Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1994, Page 15

Bjarmi - 01.11.1994, Page 15
Með boga og ðrvor í Kenýu SíðosHiðið sumor logði Sverrir Gunnorsson, tólf óro strókur úr vesfurbœnum, ósomt foreldrum sínum, Kristínu Sverrisdóttur og Gunnori Djornosyni, lond undir fót og ferðoðisí til Kenýju. Dvölin ytro stóð í um fjóror vik- ur. Hluto þess tímo dvoldi fjöl- skyldon í Pókot-héroði hjó Kjart- oni lónssyni og Voldísi Mognús- dóttur, sem þor eru kristniboðor. DJARMI rœddi við Sverri um þesso ferð og fer hér ó eftir þoð helsto sem unglingurinn upplifði í ferðinni. Það sem mesta eftirtekt vakti var hinn gríð- arlegi munur á aðbúnaði og kjörum manna, annars vegar í hótel-hverfum Mombasa, sem er borg við Indlandshafs-ströndina, og í höf- uðborginni Nairobi, og hins vegar í sveitahér- aðinu Pókot. Allur aðbúnaður var fyrsta ilokks og gerður fyrir vestræna gesti í borgun- um, en til sveita blasti fátæktin og fábreytnin hvarvetna við. Samt var mest gaman í Pókot, þar sem Sverrir komst í kynni við innfædda stráka, sem m.a. kenndu honum að skjóta af boga. Reyndar keypti Sverrir spjót, bogann og örvarnar af fullorðnum manni, sem kenndi honum undirstöðuatriðin, en strákarnir, sem meðhöndla slíka gripi allt frá barnæsku, stóðu í fyrstu álengdar og skemmtu sér vel yfir kunnáttuleysi íslendingsins. Loks áræddu þeir að koma Sverri lil hjálpar og þjálfuðu til ágætrar bogaskyttu! Einn daginn þurfti Kjartan að fara í afskekt- an dal nokkurn spöl frá bænum Chesta og gifta ung brúðhjón. Þar er fjöllótt og mjög fal- legt, athöfnin fór fram úti undir berum himni - sterkri Afríkusól, og trjágróður allt í kring. Það sem vakti ntikla athygli, var að Land- Roverinn, sem llutti fólkið og átti að taka 8-10 farþega, var gjörsamlega yfirfylltur og flutti 25 farþega þessa 2 1/2 tíma ferð í dalinn! Sérstakt te var borið fram fyrir gesti, dísætt Afríkute, sem er helsti hátíðardrykkur þeirra innfæddu. I Afríku er tjöldi framandi skordýra og villtra dýrategunda. Sum þessara dýra eru manninum hættuleg, því þau eru eitruð og stundum banvæn ef þau stinga, bíta eða ráðast að mönnum. Sverri fannst óþægilegt að vita af þessum dýrum öllum, en lærði með tímanum að lorðast ákveðin dýr og umgangast önnur af varfærni. Meinlaus dýr var einnig að sjá, til að mynda eðlur, sem misstu skottið sitt, ef haldið var í það! Það gerði reyndar ekkert til, því skottið er þeirrar náttúru að vaxa aftur upp í sitt fyrra horf á stuttum tíma. Svo mjög þótti Sverri dvölin í Afríku skemmtileg, að helst hefði hann viljað vera þar áfram, enda gekk allt snurðulaust og hann tilbúinn að takast á við það sem bar upp á hverju sinni. Og hann langar til að fara aftur og dvelja undir sterkri Afríkusól meðal vina á Sverrir Gunnarsson kristniboðsakrinum. œfir siS að skJóta með boga og örvuin. BJARMI 15

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.