Heima er bezt - 01.06.1951, Page 2
98
HEIM'A ER BEIZT
Nr. 4
Heima er bezt
Kemur út mánaðarlega, 32 síður.
Ritstjóri: Vilhj. S. Vilhjálmsson.
Utgefandi: Bókaútgáfan Norðri.
Sími 3987. Pósthólf 101.
Áskriftarverð, 12 blöð, kr. 67.20.
Útsöluverð kr. 7,00 eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
L------------------------------
Alit lesenda
VIÐ, sem stöndum að þessu
blaði getum, enn sem komið er,
hrósað happi yfir því, að starf
okkar líkar mjög sæmilega. Þetta
ætti að vera okkur hvatning til
þess að gera enn betur, en sumir
fara að slá slöku við þegar þeim
er hælt. Annars vantar ekki að
við séum gagnrýndir, en öll er
gagnrýnin jákvæð. Ótrúlega
margir óska eindregið eftir því
að við birtum framhaldssögu —
og kemur það að minnsta kosti
ritstj óranum á óvart, en nú mun
verða fullnægt þessari kröfu og
birtist í júlíblaðinu upphaf fram-
haldssögu, sem mun koma í
tveimur eða þremur blöðum.
Þetta er góð saga, að dómi rit-
stjórans, hver sem dómur les-
endanna verður. Sagan er eftir
einn af allra fremstu rithöfund-
um Svía. Þá hafa nokkrir bréf-
ritarar óskað eftir því að breytt
verði um miðsíður blaðsins þann-
ig að hvorki fyrirsögn né myndir
séu í kjölnum. Benda þessir les-
endur á það, að menn vilji ein-
mitt binda svona blað inn, en
það sé erfitt þegar þannig sé
gengið frá blaðinu. Um breytingu
í þessa átt hefur enn engin á-
kvörðun verið tekin, hvað sem
síðar verður.
Getraun
Og svo er það getraunin. Að
þessu sinni eru getraunirnar
tvær. Verða veitt sömu verðlaun
og áður, bækur frá Norðra fyrir
100 krónur. Á öftustu síðu er
mynd, sem menn eiga að segja
hvar sé tekin og hér á eftir fer
gáta. Spurt er um nafn manns-
o— Sagt er...
SAGT ER, að bóndi nokkur, sem var mikill ákafamaður, hafi eitt sinn farið
til lúðuveiða í logni og blíðu með tveimur drengjum. Hann lagði bátnum fyrir
stjóra grunnt undan landi, beítti öngul sinn og renndi færinu. Hann settist síðan
á borðstokkinn, aftast í skutnum, en fór svo óvarlega, að hann steyptist aftur yfir
sig og fór á bólakaf. Drengirnir sátu með öndina í hálsinum, en brátt skaut bónda
upp. Hann greip í borðstokkinn, tók andköf og hrópaði:
„Ble-ble-blessaðir piltar, dragið þið strax upp stjórann. Hér er ekki nokkurt lif-
andi kvikindi, — eintómur skeljasandur!“
★
SAGT ER, að kerling ein í verstöð á Vesturlandi, hafi verið þannig skapi farin,
að hún kærði sig ekki um að fá gefins soðmat, heldur vildi stela sér í soðið. Eitt
sinn, þegar árabátur kom af sjó, henti formaðurinn í fjöruna skerjasteinbít, sem
hafði haldizt lifandi í austrinu. Skyndilega heyrði formaðurinn óp mikið, þar sem
hann stóð við bát sinn. Hann vék sér við og sá þá kerlinguna stelvísu liggja aftur
á bak í fjörunni afmyndaða af sársauka og hræðslu. Hún hafði ætlað að stela
steinbítnum og stungið honum undir svuntu sína, og nú hékk hann á tönnum í
magál kerlingar, sem til allrar hamingju var vel í skinn komið.
Myndirnar á forsíðu
1. mynd: Vestmannaeyingar eru frægir bjargmenn, enda hafa þeir
öldum saman lifað að meira og minna leyti á fugli og
eggjatöku. Sigið er mikil íþrótt og engum heiglum hent.
Margir hafa farist af völdum grjóthruns þegar þeir eru
að síga.
2. mynd: Kýr þykja ekki miklar vitskepnur, en þó eru til dæmi, er
sanna hið gagnstæða. Þær þykja forvitnar og vilja grand-
skoða flesta hluti, sem fyrir þeim verða. Leynir forvitn-
issvipurinn sér ekki á kusu, þar sem hún stendur á rúst-
um Sjöundár, þar sem morðmálin alræmdu gerðust í
byrjun 18. aldar.
3. mynd: Reykvíkingar sækjast mjög eftir að eignast snjalla reið-
hesta, enda er í höndum þeirra afburða gott úrval góð-
hesta víðs vegar af landinu. Flestum þeirra nægir ekki
minna en tveir til reiðar eins og myndin sýnir, en þar
er á ferðinni Óli M. ísaksson forstjóri með leirljósu gæð-
ingana sína, Grana og Gígju. Siðustu 36 ár hefur Óli
M. ísaksson stundað útreiðar i Reykjavík af miklum
dugnaði og segir það sig sjálft, að slíkur hestamaður
hefur átt fjölda góðra gæðinga um dagana.
4. mynd: Tveir heimalningar að fá sopann sinn. Lömb eru mjög
elskuleg dýr og eru oft hænd að fólki, ef vel er að þeim
farið. En stundum gerast þau líka full heimtufrek og gera
sig heimakomin á staði, sem þau eru óvelkomin á.
ins, nafn bæjarins, þar sem hann
á heima og sveitar hans. Og
reynið nú að vinna til verðlaun-
anna. Frestur er til 8. júlí.
Mitt heiti er: hurðarlamir,
eða hárbeitt vopn fyrri tíðar,
og nokkuð af auðlegðar nafni,
nýgiftra ríkra kvenna.
Heimilið: hlíf úr málmi,
og hestar, sem vilja ekki ganga.
Sveitin: sjóðandi lindir
og silfurpeningur gamall.