Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1994, Síða 9

Bjarmi - 01.11.1994, Síða 9
barninu af næmi fyrir þörfum þess þannig að barnið upplifi öryggi og kærleika er lagður mikilvægur grunnur. Einnig er talið að and- rúmsloftið sem fylgir fyrirbæninni hafi áhrif þótt enn sé langt í land að barnið skilji orð og merkingu bænarinnar. Einn fræðimaður hefur kallað þetta skeið hinnar orðlausu móður trú- ar, þar sem barnið framan af ævi upplifi Guð og móðurina sem eina heild sem með vaxandi þroska barnsins greinist sundur á svipaðan hátt og barnið greinir sig frá móðurinni í frumbernsku. Margir vilja telja þetta forskeið trúarlegrar hugsunar það mikilvægasta í mót- un trúarinnar, af því að þar sé lagður grunnur að því djúpa trausti sem sem er grunnur hinnar persónulegu trúar síðar á ævinni. Mætti því e.t.v. kalla þetta fyrra næmisskeið trúarlegrar hugsunar og hið síðara væri þá unglingsárin, þegar unglingurinn greinir sig endanlega frá foreldrunum og fullmótar sjálfsmynd sína. Sem uppalanda, móður og ömmu finnst mér þessar hugmyndir mjög heillandi. Um- önnun ungbarna er oft mjög krefjandi starf bæði andlega og líkamlega og það ljær þessu starfi dýpri merkingu að með því að sýna barninu okkar þolinmæði og umhyggju á erf- iðum stundum séum við ekki bara að skipta á bleyju, hugga eða gefa brjóst heldur um leið að leggja grunn að dýrmætustu gjöf lífsins, trúnni á Guð. Hvernig verður frúorlegu uppeldi besf hagoð? Af framansögðu er ljóst að grunnur trúar- legs uppeldis er lagður í frumbernsku í kær- leikssambandi foreldra og barns. Þetta sam- band þróast svo eftir því sem barnið eldist og fleiri aðilar fara að hafa áhrif á daglegt líf þess. Fjölskyldan heldur þó áfram að vera sá aðili sem mest áhrif hefur a.m.k. fram á ung- lingsár. Þetta sést vel á uppdrætti Evenshaug og Hallen (1981) af félagslegum tengslum barnsins og fjölskyldunnar. Þarna er fjölskyldunni lýst sem eins konar „síu“ sem öll ytri áhrif fara í gegnum áður en barnið tileinkar sér þau. Þetta undirstrikar enn betur mikilvægi góðs og heilsteypts fjöl- skyldulífs fyrir hvern einstakling. Eftir því sem barnið eldist og þroskast þarf að breyta uppeldisaðferðum og veita því hæfi- legt frelsi til athafna. Kappkosta ber að halda góðu trúnaðarsambandi við barnið, því ef trúnað brestur á einu sviði er ekki liægt að ætl- ast til að hann haldist óbreyttur á öðrum t.d. í trúarefnum. Það tekur tíma að rækta trúnaðar- samband og gelur reynst erfitt að samræma það önnum og erli nútímans. Þar getur for- gangsröðun komið að góðum notum. Hvort finnst okkur mikilvægara að eiga góða stund með barninu eða að horfa á sjónvarpið? Börn- um er nauðsynlegt að foreldrar þeirra gefi sér tíma til að ræða við þau um gleði þeirra og sorgir og á slíkum stundum gefst oft tækifæri til að koma sjónarmiðum hins kristna boð- skapar að. Gott er að hafa í huga að gagnvart Guði eru foreldrar og barn jafngildir einstak- lingar og því er árangursríkara uppeldislega séð að tala við Guð með barninu, þ.e. að biðja saman, en að tala um Guð við barnið, þ.e. þurr fræðsla. Einnig hefur reynsla leitt í ljós að heildstæð miðlun trúar er mun árangursríkari en munnleg miðlun. Þetta á raunar við á tleiri sviðum en hinu trúarlega. Með heildstæðri miðlun er átt við að boðskapurinn sem við viljum miðla hafi áhrif á líf okkar og alla veru, en sé ekki bara eitthvað sem við tölum um en tileinkum okkur ekki að öðru leyti. Með því að gefa sér góðan tíma með börnunum meðan þau eru lítil tel ég að hægt sé að spara erfiði og áhyggjur síðar þegar unglingsárin ganga í garð. Ég minnist þess að þegar elstu börnin mín nálguðust unglingsárin fylltist ég nokkrum kvíða og átti von á að einn morgun- inn myndu þau vakna upp algerlega umsnúin og óviðráðanleg. Þessa hugmynd hafði ég fengið úr fjölmiðlum þar sem sífellt var verið að ræða unglingavandamálin. Ég ræddi þetta við vinkonu mína, sem var reynd KFUK-kona og kennari. Hún spurði hvernig sambandið hefði verið við börnin hingað til. Ég taldi það hafa verið gott og eðlilegt og þá taldi hún að lítil hætta væri á ferðum því unglingavanda- mál væru ekki eitthvað sem skyti upp kollin- um fyrirvaralaust eins og smitsjúkdómur, heldur væri um langan aðdraganda að ræða og samskiptaleysi á bernskuárum. Með þessu er ég ekki að fullyrða að unglingsárin séu átaka- Teikning Evenshaug og Hallen sem sýnir félagsleg tengsl barnsins og fjölskyld- uiiiiar. Fjölskyldiiniii er lýst seiti eins konar „síu“ sem öllytri á- lirif fara í gegniiiii áður en barnið til- einkar sér þau. BJAPMI 9 3IÐFRÆÐI

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.