Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1992, Page 4

Bjarmi - 01.07.1992, Page 4
Anna Guðrún Huga- dóttir er húsmóðir og forstöðukona KFUK yd í Garðabæ. Þetta eru sting- andi orð. Er Jesús enn á flóttamanns- veginum? ANNA GUÐRÚN HUGADÓTTIR: Á FLÓTTAMANNS- VEGINUM „Þegar þeir voru farnir, þá vitraðist engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér, því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því““ (Matt. 2,13). Ég heyrði þau nálgast í húminu, beið á veginum rykgráum veginum. Hann gengur með hestinum höndin kreppt um tauminn gróin við tauminn. Hún hlúir að barninu horfirföl fram á nóttina stjarnlausa nóttina. Og ég sagði: þið eruð þá enn sem fyrr á veginum flóttamannsveginum, en hvar er núfriðland hvar fáið þið leynst með von ykkar, von okkar allra? Pau horfðu á mig þögul og hurfu mér sýn inn í nóttina myrkrið og nóttina. Þannig leggur skáldið Snorri Hjartarson út af 13. versinu í öðrum kapítula Matteusar- guðspjalls. Hann segir í framhaldi af ljóðinu: „Er ekki von, að fast sé haldið um taum þegar varðveita þarf von okkar allra? Enn er fólk á flóttamannsveginum. “ Það eru allmörg ár síðan ég las þetta ljóð fyrst, en síðan hefur það búið með mér og því hefur skotið upp í hugskotinu öðru hvoru. Við sjáum fyrir okkur þau Maríu og Jósef með barnið. Þau eru ein á hættulegri ferð. Þeim er falið þetta dýrmæta barn, „von okkar allra“. Þau vita ekki hvernig þessi ferð muni ganga. Það eina sem þau vita er að engill Drottins sagði þeim að fara til Egyptalands og dvelja þar, þar til þau fengju ný fyrirmæli. Þau brugðust ekki, þau tóku sig upp og lögðu af stað allslaus í trausti til fyrirheitis Drottins. — Orðin: „Hann gengur með hestinum höndin kreppt og gróin við tauminn,“ sýna okkur að hann ætlar að standa og falla með þessu barni. María, sem föl og kvíðin hlúir að barninu, óskar þess áreiðanlega að komast sem fyrst á leiðarenda þótt hún viti ekki hvað þá tekur við. Nú talar skáldið í nútíð og ávarpar þau. „Þið eruð þá enn sem fyrr á veginum flótta- mannsveginum, en hvar fáið þið leynst með von ykkar von okkar allra?“ Hvað á skáldið við? Við vitum að þessari ferð lauk. Þau kom- ust heilu og höldnu til Egyptalands. Þegar of- sóknum Heródesar linnti sneru þau aftur heim til Nasaret þar sem Jesús óx upp og varð full- tíða maður. Þetta eru stingandi orð. Er Jesús enn á flóttamannsveginum? Á skáldið ef til vill við samtíð okkar, þetta þjóðfélag sem hleypir honum helst ekki að nema á jólum og

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.