Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1990, Qupperneq 14

Bjarmi - 01.01.1990, Qupperneq 14
John Steinar Jacobsen: Æ að þú vildir gefa gaum að boðorðum mínum Hvað finnst okkur um boðorð Guðs? Eru það enda- lausar kröfur, takmarkanir, ömurleg siðavendni? í margra augum er það svo. í þessari grein íhugar John Steinar Jacobsen boðorðin út frá sjónarmiðinu: Að halda þau hefur mikil laun íför með sér. Hver er afstaða okkar í reynd til leiðsagnar Guðs í lífinu? Biskupinn var í heimsókn. Skólakennarinn vildi láta nemendurna sýna hvað þau kynnu í kristnum fræðum. „Jæja, krakkar, getið þið nú lofað biskupnum að heyra, að þið kunnið einhver af boðorðunum?" Lítil hönd var rétt upp í ákafa: „Þú mátt ekki stela.“ Biskupinn brosti: „Það var rétt, drengur minn. Þú skalt ekki stela.“ Næsta barn hélt áfram: „Þú mátt ekki held- ur skrökva, - já, og ekki blóta.“ „Það er líka rétt. Þú skalt ekki bera ljúgvitni og þú skalt ekki misnota nafn Guðs.“ Og þá rétti lítill snáði upp höndina og sagði ákveðinn: „Maður má alls ekki neitt.“ Ekki verður eingöngu spurt um frœðslu í siðfræði, held- ur um það líf sem lifað er. Pú mátt alls ekki neitt Boðorð Guðs eru tíu. Það er hægt að telja þau á fingrum sér. Ef til vill rifjast upp fyrir einhverjum stundir úr fermingaffræðslunni eða kristinfræðitímum í skólanum, utanbók- arlærdómi á boðorðunum ásamt útskýringum Lúthers. Og ekki hafa allir reynt það á sama hátt og sálmaskáldið, að þau hressi sálina, gleðji hjartaðoghýrgi augað (Sálm. 19,8-12). Sumum finnst sem Guð og kirkjan ástundi það að gera þeim lífið leitt og vandasamt. Kristin siðfræði og siðgæði felist eingöngu í því að setja eðlilegu lífi takmörk og hverskyns hindranir og bönn. Allt sem ekki er skýrum orðum leyfilegt, er bannað. Þetta er boðorð á boðorð ofan, eintómar reglur, eitthvað hér og annað þar. Varaðu þig! Skammastu þín! Svei attan! Gættu að þér - hvað þú sérð - hvar þú gengur! Ömurleg siðavendni? Ein orsök þessarar afstöðu til boðorðanna getur verið sú, að við, sem áttum að kenna og boða öðrum siðfræði og siðgæði, höfum allt of mikla tilhneigingu til ömurlegrar siðavendni og dómsýki að hætti farísea. Það er íhugunarefni m.a., að samtökin „Valkostir við fóstureyðingar í Noregi“ (AAN), sem héldu upp á 10 ára afmælið sitt 1988, hafa vísvitandi látið undir höfuð leggjast að benda á kristið grundvallarsjónarmið í hjálparstarfi sínu. Samtökin slepptu að nefna þetta, beinlínis til þess að gera ekki vanfærum stúlkum í vanda örðugra um vik að leita til þeirra. Svona öflugar halda menn að skoðanir hinna kristnu séu og siðgæðishugmyndir þeirra, - en þeir hafi samt ekkert annað til málanna að leggja um fóstureyðingar en einhvers konar dóm- sýki. Gagnvart áhættuhópum geta þeir, sem vilja vera talsmenn boðorðanna, gengið gegn boð- orðunum. Það er til áminningar hverjum þeim, sem halda vill boðorð Guðs í heiðri, að einmitt farísearnir vildu gera slíkt hið sama.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.