Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1990, Page 5

Bjarmi - 01.01.1990, Page 5
Þórarinn Björnsson: justangolan og andblær dauðans Þórarinn Bjömsson er guðfræðingur og framkvæmdastjóri Landssambands KFUM og KFUK. Svört skýrsla Hósea spámaður er með ívitnuðum orðum að lýsa Guðs útvöldu þjóð, nánar tiltekið Norður-ísrael eins og ástandið var þar á 8. öld fyrir Krist. Lýsingin er hvorki fögur né björt en á sér e.t.v. ýmsar hliðstæður í fjölmiðlum nútímans þar sem svik, prettir, morð, þjófn- aðir, framhjáhald og fleira þess háttar þykir jafnan þess vert að frá því sé greint í orðum og myndum. En Hósea er ekki að flytja fréttir á nútíma vísu, ekki að vekja óhug eða gefa mönnum efnivið til að smjatta á. Hósea boðar dóm Guðs, óumflýjanlegan dóm Guðs yfir þjóð sem hefur gleymt þeim Guði er gaf henni lífið, bjargaði úr ánauð í Egyptalandi og gaf gott land að búa í. „í landinu er engin trúfesti, né kærleikur, né þekking á Guði“ segir spámaðurinn. Grundvallar undirstöður mannlegrar farsæld- ar eru í molum. Og það hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Engum er lengur treystandi, réttlætið fótum troðið og ávextir kærleikans maðkétnir að innan. Á hinn bóg- inn blómstrar hjátrúin ágætlega og margvís- iegt illgresi í skjóli hennar. í stað þess að trú- festi og kærleiki cinkenni dagfar manna eitrar sviksemi og gerræðislegt eiginhagsmunapot mannlegt samfélag í landinu. Allt landið drúpir En það er ekki aðeins þjóðin eða fólkið í landinu sem er kaunum hlaðið. Athygli vekur að Hósea setur illa breytni þjóðarinnar einnig 1 samband við ástandið í náttúrunni. Sjálft landið drúpir „og allt visnar sem í því er, jafn- vel dýr merkurinnar og fuglar himinsins, og enda fiskarnir í sjónum eru hrifnir burt.“ Þannig prédikaði Hósea á 8. öld fyrir Krist. Ætli það sé ofsögum sagt að Hósea hefði eins getað mælt þetta á okkar dögum, þar sem of- „Heyrið orð Drottins, þér ísraelsmenn! Því að Drott- inn hefir mál að kæra gegn íbúum landsins, því að í landinu er engin trúfesti, né kærleikur, né þekking á Guði. Þeir sverja og Ijúga, myrða og stela og hafafram hjá. Þeir brjótast inn í hús, og hvert mannvígið tekur við af öðru. Fyrirþvídrúpirlandið, ogalltvisnarsem íþvíer, jafnvel dýr merkurinnar og fuglar himinsins, og enda fiskarnir í sjónum eru hrifnir burt“ (Hós. 4:1-3). veiði, mengun og ásælni mannsins gengur svo langt að öll jörðin stynur undan? Eða heyrum við ekki frá því sagt í fréttum hve hart við höf- um gengið að náttúrunni, jafnt á láði, legi sem í lofti? Ónýtir skógar, dauðir selir, götótt ósonlag. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þau ótal graftarkýli sem hafa afmyndað afvegaleitt mannkyn, mannkyn þar sem þekking á Guði er í molum og lotningin fyrir því sem hann hef- ur skapað sýnist alltof fátíð. . . hvert mannvígið tek- ur við aföðru. “

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.