Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1990, Qupperneq 17

Bjarmi - 01.01.1990, Qupperneq 17
Hanii sne^st í new York Hann var veraldarvanur Reykvíkingur og hafði oft reikað um krókótta stigu skemmt- analífsins. Nú var hann kominn til New York og auðvitað lagði hann leið sína inn í helsta skemmtanahverfi heimsborgarinnar strax fyrsta kvöldið. Og þar - j á, einmitt þar, snerist hann til lifandi trúar á Jesúm Krist! Það gerð- ist í stuttu máli sem hér segir: Þarna úði og grúði af ljósaskiltum, nætur- klúbbum og kvikmyndahúsum, gnóttir víns og tóbaks voru á boðstólum o.s.frv. Og í þessum hafsjó lífsnautnanna kom hann auga á kristi- lega auglýsingu. „Hvað á ég að gera til þess að glatast?“ stóð allt í einu með logaletri uppi í loftinu. Og á næsta andartaki kom svarið: „Ekkert.“ En síðan birtust orðin: „Hvað á ég að gera til þess að frelsast?" og á eftir þeim kom fagn- aðarboðskapurinn sem varð landa okkar náð- arorð svo að hann höndlaði trúna: „Trúðu á Drottin Jesúm Krist og fylgdu honum.“ Ég er svosem ekki viss um hvort við eigum að fara í einu og öllu eftir Bandaríkjamönnum í boðun trúarinnar og t.d. setja ljósaskilti á kirkjur og kristileg samkomuhús. Hitt er ann- að að spurningarnar tvær eiga jafnmikið er- indi til okkar hér og vestur í Ameríku. Hvað á ég að gera til þess að glatast? Æ, það er óhugnanlega rétt og satt að ég þarf ekki að gera neitt til þess að enda í glötun. Það gerist alveg af sjálfu sér. Djöfullinn mun sjá til þess. Varðandi hina spurninguna eru það á hinn bóginn blessunarrík sannindi að leiðin til lausnar er að trúa á miskunn og náð Guðs í Jesú Kristi. Þú segir kannski: Já, en ég á ekki þá trú. Þú skalt ekki bíða þess að hún komi sjálfkrafa. Taktu Biblíuna þér í hönd og lestu í henni, einkum í Nýja testamentinu. Orð Guðs er lif- andi og kröftugt, segir þar. Jesús Kristur, hinn lifandi frelsari, kemur til þín í orðinu. Og minnstu þess að hann er þar sem læri- sveinar hans koma saman. „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þarer ég mitt á meðal þeirra“ (Matt. 18,20). Leitaðu þangað sem fagnaðarerindið um hinn kross- festa hljómar, ekki endilega þangað sem fjöldinn leitar, þar sem talað er með mestum raddstyrk, heldur þar sem boðskapurinn um hjálpræðið í Jesú Kristi og réttlætinguna af trúnni er fluttur einfalt og skýrt. Þar er Jesús, í samfélaginu, í orðinu, í boðuninni. Ertu á glötunarvegi? Eða hefurðu heyrt kall góða hirðisins, Jesú Krists, og lotið honum? Hann er að kalla á þig - núna! Þýtt og staðfœrt Ertu á glötunar- vegi? Eða hef- urðu heyrt kall góða hirðisins, Jesú Krists, og lotið honum?

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.