Bjarmi - 01.07.1992, Qupperneq 10
SLEGIÐ A PRAÐINN
áyítntal
Á SLÓÐIR
VAKNINGAPREDIKARANS
Pað þykir varla tíðindum sæta nú um stundir þótt
einhver bregði sér yfir pollinn og dveljist lengur eða
skemur í útlöndum. Samt er oft forvitnilegt að heyra
fréttir af öðru fólki, ekki síst ef þær tengjast kristilegu
starfi.
Við komumst að því að Esther Gunnarsson, hús-
móðir og hjúkrunarfræðingur í Reykjavík hefði
skroppið vestur um haf ogslógum á þráðinn til hennar.
— Esther, þú komst fyrir nokkru úr stuttri
ferð til Ameríku. Hvað varstu að gera þar?
— Það eru 25 ár síðan við maðurinn minn,
sr. Guðni Gunnarsson skólaprestur útskrifuð-
umst úr biblíuskóla í Chicago svo við fórum til
að vera á stóru nemendamóti í því tilefni. En
samtímis því hélt skólinn svo enn stærra mót
sem var fyrir alla.
Svo notaði ég líka tækifærið að hitta fjöl-
skyldu mína í Bandaríkjunum.
— Og var þetta ekki ánœgjuleg ferð?
—Jú, það var auðvitað mjög gaman að hitta
gamla vini og kunningja. Svo var ósköp nota-
legt að búa á hóteli og geta bara slappað af,
þurfa ekki að elda mat eða þvo upp. Og geta
svo farið á samkomur og hlustað á góða tónlist
og þekkta ræðumenn.
Og svo var ósköp gott að finna að skólinn
okkar heldur fast við gamla fagnaðarerindið
þó margt hafi breyst í hinu ytra.
— Segðu okkur svolítið frá þessu móti. Var
margtfólk þarna?
— Allar stærri samkomur voru haldnar í
Esther Gunnursson
er hjúkrunurfræðingur
Moody-kirkjunni, sem tekur um fjögur til
fimm þúsund manns, og þar var yfirleitt alltaf
fullt. Á kvöldsamkomunum var svo margt að
það þurfti að sjónvarpa þeim yfir í aðra sali og
svo var öllu líka útvarpað um útvarpsstöðvar
skólans en þær eru eitthvað um átta held ég.
Til að fá góð sæti kom fólk mjög snemma á
samkomurnar svo á kvöldin lék til dæmis alltaf
hljómsveit svona hálftíma á undan hverri sam-
komu.
Aðalefni mótsins var áhersla á að boða
fagnaðarerindið í stórborgunum þar sem
vandamálin eru svo mörg.
— Moody var merkur prédikari?
— Dwight Moody fæddist árið 1837 í
Massachusetts í Bandaríkjunum. Þegar hann
var ungur maður fluttist hann til Boston og
kynntist þar KFUM. Hann fór að starfa í skó-
verslun og þar fékk sunnudagskólakennarinn
hans leitt hann til lifandi trúar á Jesú Krist.
Moody varð ljóst að hann var syndugur maður
og þurfti á fyrirgefningu Guðs að halda.
Skömmu síðar hélt hann til Chicago að leita
sér frægðar og frama í viðskiptaheiminum eins
og margir ungir menn gerðu á seinni hluta 19.
aldar. Honum vegnaði vel sem skósölumanni
en um 1860 fannst honum sem Guð væri að
kalla sig til að gefa sig allan að kristilegu starfi.
Hann hóf boðunarstarf meðal fólks í fátæk-
ustu hverfum borgarinnar þar sem hann sagði
á einfaldan hátt frá kærleika Jesú og fyrirgefn-
ingu hans. Moody starfaði einnig mikið í
KFUM og var formaður félagsins um skeið.
Fjórum sinnum fór hann til Bretlands og