Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1990, Page 15

Bjarmi - 01.01.1990, Page 15
Leiðsögn til lífs í frelsi En þetta er ekki eina ástæðan til þess, að boðorðin hafa fengið slæmt orð á sig. Miklu alvarlegra er hitt, að kennarar, prestar og aðr- ir boðendur hafa ekki verið nægilega slyngir við að halda á lofti því, sem Biblían leggur höfuðáhersluna á, að boðorð Guðs eru reglur hins góða lífs, gefin okkur af honum, sem vill gera menn frjálsa. Kristin siðfræði er siðfræði frelsisins. Upphaf boðorðanna leggur áherslu á þetta, sem ekki fer milli mála. í 2. Mós. 20, v. 1 og áfram segir einmitt svo í byrjun: „Ég er Drott- inn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egypta- landi, út úr þrælahúsinu." En því nœst segir: „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ Upphaf boðorðanna er sem sagt ekki fyrir- skipanir, heldur frelsunin. - En því þá í þess- ari röð? Vegna þess, að ég þarf að skilja, að þegar Guð gefur mér boðorð sín, þá er hann enn að meðhöndla mig sem frelsari minn. Það felst ekkert nema trúfesti, góðsemi og elska í orðunum: „Ég er Drottinn Guð þinn.“ Út frá þessu ber einnig að skilja boðorðin sem björgunarframkvæmd Guðs þeim til handa, sem hann vitjar og helgar sér. Boðorð- in voru aldrei ætluð sem ný tegund þrælkunar. Tilgangur þeirra aldrei sá, að gera lífið leitt né örðugt - öðru nær! í spádómsbók Jesaja er ritað: „Svo segir Drottinn, frelsari þinn, hinn heilagi í ísrael: Ég Drottinn, Guð þinn, er sá sem kenni þér að gjöra það sem þér er gagnlegt, sem vísar þér þann veg, er þú skalt ganga. Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum mínum, þá mundi heill þín verða sem fljót“ (Jes. 48, 17-18). Boðorð Guðs eru leiðsögn til góðs lífernis. Hvernig mundi það samfélag þróast, þar sem ekki er logið né talað illa um náungann, held- ur kappkostað „að afsaka hann, tala vel um hann og færa allt til betri vegar“? á þau mörgu börn, sem hafa verið misnotuð eða þeim misþyrmt og þannig svipt bæði bernsku sinni og sjálfsvirðingu. - Boðorð Guðs - séu þau haldin - eru vörn gegn slíku. í verndarskyni reisa þau skorður við því, að við brjótumst inn í annarra líf, og aðrir fótum troði okkur. Boðorðin eru nauðsynlegur varn- armúr um samfélag okkar sem vina, sem fjöl- skyldna, þjóðar og mannkyns. Að halda Guðs boðorð hefur mikil laun í för með sér. Aukin eftirspurn eftir siðfræði Þegar svo mikið hefur verið brotið niður af varnarmúrunum, sem raun ber vitni, skal eng- an undra, þótt nú á tímum heyrist margar raddir, sem spyrja eftir endurnýjun siðgæðis með þjóðinni. Þetta á ekki einungis við í einkalífi eða innan fjölskyldunnar. Það snertir þjóðfélagið yfirleitt. Framámenn í atvinnulífi, stjórnmála- leiðtogar, félagsleiðbeinendur, kennarar og námsmenn ræða þörfina á siðvæðingu - kinn- roðalaust. Þá hafa menn í huga síminnkandi samábyrgðarkennd, bæði þjóðernislega og al- þjóðlega; að siðferði hrakar, bæði hjá atvinnu- vegunum sem og vinnusiðferðinu. Einnig hafa menn augljóslega þörf fyrir upplýsingar um, hvernig erfðatækni er beitt í læknisfræði og líf- fræði. Hrópað er hátt á trausta leiðsögn og siðferðilegar meginreglur. Siðavendnisþráhyggjan kvödd Því getum við sem kirkja ekki sagt með sjálfsþótt: „Sögðum við ekki? Velkomin til baka!“ Það væri einum of lágkúrulegt. Enda er alls ekki víst, að eftirspurnin beinist fyrst að kirkjunni og kristinni siðfræði. Hátt lœtur hrópið um haldreipi og trausta siðferði- lega leiðsögn. Boðorðin eru nauðsynlegur varnarmúr um samfélag okkar sem vina, sem fjölskyldna, þjóðar og mannkyns. Vörn gegn spillingu Bekkurinn fékk það verkefni að skrifa um bænina. Ein stúlkan skrifaði: „Kæri kennari, ég er hætt að biðja. Ég bað Guð svo innilega um, að mamma og pabbi mundu sættast, en hann heyrði mig ekki.“ Þessi stúlka var þjökuð af því, að hjóna- band foreldranna hafði farið út um þúfur. Fermingarbarn var spurt um 5. boðorðið í kirkjunni og svaraði m.a.: „Það er iíka hægt að drepa gleðina hjá manni.“ - Ef til vill hafði barnið orðið fyrir einhverju slíku, heima eða í skólanum. Hversu margir skyldu hafa orðið fyrir þeim stórþjófnaði, að einhver rændi þá kjarki? Upp á síðkastið höfum við þráfaldlega verið minnt

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.