Heima er bezt - 01.06.1951, Side 3
Nr. 4
Heima er bezt
99
*
Islenzk kvenhetja í Noregi
Jónína Björnsdóttir Sæborg og hús þeirra hjóna i Osló.
Eftir
Einar M. Jónsson
í HÖFUÐBORG NOREGS býr
íslenzk kona, Jónína að nafni.
Hún er fædd í Ólafsfirði 19.
júní 1890, en fluttist ung með
foreldrum sínum til Grímseyj-
ar, er Björn faðir hennar tók
þar við hreppstjórastörfum.
Þegar hún var 14 ára að aldri,
fór henni að finnast litla út-
hafseyjan, Grímsey, of smár
heimur fyrir sig, og hún flutti
til Akureyrar, en þar dvaldist
hún til þess tíma, er hún gift-
ist Norðmanni einum, Eren Jo-
hannesen að nafni. Hann var
vélamaður að iðn og setti niður
vélar í síldarverksmiðjurnar á
Krossanesi og í Siglufirði. Hjú-
skaparárum sínum hafa þau
hjónin eytt í Noregi, hinum síð-
ari í Osló, og eiga þau þrjú börn
á lífi: Björn, sem er búsettur í
Osló, Lother, sem er bifvélavirki
í Reykjavík, og eina dóttur eiga
þau búsetta í Osló. Ættarnafnið
Sæborg — eða Seborg, eins og
Norðmenn bera það fram, tóku
þau hjónin sér fyrir allmörgum
árum, og er nafnið eyfirzkt.
Fyrir þá ferðamenn, sem nú
koma til Osló, er það margskon-
ar erfiðleikum bundið að fá
húsaskjól í borginni. En þær
tvær vikur, sem ég dvaldist í
Osló fyrir nokkru síðan, var ég
svo lánsamur að vera meðal
þeirra mörgu íslendinga, sem
fengið hafa að búa í húsi þeirra
Sæborg-hjónanna á Furuvegi
34 B úti á Höyenhall. Það borg-
arhverfi finnst mér eitt af feg-
urstu hverfunum í Osló. Það er
á útjaðri borgarinnar, stendur
á hæð einni og er fagurt útsýni
úr hlíðinni yfir borgina og nær-
lendi. Húsin eru mörg frekar
smá en snotur og standa dreift.
Milli þeirrá eru trjágarðar,
matjurtagarðar og aldingarðar,
klettar og klungur. Frá götun-
um liggja gangstígar upp að
húsunum og eru sumir þeirra
mjög brattir. Ég get ekki stillt
mig um að minnast á það, hve
yndislega fagurt það er að horfa
á ljósadýrð borgarinnar á síð-
kvöldum frá Furuvegi 34 B. Og
þegar manni berst gegn um op-
inn gluggann kliðurinn frá
engisprettunum, þegar þær
nudda saman afturfótunum úti
í döggvotu grasinu, þá er ó-
neitanlega líkara því að verið
sé í sumarbústað einhversstað-
ar úti á guðs grænni jörð en
innan landamæra stórrar borg-
ar. Þetta hljóð gæti helzt minnt
á hljóð frá mörgum vasaúrum,
sem væru í gangi, nema hvað
það er nokkru óreglulegra, og
hefi ég hvergi heyrt það sterk-
ara en þarna. Hér er heimili
þeirra Sæborg-hjónanna og hér
hafa átt og eiga heima margir
íslendingar, ekki sízt námsfólk.
íslendingar, sem eiga heima úti
í borginni, venja mjög komur
sínar þangað og fá alltaf hinar
ágætustu viðtökur. Þær tvær
vikur, sem ég bjó þar, var það
kvöld eftir kvöld, að þegar ég
kom heim sá ég ný og ný íslenzk
andlit. Og eitt kvöldið voru þar
10 íslendingar saman komnir.
Jónína Sæborg er myndarleg
kona að vallarsýn. Hún er gest-
risin, gamansöm og skemmti-
leg í viðræðum, hjálpsöm og
hollráð, dagfarsgóð og skörung-
ur mikill, þegar því er að skipta,
eins og ég nú mun koma að.
Það var einn morgun nokkru
áður en ég fór frá Osló, að við
Jónína sátum að morgunverði,
tvö ein. Talið barst þá að síð-
ustu heimsstyrjöld og ég fór að
spyrja hana um hitt og annað
viðvíkjandi kjörum fólks í Nor-
egi meðan á stríðinu hafði
staðið. — „Hvernig varð þér við,
þegar þú fréttir, að Þjóðverjar
væru komnir inn í landið?“
spurði ég. „Það var gefið hættu-
merki kl. 1 um nóttina 9. apríl,
og þá vakti ég manninn minn,“
sagði Jónína. „Rétt á eftir var
dyrabjöllunni hringt viðstöðu-
laust. Ég þaut út,“ sagði Jónína,
„hélt að um eldsvoða væri að
ræða. Þar voru þá þrír menn
og spurðu þeir mig, hver ætti
bílinn, sem stæði hér úti. Ég
sagði, að sonur minn ætti hann.
Þeir spurðu, hvort hann mundi
vilja aka með þá niður eftir,
því það væri komið stríð í land-
inu. Stríð í landinu? Hvað segið
þið? Já, skipin eru komin til
Dröbak, sögðu þeir. Kl. 5 um
morguninn hófst stríðið. Björn,
sonur minn, kom heim kl. 8y2.
Ég kem að kveðja þig, mamma,
ég er að fara í stríðið, sagði
hann. Allir þessir óvæntu at-