Heima er bezt - 01.06.1951, Page 28

Heima er bezt - 01.06.1951, Page 28
124 Heim'a er bezt Nr. 4 Hvers vegna skyldi ég ekki sofa úr mér þreytuna á meðan á sjóferðinni stæði? Ég hafði, samkvæmt venjulegum heil- brigðismælikvarða, misst heillar viku svefn, og nú gafst tækifæri til að vinna hann upp. Ég ákvað að skreiðast upp í kojuna og halda mig þar þangað til við kæmum til Mersey. Ég lagðist því fyrir, naut þess að halla höfðinu á koddann, og var óð- ara fallinn í fastan, væran svefn. Ég vaknaði með andfælum. Einhver barði að dyrum. Rödd heyrðist kalla: „Ætlarðu ekki að fara fram úr?“ Hvað er ég nú búinn að sofa lengi? hugsaði ég . . . . Fjóra daga, líklega, jafnvel fimm . . . Ég þóttist viss um, að það væri geysilangur tími. „Ætlarðu ekki að skreiðast fram úr?“ endurtók sá, sem hrópaði úti fyrir. „Það er búið að kalla tvisvar í mat.“ „Hvað er klukkan?“ spurði ég. „Að verða níu.“ „Hvaða kvöld er?“ Það varð þögn, líkt og mann- inum hefði verið gefið utan undir. Síðan: „Náttúrlega kvöldið, sem við lögðum af stað, maður.“ Ég hafði þá ekki sofið nema tæpa. klukkustund. Mér fannst hins vegar, að gengið væri á rétti minum. Ég þaut upp og opnaði dyrnar. Þjónninn hvessti á mig augu tortryggni og óþol- inmæði, steig síðan inn fyrir með tvær ferðatöskur í hönd- unum. Annar maður fylgdi hon- um eftir, stórskorinn, herða- breiður maður, en eigi að síður grannur og náfölur í andliti. Hann virtist aðframkominn af einhverjum sjúkdómi, og ekki var annað að sjá en hann þyrfti á öllu að taka til þess að kom- ast úr sporunum, er hann hall- aði sér upp í kojuna mína og lá þar stynjandi. Augu hans, æðis- leg, óeðlilega stór og skær sök- um hitans, störðu á mig með vott af góðsemi. „Þessi maður er kominn hing- að til þess að búa með þér í klef- anum,“ mælti þjónninn. Mig langaði til að mótmæla þessu, en vildi ekki særa tilfinn- ingar sjúka mannsins. Ég taut- aði eitthvað um það, að ég hefði helzt viljað vera einn, því ég þóttist vita, að fjöldinn allur af tómum klefum væri fyrir hendi. Þjónninn leit á mig stjörfum augum og svaraði kæruleysis- lega: „Þú getur kvartað yfir þessu við farmiðasalann ef þú vilt, herra minn.“ Að svo mæltu lagði hann frá sér töskur komumannsins, gekk út og skellti dyrunum á eftir sér. Maðurinn í koju minni sagði: „Mér líkar ekki þessi — ná- ungi — sem bezt.“ „Ekki mér heldur,“ samsinnti ég. Við litum í augu hvors ann- ars og veiki maðurinn brosti. Hann var í útliti og klæðaburði eins og hver annar enskur dag- launamaður, með nýja lérefts- húfu á höfði og gljáfægða, þykksólaða skó á fótum. Hann leit út fyrir að vera um fimmt- ugt. Augsýnilega var hann tölu- vert veikur, og sjúkdómur hans var þeim mún greinilegri sem auðséð var, að hann hafði ráð- izt á hraustan líkama og tálgað hann upp. Hann brosti skyndilega. „Ég skal standa upp, kunn- ingi, og leggjast upp í mína eig- in koju — eftir andartak — strax og ég get náð andanum nokkurnveginn.“ „Liggðu kyrr þar sem þú ert,“ anzaði ég. „Ég skal liggja í efri koj unni.“ Hann brosti við mér aftur. „Áttu við, að þú ætlir þér ekki að flýja klefann?“ „Já, það hef ég ekki hugsað mér.“ „Gott. Ég fæ stundum vond köst -— og það er betra, að ein- hver sé hjá manni . . . Ég hef fengið sykursýki . . . Þeir höfðu mig fyrst í öðrum klefa, en mennirnir mótmæltu því, að ég væri þar, svo ég var fluttur hing- að . . . Það er gott að vera kom- inn í einhvern samastað.“ „Hvað er að segja um matinn? Hann er til reiðu.“ „Ég ætla ekki að fara upp í sal. Ég vil geta fengið hann hingað.“ Ég hringdi á þjóninn, og veiki maðurinn sagði honum að búa um sig og færa sér eitthvað að borða. Ég fór út úr klefanum til að leita uppi borðsalinn. Það voru fáir farþegar um borð. Ég settist í fyrsta auða sætið, er ég sá, en það var mill- um manns og konu, sem bæði virtust gift — þó ekki hvort öðru. Þau voru sælleg og virðu- leg í útliti, og andlit þeirra sem lokuð bók. Þjónninn kom með matseðilinn og ég pantaði kvöldverð. Þegar ég hafði svo gert, tók ég eftir því, að hinar virðulegu persónur til hægri við mig, og einnig hinar virðulegu persónur til vinstri, höfðu fært sig um set við hina saurgandi komu mína, þannig að næstu sætin við mig á báðar hendur voru auð. Kannske hafði þetta fólk ærna ástæðu. Ég hlýt að hafa verið anzi villimannlegur borðnautur, hvað útlit snerti, og augnaráð mitt ekki laust við að vera önugt. En af þessu öllu saman varð ég dálítið sár, því miður. Því ég hef jafnan tekið fram yfir aðra það óhreinlynda fólk, sem getur verið umburðar- lynt, þótt ekki sé nema á yfir- borðinu, við hina hispurslausu, sem ekki gera sér neitt far um að þóknast því eða sýna því kurteisi. Mér varð með viður- styggð hugsað til þeirra manna, er höfðu verið svo merkilega djarfir að þora að neita vesal- ings sjúklingnum um verustað 1 klefa með þeim. Stólnum við hlið mér var ýtt til. Og þegar ég leit við, orðlaus af undrun, sá ég hvar prest- klæddur maðUr var seztur í næsta sæti við mig. „Gott kvöld,“ sagði hann blíð- lega og sneri sér síðan að þjón- inum til að panta mat sinn. Ég hélt áfram að borða og var hinn önugasti. En þegar hann hafði lokið við að panta, sneri hann sér að mér aftur og hafði eitthvert orð á því, hvernig ferð- in gengi. Ég var stuttur í spuna, þegar ég svaraði. Hann hélt á- fram að tala, alúðlegur, eins og ekkert væri sjálfsagðara, og ekki leið á löngu þar til ég var einnig farinn að leysa frá skjóð- unni. Ég fékk vitneskju um það, að hann var rómversk-kaþólsk- ur prestur — faðir Cunningham að nafni — búsettur í Glasgow

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.