Heima er bezt - 01.06.1951, Page 30

Heima er bezt - 01.06.1951, Page 30
126 Heim'a er bezt Nr. 4 ist ég inni í klefanum hjá Art- húr og vék ekki frá honum nema þegar ég þurfti að fara upp í matsalinn til að snæða með föður Cunningham. Reglusemi máltíða og svefns var þegar far- in að hafa góð áhrif á mig, auk áhyggjuleysisins. Þegar leið að kvöldi var mér runnin öll reiði. Ég gerði nokkuð, sem ég hafði ekki getað gert í margar vikur: Ég hló að fyndni. Kímnigáfa mín var aftur að komast í samt lag, og það, sem mest var virði: Það var vottur þess, að dóm- greind mín og rökrétt hugsun væru að lifna við. Þennan dag spilaði ég Þegar einhver annar fyrir Arthúr, þrisvar sinnum, honum til mik- illar ánægju. Til þess að bæta mér sjálfum upp, spilaði ég auk þess feiknin öll af öðrum verk- um. Arthur, sem vanizt hafði seigdrepandi einveru, hjarnaði allur við, leið auðsjáanlega bet- ur en áður og talaði í gamni um „einka-hljómleika" okkar. Hann talaði eins og þeir væru honum meira gleðiefni en nokkuð ann- að gæti verið. Daginn eftir var ég fyrir áfalli. Ég vaknaði af löngum svefni, fór fram úr og sá hvar Arthúr sat á rúmbríkinni og reyndi að koma sér í buxur. Hann veifaði til mín glaðlega. „Ég er að fara á fætur,“ sagði hann. „Mér líður betur í dag en mér hefur liðið í margar vikur.“ Orðalaust hjálpaði ég honum að komast í fötin. „Það er skammarlegt að láta halda sér svona innilokuðum hér niðri allan tímann,“ sagði hann. „Mér skánar helmingi fyrr, ef ég fæ tækifæri til að anda að mér“*sjávarloftinu.“ Við gengum rólega gegnum stigana og upp á þilfar. Hann andaði að sér loftinu í drjúgum teygum, en fékk brátt hósta. Eftir það var hann þögull um stund og virtist njóta sólarinn- ar og hafblámans. „Þetta er stórfenglegt,“ mælti hann. „Mér finnst ég vera stæltur og hertur eins og fiðlan þín niðri. Veiztu, hvað ég ætla að gera? Ég ætla að setjast inn í reyksal og fá mér einn léttan. Það er hlutur, sem mig hefur langað til, frá því ég lagði af stað í þessa ferð. Vínið er betra hér um borð heldur en það, sem maður fær í Bandaríkjunum." Hann var eins og skólapiltur, sem hefur tekið sér frí í leyfis- leysi. Augu hans ljómuðu, er hann hugsaði til þess, hversu andvaralaus hann leyfði sér að vera. Ég gat hinsvegar ekki ann- að séð en hann hefði fengið enn þá hærri hita en áður. Hann gekk aftur og fram um reyksalinn. Að vísu var hann svo máttfarinn, að hann reikaði fremur en gekk, en það virtist ekkert á hann fá. Hann settist að lokum við borð og pantaði tvö glös af léttu víni. f fyrstu tók hann gúlsopa, en lauk síðan úi glasinu með smærri sopum á skammri stund. Ég hélt, að þetta væri ívið sterkt fyrir hann. En hann fullyrti, að sér liði miklu betur eftir en áður. „Þetta er hátíðisdagur," sagði hann. „Nú ætla ég að fá mér vindil.“ Hann kallaði á þjóninn og bað um tvo vindla af beztu tegund. Svo kinkaði hann kolli til mín brosandi: „Komdu annars. Við skulum reykja þá úti á þilfarinu.“ -------------------- ---------■—•-----------^ IÐJU-amboð tímanlega Kven- og karlhrífur úr bezta brenni og rauðfuru með alumíntindum og Iðju-kló úr ryðfríu stáli. Kven- og karlhrífur með alumín- haus og rauðfuruskapti, og með alumíntindum og Iðju-kló úr alumíni. Orf úr alumíni með færanlegum hælum. v______________________________i r Hvar er bezt....? VÖNDUÐ VINNA MÆLIR MEÐ 5ÉR SJÁLF ”us BDKBAND PRENTSMIÐJAN ddddai H.F. SÍMAR 3 7 2 □ & 394Q V. y

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.