Heima er bezt - 01.06.1951, Page 29
Nr. 4
Heim’a er beizt
125
og á leið þangað úr trúboðsför
til Ameríku. Ég er viss um það
nú, að hann hlýtur að hafa veitt
því athygli, hversu samferðafólk
mitt sniðgekk mig við matborð-
ið, og setzt hjá mér til þess eins,
að mér fyndist ég ekki sjálfur
vera útlagi meðal f jöldans. Hann
leit út fyrir að geta hugsað
þannig; og það var ekki vottur
af kirkjulegri yfirborðsmennsku
í fari hans. Alla sjóferðina var
hann sá eini, sem taiaöi hlýlega
til mín, að undanskildum vesal-
ings manninum, sem var með
mér í klefanum.
.... Ekki svo að skilja, að hin-
ir farþegarnir hafi ekki ávarp-
að mig. — Þetta sama kvöld var
ég á gangi um þilfarið og horfði
upp í himininn, þegar hávaxinn
og hökulangur náungi með Mið-
vesturríkja-andlit og Miðvestur-
ríkj'a-rödd gengur að mér og
klappar á öxlina á mér.
„Hafðu mig afsakaðan, en ég
var að velta því fyrir mér, hvort
það gæti ekki verið, að þú værir
Tékki? Eftir útlitinu að dæma,
skilurðu . . . .“
„Hvaða máli skiptir það þig,
hvort ég er Tékki eða eitthvað
annað?“ spurði ég.
Hann setti upp móðgunarsvip
og virtist hissa.
„Sakar ekki, þótt maður
spyrji, eða er svo? Það er engin
ástæða til að láta eins og óður
hundur, þótt maður spyrji al-
gengrar spurningar!“
Ég var í slíku skapi, að ég
fann til næsta óviðráðanlegrar
löngunar til að berja hann. Ég
mótmælti harðlega þeirri stað-
hæfingu hans, að hann hefði
nokkurt leyfi til þess að spyrja
mig spurninga eins og þessarar,
ókunnugan mann. En varla hef-
ur hann grunað, hversu nærri
lá, að honum væri gefin vel úti
látin ráðning á sama andartaki.
Mér tókst sem sagt að stilla mig
um að snerta á honum. En þeg-
ar, ég gekk þegjandi burtu,
heyrði ég hann tauta: „Sem ég
er heill og lifandi! Ekki þarf nú
mikið til þess að sumir þjóti
upp . . . .“
Ég fór undir þiljur og inn í
klefann minn. Veiki maðurinn
hafði afklæðzt og lá nú fyrir.
Hann heilsaði mér með því að
kinka kolli vingjarnlega. Ég
hugsa, að hann hafi verið all-
mjög einmana og þótt vænt um
komu mína — enda þótt ég væri
auðsjáanlega ekki í góðu skapi.
Hann benti með höfðinu í átt-
ina að fiðlukassanum mínum,
sem hvolfdi þar uppi á vegg.
„Hvað ertu með þarna —
fiðlu?“
„Já.“
„Geturðu spilað?“
„Ég hef það að atvinnu.“
Hann leit á mig með ákefð, og
þó óstyrkur, eins og hann ótt-
aðist það, að hann væri að mæl-
ast til of mikils.
„Gerðu nú okkur eitthvaö til
skemmtunar, kunningi. Spilaðu
Þú munt minnast mín.“
Ég tók niður fiðluna.
„Ég geri ráð fyrir, að þú eigir
við Þegar einhver annar, er ekki
svo? Það byrjar þannig . . Og
ég spilaði upphafið fyrir hann.
Hann kinkaði kolli til samþykk-
is.
Meðan ég spilaði lá hann al-
gjörlega hreyfingarlaus með
augun lokuð. Þegar ég hafði lok-
ið því, kyssti hann á fingur sér
eins og maður, sem tekur við
eftirlætisréttinum sínum.
„Já, þetta er sannkölluð tón-
list! “ hrópaði hann. „Miklu
betra en óperurnar, er ekki svo?
Það er ekkert hljómsveitar-
glamur utan um þetta. Sjáðu til,
ég er nefnilega þeirrar skoðun-
ar, að þetta sé fallegasta lag,
sem nokkurn tíma hefur verið
búið til.“
Ég sagði honum ekki, að skoð-
un mín væri allt önnur hvað
lagið snerti — einkum með til-
liti til einleiks á fiðlu. Hann
hélt áfram að tala um stund, frá
sér numinn, þangað til ræðan
tók að þreyta hann. En þá lá
hann kyrr og orðlaus, og starði
upp í rúmbotninn fyrir ofan sig.
Augu hans glömpuðu. Á meðan
hann talaði, og eins þegar hann
tók sér málhvíld, drakk hann
vatn án afláts.
Ég spilaði áfram fyrir hann,
mjög lágt, og innan skamms var
hann fallinn í svefn. Ég sat lengi
og horfði á hann. Nú vissi ég
alla hans sögu. Nafn hans var
Arthúr, og eitthvað meira, sem
ég mundi ekki. Hann var stein-
smiður og hafði dvalizt í Banda-
ríkjunum um skeið við betri
kjör og uppgrip en hugsanlegt
var í Englandi. Þá hafði hann
tekið sjúkdóminn. Læknirinn
hafði sagt, að sjúkdómurinn
væri slæmur, en að öllum lík-
indum ekki gefið manninum í
skyn, hver endirinn hlyti að
verða. Rétt eins og ég, hafði
hann fengið skyndilega og óvið-
ráðanlega löngun til að fara
heim. Hann hafði sagt við sjálf-
an sig: „Einhvernveginn er það
svo, að manni líður aldrei sem
verst, þegar maður er heima.
Þér batnar, ef þú ferð heim.“
Hann saknaði þess eins, að hann
átti enga ættingja eða skyld-
menni til að hverfa til, nema
eina systur, sem var gift og bú-
sett einhversstaðar í Midland.
Veslings maðurinn! Hann virt-
ist ekki hafa hugmynd um
dauðann, sem var á næstu grös-
um . . . Ég hefði getað sagt hon-
um, að hann mætti gleðjast yfir
því að eiga enga ættingja.
Samúð mín með honum virt-
ist þoka drjúgum hluta af óá-
nægjunni úr mínum eigin huga.
Á þeim tímum andlegrar á-
reynslu, sem nýlega voru um
garð gengnir, hafði ég orðið sí-
fellt meira innhverfur og óá-
nægður. Ég hafði þess vegna
gott af því nú, að einhver annar
var í nánd við mig, sem ég gat
hugsað um. Ég þóttist vita, hvers
vegna þjónninn hafði sett hann
í klefann hjá mér. Ég var harla
kynlegur farþegi, sannarlega
óhæfur til þess að falla í geö
hinna virðulegu farþega skips-
ins og því ekki nema sjálfsagt
að láta mig snúast fyrir dauð-
veikan mann, ef hægt væri að
nota mig til þess. Það lá í aug-
um uppi, að ekki var hægt að
hafa hann einan í klefa, eins og
ástatt var fyrir honum; og skip-
verjum hefur þótt það bæði
heppilegt og viðeigandi, að tveir
vandræðagripir um borð fengju
að stytta hvor öðrum stundirn-
ar. Ég er reyndar hissa á því,
hvers vegna honum var ekki
komið fyrir í sérstökum sjúkra-
klefa skipsins. Ég hef grun um,
að þjónninn okkar hafi átt ein-
hverja sök á þvi, að svo var ekki
gert.
Ég gekk til hvílu og svaf lengi
og fast — sannkölluðum Þyrni-
rósu-svefni. Daginn eftir dvald-