Heima er bezt - 01.06.1951, Side 6

Heima er bezt - 01.06.1951, Side 6
102 Heima er bezt Nr. 4 þessa manns bar þar að, en hún var líka að sækja sér mjólk, þ. e. a. s. undanrennu, aðra mjólk fengu Norðmenn ekki. Jónína bað hana um að tala við sig einslega: „Ég á að bera þér kveðju mannsins þíns,“ sagði Jónína. Konan brast í grát af gleði:> „Svo hann er þá lifandi! — Guði sé lof! — Hvar er hann?“ „Það get ég ekki sagt þér. Ég veit ekkert hvar hann er. Spurðu mig ekki að því. En honum líður vel og ég á að sækja tóbakið hans. Nú verður þú að herða þig upp og láta eins og ekkert hafi ískorist. Tóbakið liggur uppi á fataskápnum ykkar. Það verður þú að sækja, en hans vegna og mín vegna og okkar allra vegna, þá gættu þess, að Þjóðverjar sjái ekki til þín, þegar þú tekur það. Svo læturðu tóbakið í körfuna þína, leggur dúk yfir og þar ofan á leggurðu mjólkurflöskuna. Ég bið þín hér.“ Þetta gekk allt sam- kvæmt áætlun og maðurinn fékk tóbakið. Ég sagði frá þessu smáatviki, til þess að gefa ykk- ur hugmynd um, hve frú Sæborg er djörf og skjótráð. — Þeir flóttamenn, sem leituðu athvarfs hjá þeim Sæborg-hjónunum, sögðu aldrei til nafns síns eða heimilis, og aldrei spurðu þeir um það, hverjir væru þarna hús- um ráðandi. Þetta voru lög hjá hinu leynilega herliði þjóðar- innar, og bezt þótti, að enginn vissi um hið rétta nafn starfs- bróður síns. Þessi varnagli var sleginn við því, að hugsast gat, að einhver þessara manna eða kvenna kæmist í hendur Þjóð- verja og yrði píndur til sagna. Það hafði komið fyrir, að fólk hafði verið tekið og þrátt fyrir hinar geigvænlegustu pyndingar ekki gefið upp nein nöfn sam- starfsmanna sinna, en er þess- um pyndingum hélt áfram, sljóvgaðist þetta fólk og sagði loks nöfnin í hálfgerðu óviti og án þess að gera sér grein fyrir því. Af þessum ástæðum var það, að Jónína sagði konunni ekki, hvar maður hennar væri niður kominn, er hún spurði. Einu sinni var Jónína að koma úr brúðkaupsveizlu ásamt mörg- um Norðmönnum. Þetta var únd- ir morgun og þeir voru allir orðnir mjög drukknir. Þarna inni í vagninum sungu þeir all- ir fullum hálsi og svo taka þeir upp á því að syngja rússneska söngva. í vagninum var einn Þjóðverji. Jónína sagðist hafa verið sem á nálum og þóttist þess fullviss, að nú yrðu þau öll tekin, næst þegar vagninn næmi staðar. En Þjóðverjinn tók und- ir með Norðmönnunum, þegar þeir hófu hina rússnesku söngva. Þá sagði Jónína, að sér hafi létt. Hún tók þá fram flösku og skenkti öllum vín, líka Þjóðverj- anum, sem tók því þakksamlega, og sagði Jónína, að þetta hafi verið í eina skiptið, sem hún hafi gert nokkuð fyrir þýzkan mann, meðan á stríðinu stóð. Þannig gátu Þjóðverjar oft verið vég- lyndir, ef þeir voru öruggir um sig og yfirmenn þeirra voru hvergi nærri. Þegar þess er gætt, að þýzkur liðsforingi bjó í sömu götu og Jónína Sæborg og í húsi skammt frá henni, er það enn furðulegra, hve djörf hún var. Þessi liðsfor- ingi bjó þarna með norskri unn- ustu sinni og átti hún með hon- um eitt barn og var þunguð öðru sinni af hans völdum, er stríð- inu lauk, en þá fyrirfór hún sér. — Ástir þeirra þýzku hermann- anna og ýmsra norskra kvenna höfðu oft hinar hryggilegustu afleiðingar í för með sér. Það var t. d. ein 16 ára stúlka í Osló, sem átti vingott við þýzkan her- mann. Faðir hennar komst að þessu og þegar hún kom heim eitt kvöldið, tók hann hana í reiði sinni og hýddi hana að öðr- um ásjáandi. Stúlkan varð svo sárreið yfir þessari smán, að hún kærði föður sinn fyrir Þjóðverj- um, en það varð til þess, að hann var settur í þýzka fangabúð og var honum haldið þar í 3 ár. Norðmenn áttu um sárt að binda á þessum árum og kjör þeirra voru þröng, þrengri en við í fljótu bragði munum gera okk- ur í hugarlund. Allar ullar- ábreiður voru teknar frá þeim, öll tjöld og bakpokar og fjöldi fólks var illa klæddur og varð að ganga berfættur, þó að vetrar- lagi væri, eða vefja einhverjum fatadruslum um fætur sér. Eins og ég gat um áður prjónaði frú Jónína Sæborg sokka á munað- arlausu börnin og skaut þeim til þeirra leynilega, en sjálf varð hún að ganga berfætt og ber hún þess ennþá sárar minjar á fót- unum. Útvarpstæki voru tekin frá fólki, svo að það skyldi fara á mis við fréttir, en Björn, son- ur Jónínu, sem vann á vélaverk- stæði, bjó til lítið tæki, sem þó var hægt að ná fréttum með frá Englandi, og var það til örygg- is geymt inni í fiskibolludós. Dós- in var síðan lokuð inni í matar- skáp, til að dreifa öllum grun. Utan á dósinni stóð: Fiskibollur. Björn bjó einnig til hljóðdeyfr ara, sem settir voru á byssur og heyrðist hljóðið þá mjög dauft, þegar skotið var af þeim. Með þessum byssum skutu Norðmenn á hjólagúmmíið á þýzkum bif- reiðum, þegar þeir þurftu að ræna löndum sínum þaðan. En um það gat ég áður. Það var ekki fátítt að heyra skot og sprengingar í Osló um þessar mundir. í eitt skipti, er skip sprakk í loft upp, sprungu allar rúður í mörgum götum. Gler var eitt af því, sem ekki fékkst, eða af mjög skornum skammti, og var neglt fyrir með fjölum, en lítil rúða höfð í miðj- um glugga. Fjalir voru víða fyr- ir, löngu eftir ófriðarlok. Á her- námsárunum voru daprir dagar og dimmar nætur í Osló, því frelsi manna var misþyrmt á allan hátt og ljós máttu hvergi sjást að næturlagi. En harka og mótspyrna Norðmanna jókst við hverja eldraun, sem þeir urðu að ganga í gegn um og hvert skarð, sem höggið var í þeirra fylkingararm. Jakob, bróðir Even, manns Jónínu, var einn þeirra manna, sem vissi hin réttu orð og réttu ráð á hinum mikilvægu augna- blikum. Hann var bifreiðarstjóri og hafði flutninga með höndum. Það var mikill fengur fyrir Norðmenn að hafa þeim manni á að skipa, manni, sem aldrei tapaði jafnvægi á hættunar stund og aldrei hræddist eða lét sér bregða, hvað sem að höndum bar. Jakob hafði það starf með höndum að flytja norska flöttamenn og þá sem sloppið höfðu út úr fangabúð- um, yfir til Svíþjóðar. í einni af þessum ferðum var Björn, sonur Jónínu, með föðurbróðurr sínum

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.