Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1990, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.01.1990, Qupperneq 3
Kristilegt tímarit. Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK, Samband ísl. kristniboðsfélaga. Kitstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Benedikt Amkelsson, Haraldur Jóhannsson og Lilja S. Kristjansdóttir. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 121 ReyKjavík, símar 17536 og 13437. Argjald: Rr. 1.900 innanlands, kr. 2.400 til útlanda. Gjalddagi: 1. mars. Prentun: Borgarprent. EFni: Staldrað við..................... 3 Hugleiðing: Hann kemur til dyra .... 4 Austangolan og andblær dauðans ... 5 Við höfum eignast bræður og systur . . 9 Jesús dó fyrir mig .................. 10 Konan sem gerir Biblíuna lifandi .... 12 Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum minurn................. 14 Hann snerist í New York.......... 17 Pörum með skilaboðin............. 18 Vakningarsamkomur í Bústaðakirkju . 19 Liðsauki til Afríku ................. 20 0m víða veröld................... 21 Prá starfinu..................... 22 l 423139 $0 ERTU SOFANDI? Árið 1990 er tekið að líða og fyrsti mánuðurinn þegar búinn. Gamla árið er horfið „í aldanna skaut" eins og öll hin. Þannig líða árin hvert af öðru. Stundum finnst okkur tíminn líða hratt, stundum hægt, en hann líður. E.t.v. hugsum við ekki mikið um það dags daglega að hver dagur sem líður fækkar um einn dögunum sem við eigum eftir ólifað. Sömuleiðis felur það I sér að hinn efsti dagur, sem Bibl- ían talar um, dagur endurkomu Krists og dómsins hefur færst nær. Það má vera að okkur finnist óþægiiegt að láta minna okkur á þetta, en þó ætti það ekki að vera svo, heldur ætti það að vera okkur tilefni til fagnaðar og ekki síður til áminningar og hvatningar um að vaka, biðja og starfa — nota hveija stund- ina í þjónustu guðsríkisins. Það er auðvelt að sofna, auðvelt að verða svo upptekinn af sjálfum sér og sínum málum að Guð og riki hans gleymist. Saga Jesú af meyjunum tíu (Matt. 25, 1-13) er okkur tU að- vörunar og lærdóms i því efni. Þrátt fyrir eftirvæntinguna, sem fylgdi því að bíða brúðgumans og fá að ganga með honum inn til brúðkaupsins, sofnuðu meyjamar allar. Sumar sofnuðu svo rækilega að þær voru ekki tilbúnar þegar stundin rann upp! Margt í þjóðfélagi nútímans og þvi umhverfi sem við lifum í er til þess fallið að svæfa okkur í andlegu tilliti. Það er í svo mörgu að snúast, lífsbaráttan er hörð, margt sem grípur hug- ann og glepur, að sú hætta vofir sífellt yflr að við sofnum á verðinum, að Jesús og ríki hans týnist mitt I allri „velferð- inni". Gætum því að okkur! Nýtt ár er runnið upp. Það getur bæði orðið áríð sem við sofnuðum eða vöknuðum. Minnumst þess líka að sú stund kemur þegar það er orðið of seint að vakna (sbr. fávísu meyjarnar fimm). Tökum orð Jesú með okkur á nýja árinu: „Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina" (Matt. 25,13). Guð blessi okkur áríð! GJG lorsíðumynd: A. Færevág.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.