Heima er bezt - 01.06.1951, Side 7
Nr. 4
Heima er bezt
103
sem oftar. Þegar þeir voru bún-
ir að aka lengi, voru þeir stöðv-
aðir af þýzkum bíl. Þeir skutu þá
tvo Þjóðverja, sem voru í bíln-
um. Síðan færðu þeir þá úr föt-
unum og köstuðu skrokkunum í
fljót, sem rann þar. Þeir fóru
síðan sjálfir í föt þeirra, settu
sinn farangur á þýzku bifreið-
ina og óku í þeirri bifreið til Sví-
þjóðar. Skjöl Þjóðverjanna not-
uðu þeir á leiðinni, ef á þurfti
að halda. Á heimleiðinni skiptu
þeir aftur um bíl og settu föt
Þjóðverjanna á fljótsbakkann.
Nokkrum dögum síðar kom það
í blöðunum, að tveir Þjóðverjar
hefðu drukknað í baði á þessum
stað. — í annað skipti var það,
að Jakob flutti píanókassa frá
húsi þeirra Sæborg-hjónanna út
fyrir Osló. Ólíklegt er, að Þjóð-
verjar hefðu viðurkennt hljóð-
færið sem fyrsta flokks, ef þeir
hefðu litið inn í kassann. Inni í
kassanum var Gyðingur, sem
var á flótta til Svíþjóðar. — Ég
vil nefna enn eitt dæmi þess,
hve Jakob þessi var djarfur
maður og úrræðagóður. Norð-
maður einn hafði verið tekinn til
fanga af Þjóðverjum og var í
ströngu varðhaldi. Hann var
vinur þeirra Jakobs og Björns.
Þjóðverjar köstuðu eign sinni á
íbúð þessa manns og öll húsgögn
hans. Þegar Þjóðverjar voru
búnir að læsa íbúðinni ramm-
byggilega og farnir þaðan, tóku
þeir Jakob og Björn sig til og
brutu upp dyrnar. Húsgögnun-
um rótuðu þeir út á bifreið Jak-
obs. Þegar þeir voru að ljúka
þessum starfa, sáu þeir, hvar
þýzkir lögregluþjónar komu.
Þeir flýttu sér burt gegn um
hliðið, en sáu, að Þjóðverjum
mundi hafa tekist að ná núm-
erinu af bílnum. Húsgögn þessi
voru öll flutt til Jónínu Sæborg
og voru þau geymd þar til
stríðsloka. Skömmu síðar þenn-
an sama dag var Jakob kallaður
inn á þýzku lögreglustöðina.
Hann var þar spurður að því,
hvort það númer, sem þeir
nefndu, væri á hans bifreið og
kvað hann já við því. Því næst
var hann spurður, hvort það hafi
verið hann, sem flutt hafi burtu
húsgögnin, og kvað hann svo
verið hafa. „Hvaða heimild
höfðuð þér til þess?“ „Eins og
þið vitið ef til vill, þá eru flutn-
ingar minn starfi, bæði að flytja
húsgögn og annað. Ég var beð-
inn um að flytja þessi húsgögn
burtu og gjörði það.“ Ég vil taka
það fram, að út fyrir landa-
mæralínu Oslóborgar höfðu
Þjóðverjar bannað að íbúar
borgarinnar færu, án þeirra
leyfis. „Og hvert fóruð þér með
húsgögnin?“ spurðu Þjóðverjar.
„Ég fór með þau að landamær-
um Oslóar. Mér var sagt að aka
áfram, en ég þverneitaði því. Ég
hafði ekki leyfi til að fara
lengra.“ „Hvað varð svo um hús-
gögnin?“ „Þeim var rótað á ann-
an bíl, sem svo var ekið burtu,
ég veit ekki hvert, en ég sneri
við.“ „Sáuð þér hvaða númer var
á hinum bílnum?“ „Já, ég sá
það,“ og Jakob fór í vasa sinn og
dró upp blað, sem númer var
skrifað á, og fékk þeim. „Hér
hafið þið númerið!“ „Já, við
verðum tafarlaust að hafa uppi
á þessum bíl,“ sögðu þeir. „Vilj-
ið þér gera okkur þann greiða
að verða með í leitinni?“ „Já,
það er alveg sjálfsagt,“ sagði
Jakob. Svo var leitað allan dag-
inn og fram á nótt á öllum hugs-
anlegum stöðum og vegum um-
hverfis Osló og einnig inni í
borginni. En þessi bifreið fannst
hvergi. Ég þykist vita, að ég
þurfi ekki að taka það fram, af
hvaða ástæðum bifreiðin ekki
fannst. — Bifreið með þessu
aúmeri var sem sé hvergi til.
Björn, sonur Jónínu, komst í
nörg æfintýri, og skall hurð oft
nærri hælum. Hið leynilega her-
lið Noregs gaf út vélritað blað
öðru hvoru. Einu sinni, þegar
Björn var að koma upplaginu út
úr vélritunarstofunni, sá hann
að nú var í óvænt efni komið
fyrir sér, þvi Þjóðverjar nálguð-
ust. Hann brenndi því öllu upp-
laginu þegar í stað. Þegar síð-
ustu glamparnir flöktuðu um
öskuhrúguna, komu Þjóðverjar
inn. Þeir leituðu á Birni, en
fundu ekki neitt. Dauðarefsing
hefði legið við, ef þetta hefði
komist upp. Þegar Björn kom
heim til móður sinnar og hún
spurði frétta, var hann vanur að
segja: „Ég slapp í þetta skipti.“
Þó fóru svo leikar, að Björn
varð að flýja borgina og gerði
hann sér neðanjarðarfylgsni úti
í skógi. Jónína, móðir hans, fór
daglega til hans á reiðhjóli og
færði honum mat.
Even Sæborg, maður Jónínu,
var ekki heldur aðgerðalaus um
þessar mundir. Einu sinni voru
t. d. 7 Norðmenn búnir að vera
9 daga í húsi þeirra hjónanna.
Þeir flýðu yfir til Svíþjóðar og
fóru gangandi alla leið. Even
Sæborg fór á reiðhjóli á und-
an þeim fram hjá öllum bæki-
stöðvum Þjóðverja og gaf þeim
merki.
í norðvestur af Höyenhall er
sléttlendi. Þar standa nú verka-
mannabústaðir Oslóborgar, virðu
legar byggingar. Á stríðsárunum
stóðu þarna fangabúðir, sem
Rússar voru geymdir í. Frá húsi
þeirra Sæborg-hjónanna er gott
útsýni yfir sléttu þessa, og var
mér sagt, að margt ófagurt heföi
mátt sjá i sjónauka þar niðri á
láglendinu þessi árin. Rússnesk-
ir fangar voru t. d. oft látnir
ganga með þungar byrðar á
bakinu í fjölda marga hringi,
unz þeir gáfust upp, og voru þá
hvað eftir annað barðir á fætur
aftur. Einu sinni sá dóttir Jón-
ínu, að Þjóðverjar létu 3 Rússa
grafa gryfju. Hún staldraði við,
til að vita, hvað til stæði. Einn
þessara þriggja var skotinn og
dysjaður þar. Hann átti að grafa
sína eigin gröf meö tveim vin-
um sínum. Einu sinni var það,
að þessi dóttir Jónínu gaf nokkr-
um skinhoruðum og þreytuleg-
um rússneskum föngum fiski-
bollur — um kjöt var ekki að
ræða, það fengu Norðmenn ekki
að borða í þann tíð. Þetta hefur
sennilega verið í hugsunarleysi
gert af henni og af því að hún
hefur kennt í brjósti um menn-
ina. En þetta hefði orðið henni
dýrt og frekar líklegt að fanga-
búðavist hefði beðið hennar, ef
einn norskur vinur hennar
hefði ekki gerst málsvari henn-
ar. Hann þekkti háttstandandi
Þjóðverja og þeir báðir héldu því
fram, konunni til afsökunar, að
hún hafi gefið föngunum boll-
urnar vegna þess, að þær hafi
verið óætar. Af þeim ástæðum
slapp hún.
Jónína sagði mér, að friðar-
dagurinn 8. maí 1945 væri einn
hinn allra ógleymanlegasti dag-
ur í sínu lífi. Þetta var indæll