Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1976, Qupperneq 15

Bjarmi - 01.03.1976, Qupperneq 15
við Biblíuna og predika undirstöðu- atriði og kenningar Biblíunnar og vitna í Biblíuna, þá hefur það áhrif. Margt fólk, sem snýr sér til Krists á samkomum okkar, gleym- ir öllu, sem ég sagði. Öll röksemda- færsla mín er rokin út í veður og vind. Það álítur, að sumt, sem ég segi, sé heldur slök rökfræði. En það eru ritningargreinarnar, sem ég hef yfir, sem það losnar ekki við. Ég þekki prófessor við einn stóra háskólann okkar. Hann sneri sér til Krists. Hið eina, sem hann mundi eftir guðsþjónustuna, voru þessi orð: „Ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða“. Þetta hljómaði sí og æ í huga hans. Hann var efahyggju- maður, þegar hann kom á sam- komuna. En hann gat ekki losnað við þetta ritningarorð. Að predika er ekki eins og að halda sýningu, þar sem allt er kom- ið undir þeim, sem kemur fram. Allt veltur á efni boðskaparins. Ég trúi því, að þegar ég tala, þá tali önnur rödd. Ég held, að hún sé heilagur andi og að hann noti boð- skap minn.“ „Úr því að svo er, skiptir þá nokkru máli, hvort talað er vel eða illa?“ „Já, að minni hyggju skiptir það miklu máli. í fyrsta lagi vil ég, að efni predikunarinnar sé rétt. Ég vil vera í samræmi við Biblíuna. Og ég vil tala einfalt. Ég vinn að því tímunum saman að gera ræður mínar einfaldar. Það er svo mikil hætta á því, þegar maður er sífellt í þessu starfi og er stöðugt að læra og lesa, að maður fari fram hjá fólkinu, ef svo mætti segja. 1 trúar- legum efnum er venjulegur Banda- ríkjamaður á sama stigi og tólf ára barn. Þess vegna reyni ég að tala til allra með það í huga, að þeir séu eins og börn í trúmálum. Og menn hlusta. Ég held, að hér séum við komnir að einhverjum mestu misgjörðum, sem drýgðar eru í predikunarstólunum nú á dög- um. Hér er að[ finna ástæðuna til þess, að fólk kinkar kolli — og sofnar, þegar predikarinn er að tala, af því að hann er fyrir ofan höfuð fólksins." Ver róleg, sála mín. „Getur þú nefnt mér dæmi um, að þú hafir framgengið í trú, dæmi og trúarathöfn, sem hefur sérstak- lega snortið þig?“ „Ég man til dæmis fyrstu kvöld- samkomuna okkar í Lundúnum árið 1964. Þú manst áreiðanlega eftir henni. Öll blöðin voru á móti okkur, hvert einasta dagblað. Marg- ir kirkjuleiðtogarnir, sem höfðu boðið okkur að koma, höfðu snúið baki við okkur. í enska þinginu hafði komið til umræðu, hvort mér skyldi leyft að stíga á land í Bret- landi. Allt virtist vera okkur and- stætt. Þá um daginn bauð ég tveimur öldungadeildarþingmönnum banda- rískum að vera gestir mínir þarna. En þá hringir annar þeirra til mín. Hann segir, að sendiherra Banda- ríkjanna hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir öldungadeildar- mennirnir skuli ekki fara á sam- komuna vegna alls óhróðursins um samkomuhöldin. Þeir höfðu því ákveðið að koma ekki, en snæða heldur kvöldverð með Anthony Eden, sem þá var utanríkisráð- herra. Um það bil hálfri klukkustund, áður en samkoman átti að hefjast, var hringt til mín á litla hótelið, þar sem ég gisti. Þeir sögðu: „Leik- vangurinn er auður, en fjögur hundruð fréttamenn eru hér til þess að taka myndir af auðum bekkjunum." Og við höfðum tekið Harringay Arena á leigu til þriggja mánaða! Við hjónin krupum á kné og báðumst fyrir: „Drottinn, við erum reiðubúin að taka hverju því, sem er samkvæmt vilja þinum. Þetta getur allt farið út um þúfur, en það getur líka tekizt vel. Við leggjum það í þínar hendur.“ Ég var algjörlega rólegur. Það var trúarathöfn jafnvel að fara til leik- vangsins. Við héldum svo þangað, en sáum ekki nokkra sálu. Við fórum út úr bílnum. Einn aðstoðarmaður minn kom út um dyr á bak við leikvang- inn og mælti: „Billy, það er troð- fullt á leikvanginum, og hinum megin eiai fimm þúsund manns að reyna að brjóta upp dyrnar.“ Ég spurði: „Hvaðan komu þeir?“ Svar- ið var: „Við vitum það ekki. Guð hlýtur að hafa sent þá.“ — Og við vorum þama í þrjá mánuði. Það var ekki nóg með, að bekkir væru aldrei auðir, heldur héldum við tvær og þrjár samkomur sum kvöldin. Og við enduðum á Wemb- ley leikvanginum með öll blöðin með okkur og erkibiskupinn af Kantaraborg sitjandi við hlið mér.“ „Finnst þér, að þér hafi einhvern tíma orðið á mistök, sem þú mund- ir vilja bæta úr, ef þú ættir kost á því, ef þú ættir að lifa lífinu upp á nýtt?“ „Ef ég ætti að byrja upp á nýtt, mundi ég nota mun minni tíma til þess að tala og láta tala við mig og lengri tíma til þess að læra og lesa. Ég held, að Biblían geri ráð fyrir, að menn búi sig undir frem- ur stutta þjónustu. í þrjátíu ár bjó Kristur sig undir þriggja ára starf. Ég býst við, að ég hafi tekið of mörg verkefni að mér og ekki varið nógu miklum tima til lesturs. Samt er ég vanur að lesa um það bil sex klukkustundir á degi hverjum að meðaltali. En það er ófullnægjandi, því að þeim mun meira, sem ég læri, því fleiri svið langar mig að kynna mér.“ Leyndardómurinn vifi predikun Jesú. Aftur ræða þeir um predikunina. „Sumir segja í sambandi við predikun þína, að þú talir of ein- falt.“ „Svisslendingurinn dr. Karl Barth var mikill guðfræðingur, mesti guðfræðingur í okkar kynslóð. Hann kom til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum og var við einn stóra skólann okkar. Stúdent nokk- ur spurði hann: „Dr. Barth, hver er stórkostlegasta hugsun, sem hef- ur nokkurn tíma komið upp í huga yðar?“ Barth laut höfði og saug pípuna sína. Svo leit hann upp, og menn bjuggust við mikilfenglegri yfirlýsingu. Allir voru að springa af eftirvæntingu, og Barth svaraði: „Jesus loves me, that I know, for the Bible tells me so“, „Jesús elsk- ar mig, ég veit það, því að Biblían segir mér það“. Þetta er undra- djúpt, en einstaklega einfalt. Ég hygg, að þetta hafi verið leyndar- dómurinn við predikun Jesú. Hann talaði til fólksins, sem kunni ekki að lesa, en það skildi hann. Hann notaði stuttar sögur, hversdagslega viðburði til þess að útskýra mikil andleg sannindi. Hann gei'ði það svo einfalt, að ólæst fólk gat skilið hann, og ég held, að það sé þess konar predikun og fræðsla í trúnni, sem við þurfum á að halda á okkar tímum.“ 15

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.