Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1990, Side 19

Bjarmi - 01.01.1990, Side 19
- Er þá unnið á of mörgum stöðum? - Fagnaðarerindið breiðist út eins og eldur í sinu í Pókothéraði. Menn, sem verða kristnir, vitna fyrir öðrum og æ fleiri taka trú. Þeim þarf að sinna svo að þeir festi rætur en falli ekki frá eða verði villukennendum að bráð. Kristniboðarnir þurfa að hlúa að öllum þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin á veginum - auk margvíslegra annarra verkefna í vax- andi safnaðarstarfi. - Hvað líður skólagöngu kristniboðs- nemanna? - Karl Jónas Gíslason og fjölskylda hans eru í Osló þriðja veturinn af fjórum. Guð- mundur Guðmundsson lauk námi nú um ára- mótin, hann las nú síðast ensku í Lundúnum. Hann verður í hálfu starfi hér heima nú seinni hluta vetrar. Við vonum að hann geti farið til Eþíópíu í haust. Það tekur jafnan nokkra mánuði að fá atvinnuleyfi. Kristniboðarnir þyrftu að vera fleiri. Neyðin er mikil meðal heiðingjanna. Meðan dagur er - Það má þá ekki heldur slaka á í heim- astarfinu? - Alls ekki! Kristniboðsflokkarnir vinna al- veg ómetanlegt starf þó að það sé að mestu í kyrrþey. Og gleðilegt er að geta sagt frá því að starfsmenn okkar hafa ferðast með mesta móti það sem af er vetri. Við höfum heimsótt marga skóla. Það er uppörvandi að finna að í sumum skólum er beinlínis búist við okkur. Einnig höfum við haldið samkomur á nokkr- um stöðum. Almennar samkomur hafa verið á miðviku- dagskvöldum í húsnæði okkar á Háaleitis- braut í Reykjavík frá því í haust og þar höfum við átt góðar stundir þó að við þráum að sjá fleiri samkomugesti. Enn erum við í mikilli skuld vegna framkvæmdanna þar og fjárskort- ur hamlar því að unnt sé að ljúka ýmsum verk- efnum sem bíða þar. Vonandi sjá einhverjir nauðsyn þess að styrkja bygginguna sérstak- lega. - Fjórar kristniboðsvikur verða haldnar á suðvesturhorni landsins nú seinni hluta vetrar. Fjárþörf SÍK í ár er áætluð 18,5 mill- jónir króna, þar af fjórar milljónir til Voitó. - Nokkur orð að lokum? - Það er talið að tveir af hverjum fimm jarðarbúum séu án þekkingar á Jesú Kristi. Og enn munu vera um tvö þúsund þjóðflokkar þar sem enginn vitnar um Drottin. Víða um heim fer áhugi á kristniboði vaxandi, Guði sé ■of. En andstaðan gegn trúnni á Jesúm færist ■íka í aukana. Guð viil að allir fái skilaboðin um hjálpræði fyrir trú á Jesúm Krist. Kristna menn skortir ekki verkefni á nýja árinu. Guð gefi okkur öilum náð til að reynast frelsara okkartrú. -ha HEIMSÓKn ULRICHS PARZAHYS: Vakningarsamkomur í Bústaðakirkju Eins og greint var frá í nóvemberblaði Bjarma kemur Ulrich Parzany, aðalframkvæmdastjóri KFUM í Vestur-Þýskalandi, í heimsókn til íslands nú í febrúar og verður hér á landi í eina viku. Nú er unnið af fullum krafti við að undirbúa heimsóknina og hef- ur verið ákveðið að halda vakningarviku í Bústaðakirkju dagana 18. til 24. febrúar. Samkomurnar verða haldnar í samvinnu KFUM og KFUK, Kristniboðssambandsins, Kristilegu skóla- hreyfíngarinnar og Ungs fólks með hlutverk. Er það fagnaðarefni að lútherskar leikmannahreyfíngar innan þjóðkirkjunnar skuli sameinast um þetta átak og er vonast til að það geti orðið kröftug vakningarvika með mikilli þátttöku og að Guð blessi samkom- urnar ríkulega og helgi þær með nærveru sinni. Dagskrá vakningarvikunnar verður á þá leið að hún hefst með bænasamkomu í Bústaðakirkju föstudagskvöldið 16. febrúar. Þá er ætlunin að safnast saman til fyrirbænar fyrir samkomuvikunni. Fyrsta samkoman verður svo sunnudagskvöldið 18. febrúar og síðan verða samkomur öll kvöld vikunnar að undanskildu mið- vikudagskvöldinu, því ætlunin er að Ulrich Parzany fari norður til Akureyrar og tali á samkomu þar það kvöld. Lokasamkoman verður laugardaginn 24. feþrúar. Allar samkomurnar hefjast kl. 20.30. Ulrich Parzany verður aðalræðumaður á öllum samkomunum nema seinni sunnudaginn, því hann verður að fara af landi brott þann dag. Það er mikið gleðiefni að hann skuli sjá sér fært að koma hingað til lands og óhætt að bíða komu hans með eftirvænt- ingu. Eins og áður hefur komið fram þá er hann áhrifamikill vakningarprédikari. Hann hefur tekið mikinn þátt í alþjóðastarfí KFUM og hvatt til þess að KFUM-félögin í heiminum séu trú uppruna sínum og boðun fagnaðarerindisins. Hann hefur einnig tekið þátt í starfí Lausanne-hreyfíngarinnar og var einn af ræðu- mönnunum á Lausanne II ráðstefnunni í Manila á Filipsseyjum í sumar. Lesendum Bjarma er lagt á herðar að minnast vakningarvik- unnar í Bústaðakirkju. Mikilvægt er að undirbúa hana með mik- illi fyrirbæn. Biðjum fyrir ræðumannmum, Ulrich Parzany, og ÖU- um sem eiga eftir að taka þátt í samkomunum. Biðjum fyrir öllum undirbúningi og skipulagningu. Biðjum Guð að undirbúa hjörtun þannig að þau séu opin fyrir fagnaðarerindinu. Biðjum Guð að nota vikuna til að kalla fólk til trúar á Jesúm Krist. Biðjum um vakningu. Biðjum einnig fyrir samkomunni á Akureyri á sama hátt. Notum líka tækifærið og tökum þátt í samkomunum og bjóðum fólki með okkur.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.