Heima er bezt - 01.06.1951, Blaðsíða 24
120
HEIM'A ER BEZ'T
Nr. 4
á Krím, urðu þeir sífellt hug-
fangnari af því, sem þeim barst
til eyrna! Ef til vill hafa þeir
fyrst í stað látið orðróminn sem
vind um eyru þjóta og efast um
sennileik þeirra fullyrðinga, að
austrið byggi yfir öðrum eins
fjársjóðum og sagt var. En full-
yrðingarnar komu úr svo mörg-
um stöðum og svo oft, að ekki
var til lengdar hægt að komast
hjá því að hugleiða þær í al-
vöru.
Dag nokkurn ákveða svo
bræður þessir að takast á hend-
ur verzlunarferð lengra austur
á bóginn en nokkru sinni fyrr.
Þeir leggja upp frá Konstan-
tínópel, sigla þaðan árið 1260
með fullfermi af dýrmætum
varningi til Sudak á Krím, þar
sem þeir síðan selja varning
sinn hinum volduga fursta
Barka-Khan fyrir gott verð.
En þegar þeir ætla að leggja
af stað aftur til Konstantínó-
pel, hefur brotizt út styrjöld
milli furstans og Persa. Heim-
ferðaráætlunin verður tvísýn,
og þeir ákveða því að halda
ferðinni áfram enn austar. Þeir
leggja land undir fót um Kirgis-
steppuna norðanvert við Kasp-
iska-hafið, komast yfir Ural-
fljót, unz þeir hafna í bænum
Bokhara. Hann var austan við
fljótið Amu-darja. í Bokhara
halda þessir tveir Feneyjakaup-
menn svo kyrru fyrir í hvorki
meira né minna en þrjú ár. Þeir
nema til fullnustu mál tatar-
anna og komast í náið samband
við lifnaðarhætti þeirra og
menningu.
Svo kom atvik fyrir einn góð-
an veðurdag, — atvik, sem átti
eftir að hafa gildi fyrir land-
fræðilega þekkingu.
Til Bokhara kemur mongólsk-
ur aðalsmaður, sem er á leiö til
Kublai-Khan í Kína. Kaup-
mennirnir tveir fá tækifæri til
að ræða við hann.
— Mér finnst þið ættuð að
slást í för með mér til stór-
khansins, segir sendimaðurinn.
Ég fullvissa ykkur um það, að
húsbóndi minn mun taka vel á
móti ykkur. Honum hefur lengi
leikið hugur á að sjá menn frá
landi yðar, sem geta sagt hon-
um frá lifnaðarháttum Vestur-
landabúa.
— En ferðalagið, allt þetta
langa ferðalag, segir Nicolo.
— Já, satt er það, að ferðalag-
ið er bæði langt og þreytandi,
anzar maðurinn. En hugsið ykk-
ur allt það dásamlega, sem þið
hinsvegar fáið að sjá og lifa.
Að lokum ákveða mennirnir
að slást í förina. Þeir búa sig
undir langferðina í skyndingu
og sameinast að því loknu ferða-
mannalest aðalsmannsins. För-
inni er síðan heitið inn í ókunn-
ug lönd um strjála vegi kaup-
mannalestanna. Daga og nætur
halda þeir áfram yfir endalausa
steppuna, sigrast á köldum og
straumþungum vatnsföllum
jafnt sem hæstu fjöllum, þar
sem aldrei leysir snjó.
Ferðalagið tók eitt ár, eitt ár
sífelldrar hættu, erfiðis, þolin-
mæði og viljaþreks til að gef-
ast ekki upp, en halda áfram.
Og áfram komust þeir, unz þeir
höfnuðu loks í bústað stór-
khansins, Kambaluk, þar sem
nú er Peking. Keisarinn tók
mönnunum báðum með miklum
fögnuði og efndi til hátíðahalda
í heiðursskyni við þá. Aldrei
þreyttist hann á því að spyrja
þá um heimkynni þeirra, um
rómverska keisarann, trúar-
brögð þeirra og siðmenningu
Vesturlanda. Af dægurlöngum
viðræðum við þennan merki-
lega mann gafst þeim tækifæri
til að kynnast náið hinum vold-
uga drottni, er réð yfir milljón-
um og aftur milljónum manna.
Upphaflega var svo ráð fyrir
gert, að heimsóknin stæði að-
eins yfir mjög stuttan tíma, en
atvikin höguðu því svo til, að
hún tók mörg ár. Dag nokkurn
gerði keisarinn svo boð fyrir
bræðurna og mælti:
— Fyrir alllöngu kom mér
fyrst til hugar að gera út sendi-
mann á fund páfa. Mér þætti
æskilegt, að þið tveir tækjuð að
ykkur að verða fulltrúar mínir
og erindrekar. Biðjið hann um
að láta oss í té hundrað mennta-
menn, sem geti veitt kínversku
þj óðinni undirstöðumenntun í
vísindum og kristinni trú. Fari
svo, að hægt verði að sanna, að
trúarbrögð yðar standi framar
trúarbrögðum vorum, skal ég og
þjóð mín öll kasta hinni gömlu
trú og verða kristnir.
Feneyjabúarnir köstuðu sér
fyrir fætur keisarans og hétu
því með gleði að takast ferðina
á hendur sem fulltrúar hans.
Heimferðin tók þrjú löng ár,
unz þeir lögðu af stað í síðasta
áfangann frá einni af höfnun-
um á strönd Litlu-Asíu til ít-
alíu. Eftir fimmtán ára sam-
felldra fjarveru stigu þeir á
land í Feneyjum — til þess jafn-
framt öðru að heyra tvær sorg-
arfréttir. Önnur var sú, að páf-
inn, Clemens IV., væri látinn.
Hin snerti einkalíf þeirra. Sama
árið og þeir höfðu lagt af stað
í hina löngu ferð frá Feneyjum,
hafði kona Nicolos Polo látizt,
eftir að hafa fætt honum son,
er nefndur var Marco. Hann var
fimmtán vetra, þegar hér var
komið sögu.
Það var í senn glæsilegt og
spennandi ævintýri fyrir Marco
Polo hinn yngri að hlýða á frá-
sagnir föður síns og föðurbróð-
ur af keisaranum í Kína og
hinni fjarlægu töfraveröld þar
austurfrá. Og ennþá æsilegra
varð þetta allt, þegar hann fékk
loforð föður síns fyrir því að fá
að verða með í förinni aftur til
keisarans kínverska. Hinn ný-
vígði páfi vildi þó ekki láta af
hendi hundrað menn og senda
þá til Kína. Hinsvegar sendi
hann tvo betlimunka, sem sneru
við til Ítalíu aftur strax er
fyrstu erfiðleika ferðalagsins
bar að höndum.
IL
Árið 1275 komu þremenning-
arnir á fund Kublai keisara eft-
ir að hafa verið þrjú og hálft ár
á óslitnu ferðalagi, um Armen-
íu, framhjá hinni fornu Ninive
til Bagdad, um Persíu til Kasch-
gar, þaðan til Lop og Satschou,
unz komið var til sumarbústaðar
keisarans í Kai-peng-fu í Kína.
Þó höfðu þeir tafizt um heilt ár,
sökum lasleika Marcos, og með-
al annars sigrazt á þrjátíu daga
baráttu við hina villugjörnu og
hættulegu Gobi-eyðimörk.
En nú voru þeir loksins komn-
ir, og keisarinn fagnar þeim með
innileik og vinsemd. Þeir af-
henda honum svarbréf páfa, er
þeir hafa meðferðis, auk gjafa,
sem þeir gefa úr eigin vasa.
— Og hver er ungi maðurinn,