Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1990, Page 6

Bjarmi - 01.01.1990, Page 6
Andleg mengun í sjálfu sér þurfti Hósea spámaður ekki að kljást við þá mengun sem á okkar tímum ger- ist æ ágengari og alvarlegri. En Hósea var það fullkomlega ljóst, hversu mannleg synd smitar út frá sér í allar áttir, og fyrir honum var alvar- legust sú andlega mengun sem þjóðina hrjáði. Trúnni á hinn lifandi Guð var blandað saman við alls konar hjátrú og tilbeiðslu á fánýtum goðum. í Norður-ísrael vantaði ekki staði til til- beiðslu í tíð Hósea. Nóg var af fórnarhæðum og ekki skorti presta. Það mátti jafnvel heyra þjóðina hrópa til Guðs: „Guð minn! Vér ísra- elsmenn þekkjum þig!“ (8:2). En samkvæmt orðum spámannsins var hrópið án samhljóms hið innra. Þegar grannt var skoðað, hrópuðu verkin hærra og vitnuðu um allt annað: „Heyrið orð Drottins, þér ísraelsmenn! Því að Drottinn hefir mál að kæra gegn íbúum landsins, því að í landinu er engin trúfesti, né kærleikur, né þekking á Guði“ (4:1). Hér er ekki verið að tala um þá þekkingu sem gerir mönnum kleift að læra öll svör utan- bókar eða fylgja hugsunarlaust trúarlegum helgisiðum. Hósea er að ræða um þá þekkingu sem aðeins vex fram við náin og persónuleg kynni, þ.e.a.s. þekkingu þess sem elskar, þekkingu sem sannar sig með verkunum. Það „Peir sverja og Ijúga, myrða og stela og halda framhjá. “ „ í landinu er engin trú- festi, né kœr- leikur, néþekk- ing á Guði. “ þarf því ekki að koma á óvart að Hósea skuli líkja þjóðinni við ótrúa eiginkonu sem þekkir ekki mann sinn. Landið drýgir hór, andvarpar hann. Þjóðin eltirfriðlasína. Fólkið gengurtil frétta við trédrumb og fórnar Baal á hæðun- um. fifW®' Qolan að austan Fórnarþjónustan í ísrael var komin á villi- götur og hafði fengið heiðið innihald. Hún var orðin eins konar tæki í höndum lýðsins til að sefa guðdóminn, tryggja friðinn. Fórnin var þannig orðin gjaldmiðill til að versla við Guð. En þetta var í algjörri andstöðu við eðli fórnarþjónustu ísraelsmanna og í andstöðu við þann Guð sem er frjáls og ekki verður færður í fjötra eða stjórnað frá jörðu niðri. Fórnarþjónusta ísraelsmanna átti að efla með þeim lotningu og auðmýkt gagnvart heil- ögum Guði og þakklæti til hans sem þeir áttu allt sitt komið undir. En nú var þjóðin hins vegar full af illsku og hroka og setti allt sitt traust á eigin hyggindi. í stað þess að treysta á hjálp Guðs hallaði þjóðin sér í faðm heiðinnar stórþjóðar í austri, Assýringa. Við gefum Hósea orðið: „Efraím [aðalœttkvíslin í N-ísraelJ hefir umkringt mig með lygi og ísraels hús með svikum, og Júda er enn reikull gagnvart Guði og gagnvart Hinum heilaga, sem ald- rei breytist. Efraím sækist eftir vindi og eltir austan- goluna. Á hverjum degi hrúga þeirupp lyg- um og ofbeldisverkum. Peir gjöra sáttmála við Assýríu, og olífuolía erflutt til Egypta- lands“ (12:1-2). „Efraím sækist eftir vindi og eltir austangol- una.“ Hósea er hér að tala um samband ísra- els viðstórþjóðinaíaustri, Assýringa. Honum er það ekkert launungamál að þjóðin hefur í því sambandi stigið mikið ógæfuspor. Hún hugðist bjarga lífi sínu með því að falla í faðm þessarar voldugu þjóðar. En faðmlögin breyttust fljótt í helgreipar. Trú þjóðarinnar blandaðist heiðnum áhrifum úr austri og ekki leið á löngu uns flestir ísraelsmenn féllu fyrir sverði Assýringa eða voru herleiddir burt úr sínu eigin landi. Golan úr austri varð að andblæ dauðans. Jákvæð alheimsáhrif? Líklega er hún nokkuð annars eðlis, aust- angolan sem herjar á íslenska þjóð um þessar mundir. En það er spurning hvort hún sé öllu heilsusamlegri en sú sem Hósea þurfti að búa við? Það hefur varla farið fram hjá mörgum að

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.