Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1994, Síða 4

Bjarmi - 01.11.1994, Síða 4
Sr. Gísli Jónasson er sóknarprestur í Breiðholtssókn í Reykjavík. Hann er formaður stjórnar KSH. Þetta sem í upphafi áfti e.t.v. að vera einkamál þeirra tveggja sem unnast og ekki œtti að þurfa neina pappíra upp á breytist yfirleitt fljótt í það að krefjast í raun miklu meiri pappíra en gamla góða hjónabandið! 4 BJAPMI Þarf pappíra? í upphafi vil ég setja fram þá fullyrðingu að það séu hrein öfugmæli, er sumir halda því fram, að þeir sem búa í óvígðri sambúð séu þar með lausir við alla pappíra. Þetta sem í upphafi átti e.t.v. að vera einkamál þeirra tveggja sem unnast og ekki ætti að þurfa neina pappíra upp á breytist yfirleitt fljótt í það að krefjast í raun miklu meiri pappíra en gamla góða hjónabandið! Það má raunar fullyrða að „pappírslausa“ sambúðin kalli, þegar fram í sækir, á sannkallað pappírsflóð. Það gerist þegar sambúðaraðilarnir fara smátt og smátt að reyna tryggja sér einhverja hlutdeild í þeim réttindum og tryggingum sem sjálfkrafa fylgja hjónavígsluvottorðinu. Allfaf eitthvað meira 1 upphafi töldu þau e.t.v. að þau kæmust af án allra pappíra. Sambúð þeirra tveggja komi ekki öðrum við, hvorki sýslumanni, ættingjum né presti. I sumra augum gengur hjónabandið hreinlega út á það að fólk nái lagalegu tangar- haldi hvort á öðru og síðan er spurt hvort slikt geti samrýmst sönnum kærleika. „Er ekki miklu betra að láta kærleikann vera eina band- ið? Því ef það brestur, ef kærleikann þrýtur, þá er siðferðislega óverjandi að ríghalda í einhver lagaleg bönd.“ Þannig er hugsjónin e.t.v. í upphafi en flest- ir, sem þetta reyna, uppgötva fyrr eða síðar að sjálf grundvallarforsendan í þessari rökleiðslu er röng. Sambúð hlýtur alltaf að vera eitthvað meira en einkamál tveggja aðila. Parið fer óhjákvæmilega fljótlega að ætlast til þess af umhverfinu að litið sé á það sem PAR. Hvort sem um er að ræða ættingjana, bankann, tryggingarfélagið, fasteignasalann eða aðrar stofnanir samfélagsins sem þau eiga samskipti við. En til þess að svo megi verða hljóta við- komandi aðilar að krefjast einhverra trygg- inga fyrir því að um stöðugt samband sé að ræða. Og þá er farið að kalla eftir pappír- um. Dörn Það má m.ö.o. ekki gleymast að sambúð fylgja hlutir sem alls ekki er hægt að telja einkamál. Þannig eru börnin oft það band milli aðilanna, sem ekki var reiknað með í upphafi þegar kærleikurinn átti að vera hið eina sem tengdi þau saman. Það er ótrúlegt hvað mörgum yfirsést sú staðreynd sem eldri kona orðaði eitt sinn svo: „Hafirðu eignast barn með einhverjum þá losnarðu í raun aldrei við hann.“ Þessi bönd verða alltaf til staðar jafnvel þótt stundum sé með öllum ráðum reynt að sarga þau í sundur. Og því meir sem slíkt er reynt, því alvarlegri afleiðingar getur það haft fyrir framtíðarheill barnins. Þetta vill ást- föngnu fólki, sem oft hefur hugann fyrst og fremst við eigin stundarhamingju, því miður stundum gleymast. Eignir En það eru fleiri hlutir en börnin sem binda, t.d. þær eignir sem fólk eignast í sambúðinni, samningar sem fólk gerir og skuldbindingar sem það tekur á sig. Komi til þess að sambúð- inni sé slitið getur orðið nauðsynlegt að hafa í höndum kvittanir, launaseðla o.s.frv. fyrir all- an þann tíma sem sambúðin hefur staðið. Það eru alltof mörg dæmi um hversu illa hefur far- ið fyrir þeim aðilum sem ekki hafa haft réttu pappírana undir höndum þegar á þurfti að halda. Þjóðsögur nútímans Nú finnst sjálfsagt einhverjum, að hér sé dregin upp alltof neikvæð mynd. Sambúðin byggi á ástinni og kærleikanum milli þeirra tveggja. Þar hljóti grundvöllinn að vera að finna hvernig sem annars fer. í þessu sambandi verðum við að vera raun- sæ. Það hefur verið áætlað að milli 20 og 30 þúsund manns búi í óvígðri sambúð hérlendis. Fullyrt hefur verið af virtum lögmanni, Svölu Thorlacius, sem hefur mikla reynslu af sam- búðar- og hjónabandsmálum, að allt að 80 til 90% þessa hóps hafi miklar ranghugmyndir um réttarstöðu sína. (Sjá grein í Morgunblað- inu 29. okt. 1991: „Ranghugmyndir um ó- vígða sambúð“). Hún er m.a. ótrúlega lífseig þjóðsagan um það að eftir ákveðinn tíma í óvígðri sambúð öðlist sambýlisfólkið sömu réttarstöðu og hjón. Bregður fólki því oft illa í brún þegar á reynir og það kemst að því að engar sérstakar lagareglur gilda um óvígða sambúð og að það rfkir raunar mikil réttaróvissa á flestum svið- um um það hvernig leysa beri þau vandamál sem upp koma við sambúðarslit. Og til sam- búðarslita kemur oftar en flestir vilja horfast í augu við. Mörgum finnst vafalaust nóg um þann gífurlega fjölda hjónaskilnaða sem á sér stað okkar á meðal. Rannsóknir á Norðurlönd- unum hafa þó leitt í Ijós, að tíðni skilnaða meðal sambúðarfólks er 2-3 sinnum hærri en meðal hjónafólks!! Það þýðir m.ö.o. að allt að annarri hverri sambúð lýkur með skilnaði! Af þessu ætti að vera ljóst að hér er um stórmál að ræða enda oft framtíðarheill ein- staklinganna og barna þeirra og jafnvel aleig- an í veði. Hver er munurinn? En hver er þá munurinn á hjónabandi og óvígðri sambúð hvað þessi réttindamál varð- ar? Hér skulu nokkur atriði nefnd: I óvígðri sambúð eru engar reglur um helm- ingaskipti eigna og skulda. Sambúðarfólk getur ekki gert kaupmála.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.