp við mótspyrnu sína. Seinna heyrð- um við, að gamli afinn hefði ráð- lagt sonarsyni sínum að „trúa vel“, úr því að hann ætlaði að gera það í raun og veru. Kristilegt starf er nú í blóma í þessum dal. „Er ekki orð mitt eins og eldur? segir Drottinn, eins og hamarinn, sem sundurmolar klettana?" (Jer. 23,29). Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirtaldar gjafir í desember 1975: Fró einstaklingum: KP 5000; ÞG 20,000; IG 20.000; ÁG 500; I og G 1000; Vinir í Granaskj. 1000; SS 3,300; SG Hf 35,000; DA 22,000; HM 16,250; HStH 12.200; SP 5000; BH 5000; SS Seltj. 3000; SP An 1000; GA An 49,300; IJ og JJ Skálan. 66,000; Bryndís 40; KV Garðabæ 500; IS Egilsst. 5000; Mæðg- ur 3000; JÞ 15,000; NN Grund 1000; GGfM (jólagjöf) 10,000; EB 7000; JE o.fl. 31,653; BS 5000; EG 69S; NN 15,000; Kona á Ellih. í Ve 5000; NHSch Ve 1500; KE (f. notuð frim.) 1525 og N kr. 50; S og Þ 7000; HJ 5000; EM 5000; F og G (áh.) 1000; IG 1000; SG 35,236; KP (áh.) 5000; NN (áh.) 1000; BJ 50,000; SFSV 10,000; HH 10,000; NN Self. 5000; SOB ísaf. 647; HE 11,000; J og Á 10,000; GG 5000; NN 1500; V 5000; SK Laugaskóla 60,000; T 5000; SA 5000; ÁE 25,000; VÞ 25,000; HG 800; NN 1000; GVG (áh.) 1000; BB Höfn 2000; PS 5000; SKV Arnarst. 15,000; ÁS 25,000; GJ 1000; BA 5000; Z 7000; AS 10,000; RS 1500; JH Stokks- eyri 10.000. Félög og samkomur: Yd KFUM Hf 4,870; Ilópurinn í loftstofunni, Ólafs- vík 20,000; Yd KFUM Holtav. (viðb.) 520; Grundarfj.kirkja (kristniboðsdag- ur) 2,400; Stykkish.kirkja (viðb.krb.d.) 500; Ud KFUK Kóp. 3,100; Barnasamk. Frík í Rvík (viðb. krb.d.) 100; Élja- gangur 8,700; Kristniboðsfél. kennara 100,000; Yd KFUM Amtm.st. (viðb.) 200; Yd KFUK An (viðb.) 1125; Barna- guðsþj. Útskálak. (krb.d.) 2,745; Yd KFUM Garðahr. (krb.d.) 12,300; Odda- kirkja (krb.d.) 5000; Yd KFUK Laug- arn. 15,700; KSS (krb.d.) 10,000; Grens- ássókn (krb.d. viðb.) 1000; Yd KFUM Árbæ 13,645; Samk. í KFUM Ve 3,800; Snd.sk. KFUM og K Breiðh. 9,590; Ud KFUK Laugarn. 1438; Yd KFUK Ve 1410; Yd KFUM Ve 3,868; Krb.flokkur KFUK 150,000; Telpnastarf Krb.félags kvenna í Betaníu 160,000; Yd KFUK Amtm.st. (krb.d. viðb.) 295; Kristni- boðsdeild KFUM og K Hf 28,000; Yd KFUK Hf 6,600; Ud. KFUM Hf 1440; Hjálparstofnun kirkjunnar 1,500,000; Ud KFUK Amtm.st. 5000; Yd KFUM Breiðh. 8,851. Baukar: MÞ 2509; OJ 1380; GGfM 1588; ilsig 2,500; AG 2,387; Úr heimilis- bauk 3081. Minningargjaíir: Til minningar um Sigriði Eiríksdóttur, kennara, 10,000 og um Sigurbjörgu Jónsdóttur, kennara, 10,000, gefið af Kristniboðsfél. kenn- ara. Minningargjöf um Hróbjart Árna- son 100,000. Ýmsar minningargjafir 23,750. Framh. á næstu síðu. 13

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.