Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1976, Side 14

Bjarmi - 01.03.1976, Side 14
Gjafir alls í des. 1975: 2.973.041,00. Gjafir alls á árinu 1975: 10.327.722,00. Kristniboðssambandinu hafa borizt eftirfarandi gjafir í janúar 1975: Einstaklingar: Lítill drengur 200; JS Miðskála 20,000; EE 5000; GG Hf 5000; EE 2000; GGJ Ströndum (áh.) 1000; S kona á Ellih. 300; EM 5000; DJ Eyvindarhólum 5000; LH (áh.) 5000; R og F Ak 5000; KÖ 2000; NN (afh. í Betaníu) 1500; SS Grund 1000; Mæðg- ur, Grund 200; JE 3000; Gyða og Ólaf- ur An (afh. Kr. Ól. 19/12 ’75) 5000; SJ (áh.) 10,000; FH og GÁ 2000; KK 100; EK 100; ÓE 15,000; Þuríður An 3000; SS 6,840; GGfM 11,000; SS Sth. 5000; Systurnar á sjúkrah. í Sth. 5000. Félög og samkomur: Kristniboðsfél. Frækornið, Sauðárkr. 100,000; Kristni- boðsf,él. karla 75,600; Yd KFUM Seltj. 2850; Ud KFUM Seltj. 1500; Kristni- boðssamkoma 11/1 að Amtm.st. 2B 148,553; Ad KFUK Hf 9,400; Kristni- boðsfél. kvenna, Akureyri, 535,000; Yd KFUK Árbæ 4,900; Kristniboðsfélag kvenna Rvík 725,000; Kristniboðsvika í Akraneskirkju 358,410; Æskulýðskór KFUM og K (v. Akranesferðar) 14,900; Dómkirkjan í Rvík (krb.d.) 1000; KSF 100,000; Samkoma í Sth. 31,200. Baukar: Úr' bauk snd.sk. KFUM og K, Breiðh. (viðb.) 246; ÞÞ An 1756; FH 1557; ÓS 715; Úr aðventubauk snd.sk.barna á Seyðisfirði 4,600; AG 2035; GGB 427; GGfM 3553. Minningargjafir: Til minningar um Margréti Benediktsdóttur frá Isafirði, gefið af dóttur hennar, DDL, 60,000. Ýmsar minningargjafir: 38,930. Gjafir alls i janúar: 2.351.372,00. Mótvægi Safnaðarprestaskóli hefur verið starfandi í Arósum í Danmörku í tvö-þrjú ár. og stunda þar rúm- lega 100 stúdentar ndm nú þegar. Það eru um 15% af öllum guð- frœðistúdentum í Árósum. Fyrsti fastróðni kennarinn hóf kennslu í Nýjatestamentisfrœðum 1973. Heit- ir hann Kai Kjœr-Hansen og er prestsvígður. — Safnaðarskólinn í Danmörku er, eins og só norski á sinum tíma, stofnaður til mótvœgis þeim niðurrifsstefnum, sem ein- kennt hafa guðfrœði síðustu óra- tuga. Hann hefur ekki prófréttindi ennþú. Verða stúdentar því að taka próf við húskólann. „Ég vil vera í samræmi við Biblíuna" Sjónvarpsmaðurinn David Frost ræðir við predikarann Billy Graham - síðari hluti Gjöf trúbóöans. Viðmælandi Billy Grahams vík- ur að öðrum málum og spyr: „Held- ur þú, að þú munir vilja spyrja Guð einhvers, þegar þú kemur til himins og stendur augliti til aug- litis við Guð?“ ,,Já, ég býst við því. Ég ætla að spyrja: „Drottinn, hvers vegna valdir þú mig til þessa sérstæða hlutverks?“ Ég hef nefnilega aldrei skilið í raun og veru, af hverju ég var kjörinn til þess að ferðast um heiminn og predika fyrir miklum fjölda manna. Það auðmýkir mig, og það er mér til heiðurs. En það er ekki það líf, sem ég hefði siálf- ur kosið. Ég held, að Guð hafi ákveðið þetta. Hann veitti mér þessi forréttindi. Ég ætla að spyrja hann, hvers vegna hann hafi valið mig, enda þótt fjölmargt dásam- legt fólk í heiminum sé þjónar hans.“ „Hvað hefðir þú sjálfur kosið þér? Mjólkurmaður vildirðu ekki verða, það heyrðum við áðan." „Það má vera, að ég hefði gefið mig að stjórnmálum. Stjórnmálin heilla mig.“ „Hvaða gjöf, gáfa, er þér gefin umfram aðra menn?“ ,,Ég held, að Guð hafi gefið mér gjöf trúboðans. Biblían talar um gjöf forstöðumannsins, gjöf kenn- arans, og svo er gjöf trúboðans. Ég er þeirrar skoðunar, að kirkjan hafi vanrækt gjöf trúboðans í rás ald- anna. Þó er það gáfa, sem Guð gef- ur vissum mönnum. Þeir hafa verið til í Bretlandi, menn eins og Ge- orge Whitefield og John Wesley, og hinir mildu predikarar, sem hafa haft gífurleg áhrif í Vesturheimi. Bandaríkin eiga þessum predikur- um meiri skuld að gjalda en sagn- fræðingar hafa viðurkennt." „En hvað gerir þig að meiri trú- boða en nokkum annan mann?“ „Ætli ég sé meiri trúboði en aðrir í augum Guðs? Ef til vill er ég það í augum blaðamanna og sjónvarpsmanna, enda ráðum við yfir rafeindatækninni nú á dögum og þar með sjónvarpinu. Venjulega náði starfstími trúboðanna há- marki eftir tíu ára starf, því að þeir urðu að tala til aragrúa fólks án hátalara. Ég hef ekki aðeins hátalara. Ég hef sjónvarp og út- varp og öll þessi tæki, sem hafa haldið starfi mínu við um langt skeið. — Ein ástæðan til þess, að fólk streymir á samkomur mínar er sú, að það ríkir svo mikil óvissa í heiminum, vonbrigði og glund- roði. Fólk les blaðafregnir um sjálfsmorð og ógæfu. Og það segir: „Þetta er mín saga. Ég hef ekki gengið svona langt, en þetta er stefnan, sem ég fer. Ég þarfnast einhvers. Og í augum þessa fólks hef ég orðið tákn þess, að kannski geti það öðlazt andlega reynslu með Kristi og að hún sé svarið við spurningu þess.“ VopniÖ, sem bítur. „Sumir segja, að þeir trúi ekki á persónulegan Guð. Hvernig finnst þér þú finna helzt eða bezt, að Guð hjálpi þér?“ „Ég finn það skýrast, þegar ég vitna til ritningarinnar eða ég les úr henni. Ég trúi því, að Biblían sé lifandi orð. Þess vegna trúi ég því, að yfirnáttúrlegur kraftur sé í þessum blaðsíðum. Og ég trúi því, að orð Guðs, sem ég vitna til, sé sverð í hendi minni. Ef ég held mér 14

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.