Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1990, Page 4

Bjarmi - 01.01.1990, Page 4
Hugleiðing eftir Jón Viðar Quðlaugsson: HANN KEMUR TIL DYRA „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á ogfyrir yður mun upp lokið verða. Því hver sá öðlast sem biður og sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða“ (Matt. 7,7-8). Það er djúpur sannleikur í þessari ræðu og vel að orði komist. Minnir á meitlað ljóð, þar sem engu þarf að breyta og engu má breyta. Og það þarf engan að undra. Sá sem talaði var enginn venjulegur maður, heldur sá er ailt vald var gef- ið á himni og jörðu. Og allt var gott sem gerði hann. En þetta er meira en orðin tóm. Hver stafur og hvert orð Jesú Krists er vígt og heilagt. Og að baki orð- anna er meiri viska en mannlegur heili skilur eða skynjar. Stundum er okkur gefið að skilja brot og brot af þeirri speki sem við lesum í Guðs orði. Þá glaðnar og lifnar eitthvað innra með okkur og við færumst nær höfundinum, sjálf- um Guði. Og þá eflist jafnframt sú þrá í brjóstum okkar, að færast enn nær honum. Hann segir: „Biðjið og yður mun gefast.“ Gæti okkur ekki dottið í hug, að hér sé e.t.v. full mikið sagt? Ég hef oft fengið bænir mínar heyrð- ar og uppfylltar, en ég hef líka beðið án þess að öðlast. Öðlast hvað? Nú, það sem ég bað um. Þá er gott að vita að ég á ekki sjálfur að ráða því hvernig Guð bænheyrir. Hann veit betur en ég, hvað mér er fyrir bestu og hann þarf ekki á ráðleggingum mínum að halda. Og þótt ég hafi þannig á tilfinningunni að Guð svari ekki bæn minni, þá hef ég í raun þeg- ar öðlast. í bæninni átti ég samfélag við Guð og af hans fundi fer ég rík- ari. Það er ekki annað hægt en að öðlast við einlæga bæn og það er ekki hægt að tapa á því að biðja. Og enn segir hann: „Leitið og þér munuð finna.“ Of mikið sagt? Vitur maður hefur haldið því fram á prenti að öli spilling mannsins sé raunveru- lega sprottin af leit hans og þrá eftir fullkomnum, innri friði. Þessi leit hafi síðan leitt manninn inn í völ- undarhús nautna og spillingar sem hann rati ekki út úr. Kannski hefur þessi vitri maður ekki verið svo afskaplega vitur, þeg- ar allt kemur til alls. Auðvitað á að leita friðar. En það er ekki sama hvar við leitum. Ef við töpum fimm þús- und króna seðli í kirkju förum við ekki inn á næsta skemmtistað til leit- ar. Við leitum þar sem trúlegast er að finna. Við þurfum líka að muna, hvers við leitum. Ef við töpum fimm þúsund króna seðli erum við ekki að leita að „bara einhverju“, - heldur þessum eina og ákveðna seðli. Það er hann, sem við ætlum aðfinna, og það sem skiptir máli í þessu sambandi: Hvar týndist hann? Þar á að leita. Hvar týndist friðurinn við Guð? Hann týndist nálægt Guði eða þegar hann var mjög nálægur. í garðinum Eden í Paradís. Hann er semsagt hjá Guði og þar getum við og eigum að leita. Og þar finnum við það sem við leitum að og þráum. Þess vegna skaltu sannreyna það að ef leitað er á réttum staðfinnurþú. Það eröruggt. „Knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.“ Sjálfsagt efast margir um þessa fullyrðingu. Guð stendur nú varla við dyrnar bíðandi bara eftir mér. Ég reyndi þetta sjálfur þegar ég var í vakningu og þráði samfélag við Guð. Hann hljóp ekki til dyra við fyrsta högg og mér datt vissulega í hug að trúlega væri ekkert þarna hin- um megin dyra, fyrst ekki var svarað strax. En e.t.v. hefur ásetningur minn í upphafi ekki verið djúpur eða ein- lægur. Kannski hef ég aðeins ætlað að sjá, af forvitni, hvort hann kæmi til dyra, og forða mér síðan? Það eru til prakkarar sem hringja dyrabjöll- um og hlaupa síðan sem hraðast burt. Ef við sjáum til þeirra erum við ekkert að ómaka okkur til dyra. En ef barið er eða hringt aftur og aftur opnum við, því þá vitum við að hon- um er alvara er úti stendur. Hann á erindi og vill komast í samband við mig. Guð er alltaf viðlátinn. Við þúrf- um e.t.v. að sýna að okkur er alvara, en að því tilskyldu er örugglega kom- ið til dyra og upp lokið. Þín var vænst og þín var beðið. Vertu velkominn. Þetta m.a. vill Guð segja við þig í þeim orðum sem við lásum hér í upp- hafi. Og hann vill segja meira. Hann býður þér vináttu sína. Er hægt að trúa því, að sá sem allt vald var gefið á himni og jörðu segi við þig: „Ég vil vera vinur þinn“? „Meiri elsku hefur enginn en þá að hann leggur líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vin- ir mínir ef . . .“

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.