Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1994, Side 22

Bjarmi - 01.11.1994, Side 22
DAG5KPÁ Kristilegí stúdenfomóf Dagana 14.—16. október hélt Kristilegt stúdentafélag stúdentamót í Vindáshlíð. Yfirskrift mótsins var: „Þér eruð greinarnar... en án mín getið þér alls ekkert gjört. “ Um 30 manns voru allt mótið en einnig var nokkuð um að fólk kœmi í lieimsókn. Rœðumenn voru Bjarni Guðleifs- son, Ólafur Jóhannsson og Jón Ar- mann Gíslason og var staldrað við ábyrgð okkar gagnvart samfélaginu annars vegar og manninum á göt- unni hins vegar. A mótinu var einnig rcett um sam- félag fyrir fólk á aldrinum 20 til rúmlega 30 ára og eftir nokkurt spjall var tekin ákvörðun um að liafa samverustundir í vetur á fóstudags- kvöldum kl. 20.30 í nafni Kristilegs stúdentafélags. Verða þœr haldnar í aðalstöðvum KFUM og KFUK á Holtavegi og eru öllum opnar. Er það von þeirra sem að þeim standa að sem flestir taki þátt íþeim og móti þœr, hvort sem þeir eru félagar í KSF eða ekki. SÍK: Jólokorf, frímerki, olmonok Kristniboðssambandið hefur látið gera jólakort til að afla fjár til starfs- ins. Um er að rœða þrjár stœrðir, alls fjórar tegundir. Kortin eru með jóla- og nýárskveðju og sum með sálm- versi. Þau fást íAðalskrifstofunni við Holtaveg, Reykjavík. Skrifstofan er opin kl. 10-17, sími 888899. Þar sem jólin nálgast og margir fá jólakveðjur skal enn minnt á að Kristniboðssambandið getur hagnýtt sér frímerki. Fólk œtti því að safna notuðu frímerkjunum saman, á jólum sem endranœr, og senda þau til Aðalskrífstofunnar eða koma þeim til starfsmanna SIK eða Jóns Oddgeirs Guðmundssonar, Glerár- götu 1, Akureyri. Almanakþarfhver maður að fá sér um áramótin. Kristniboðsvinir eiga enn kost á nýju almanaki frá SÍK. Það er af svipaðri gerð og verið hefur, með mynd á hverri síðu, ritningarorðum og upplýsingum um kristniboðið. Drjúgar tekjur liafa fengist fyrir „Kristniboðsalmanakið“ undanfarin ár og nú er þórfin brýn. Lesendur Bjarma eru hvattir til að verða sér úti um almanakið handa sjálfum sér og vinum sínum heinta og erlendis. Mjög gott vœri ef ein- hverjir vildu taka það til sölu og œttu þeir þá að hafa seni fyrst samband við Aðalskrifstofuna. Sölulaun eru í boði. Sonnudogssom- komur í nýjum sffl Sunnudagssamkomur KFUM og KFUK í Reykjavík og samstarfs- hreyfinganna eru haldnar í nýja húsinu á Holtavegi. Fyrsta og þriðja sunnudag hvers mánaðar eru þœr síðdegis kl. 16.30 og er þá boðið upp á samverustundir fyrir börn íþrem aldurshópum. Hafa þessar samkom- ur verið ntjög vel sóttar. Hina sunnu- dagana eru samkomurnar á kvöldin kl. 20.00 og hefur samkomusókn þá einnig verið allgóð. Lögð hefur verið áhersla á létt yfirbragð, líflegan söng og undirleik, lofgjörð og tilbeiðslu í söng og fyrirbœn, auk predikunar út frá orði Guðs. Vonast er til að sam- komur með þessu sniði höfði til breiðari aldurshóps og þá sérstak- lega til uitgs fólks og fólks sem ekki er vant að sœkja samkomur. Bjarmi hvetur lesendur til að sameinast í fyrirbœn og þátttöku og minnir á gott tœkifœri til að bjóða nýjum með sér á santkonturnar. Somkomuröð í nóvember Aformað er að halda þrjár sam- kontur með sr. Ólafi Felixsyni dag- ana 18.-20. nóveittber nk. Fyrstu tvœr samkomurnar verða kl. 20.00 en sú síðasta síðdegis á sunnudegi kl. 16.30. Allar samkomurnar verða haldnar í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Sr. Ólafur var hér á ferð í ferbrúar sl. og þá voru haldnar sam- komur með honuitt í Breiðholts- kirkju. Hann er, eins og kunnugt er, sonur sr. Felixar Ólafssoitar og Kristínar Guðleifsdóttur og er sókit- arprestur í Danmörku. Lesendur Bjarma eru hvattir til fyrirbœnar og þátttöku í samkomunum. Stúdentamót í Vindáshlíð. - Ljósm.: Magitús Fjalar 22 BJARMI

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.