Heima er bezt - 01.06.1951, Page 8
104
HeIM'A ER BE'ZT
Nr. 4
Við sumarmál 1951
Eftir Böðvar Magnússon, Laugarvatni
NÚ ERU sumarmálin komin
einu sinni enn. Þó bólar ekki
neitt á virkilegu sumri ennþá.
Þessi vetur hefur verið óvana-
iega erfiður mörgum. Ekki ein-
ungis þeim, sem illa voru undir
hann búnir eftir hið erfiða sum-
ar í fyrra, eins og allir, eða flest-
ir, Austfirðingar og nyrzti hluti
Norðurlands, heldur og víða hér
á Suðurlandi, þar sem dálítið er
eftir af sauðfé.
Þótt tíðarfarið hér á Suður-
landi hafi sjálfsagt verið all-
miklu betra en á Norður- og
Austurlandi, var það alls ekki
gott. En vothey og all víða súg-
þurrkun, og svo hinar almennu
yfirbreiðslur, sem nú eru taldar
eins nauðsynlegar við heyskap-
inn og orfin, hrífurnar og reip-
in þóttu sjálfsögð áður, gerðu
það að verkum, að hey urðu hér
víðast sæmileg. Ég held, að
Sunnlendingar séu með þessum
aðferðum að sigrast á hinu
hræðilega árferði — hinum ó-
skaplegu sunnlenzku rigning-
um, og þar af leiðandi óhollu og
ónýtu heyjum, sem ómögulegt
var að fóðra fénað með, ekki
sízt í langri innistöðu, nema
með aðkeyptum fóðurbæti, sem
lengi vel þekktist ekki. Líka hef-
ur það haft sín áhrif, að margir
hér um slóðir hafa stækkað svo
tún sín, að nærri allur heyskap-
ur er heyjaður á túnum, og eru
það sannarlega mikil og góð um-
skipti. Þó er svo komið, að marg-
ir bændur eru nú á sumarmál-
um búnir að gefa ánni 300 pund
eða 150 kg. af töðu eða töðugæfu
heyi og fóðurbæti. Er þetta með
almestu gjöf, sem hér heíur
þekkst, og þó sér ekki út yfir það,
hvað gefa þarf enn, því enn er
hér frost mikið og snjór, svo
engin skepna stendur á högum.
Klaki í jörðu er hér 1 meter. Nú
er sá góði siður að færast i vöxt
hér alstaðar, að allar skepnur
eru í haustholdum og sumsstað-
ar meira, og eru það þær lang-
mestu framfarir af öllum
framförum til sveita, ef sá siður
helzt, sem nú virðist vera að
fara hér hraðfara í vöxt, að
fóðra svo hverja skepnu, að
hún geri fullt gagn og hordauði
vordagur, heiður og hlýr. Kl. 12
heyrði hún sagt frá því í útvarp-
inu, að nú væri nokkurn veginn
víst um það, að friður væri að
komast á. Kl. 3 var friðurinn
boðaður. Jónína sagði mér, að
sér hafi aldrei fundist neinar
klukkustundir jafn lengi að líða
eins og þessar 3 stundir, milli 12
og 3, fullar af óvissu og ákafri
þrá. Undanfarnar vikur hafði
þjóðin búist við því, að til inn-
rásar. mundi draga í Noregi og
var þess beðið af flestum með
óttablandinni eftirvæntingu.
Fjöldi fólks hafði lært að binda
um sár, þar á meðal Jónína, því
búist var við miklum blóðsút-
hellingum. Jónína hafði 10 hús,
þar sem hún átti að hjálpa, ef
þörf gerðist. En svo rann þessi
bjarti vordagur upp, ómandi af
fuglasöng og þrunginn af ilm
hins unga vors og boðaði frið og
að allar blóðsúthellingar og of-
beldisverk styrjaldarinnar væru
á enda.
Af þeim ástæðum, sem ég áður
hef greint, fóru flestir Norð-
menn á mis við útvarpsfréttir.
Og þegar Jónína kom út á göt-
una og sagði tíðindin, voru það
margir, sem ekki vildu trúa
henni. Jafnvel eftir að fánarnir
voru dregnir að hún kl. 4—5 síð-
degis, voru margir, sem spurðu
um það, hvað væri að gerast.
En skjótlega barst gleðifregnin
um alla borgina. Dýflissur naz-
istanna voru opnaðar og fagn-
aðarfundirnir voru víða miklir
þetta kvöld. Nú voru það Norð-
mennirnir, sem stóðu vörðinn
um herbúðir Þjóðverja, til þess
að engin hermdarverk yrðu
unnin á þeim, en þeir drógu sig
inn í herbúðirnar. Og við getum
gert okkur það í hugarlund,
hvernig þýzku hermönnunum
muni hafa verið innanbrjósts
það kvöld, er þeir hafa hugsað
til heimkomunnar í föðurlandi
sínu, þar sem þjóð þeirra lá í
valnum, blóðidrifin, undir rúst-
um sinna eigin borga, eftir allt
það, sem hún hafði orðið að þola
öll hin mörgu stríðsár og allar
þær fórnir, sem hún hafði orðið
að færa. Og þótt friðurinn vekti
gleði um allan heim, jafnvel
meðal þeirra, sem voru sigraðir,
bar þó skugga á þá gleði í hug
um flestra hugsandi manna,
jafnvel þeirra, sem sigruðu. Það
var, því miður, ekki aðeins her-
veldisstefna Hitlers, sem var
brotin á bak aftur og hinn stór-
þýzki andi, sem hafði fengið
sinn dóm. Það var land hinna
ódauðlegu meistara í tónlist,
skáldskap og fögrum listum, land
nútíma tækni og hámenningar,
sem lá í rústum, af því hin þýzka
þjóð hafði látið blekkjast af
brjálæðiskenndum stórveldis-
draumum sinna æðstu manna.
Það var vagga germanskrar
menningar, sem var rúin, vaxt-
arbroddi mannkynsins, sem var
hnekkt.
Jónína Sæborg hafði staðið
sig eins og hetja meðan á stríð-
inu stóð, en hún hafði gengið
fram af sér, ofreynt taugakerfi
sitt. Nú komu afleiðingarnar í
ljós, þegar baráttunni loks var
lokið. Hún tók þá það til bragðs
að heimsækja hina kæru fpstur-
jörð sína, ísland, og náði hún
aftur fullri heilsu og andlegu
jafnvægi.
Einar M. Jónsson.