Heima er bezt - 01.06.1951, Blaðsíða 31
HEIM'A ER BE'ZT
127
Tröllatrúin er ævagömul og líklega eitt hið elzta í þjóðtrú okk-
ar, skáldlegasta, skemmtilegasta og sennilega sá þáttur þjóðtrú-
arinnar, sem við fyrst glötuðum trúnni á. Myndin hér að ofan er
úr Bláhvammi við norðurenda Bláfjalls. Þar bjó í fyrndinni Kráka
iröllskessa, meinvættur hin versta, er stal bæði fé og mönnum.
Hún bjó í helli uppi í berginu og var þangað ókleift hverjum
manni. Vottar þar enn fyrir tveim hellisskútum. Er erfitt að kom-
ast þangað, en þó fært.
Nr. 4
Við fórum út úr reyksalnum
og gengum um þilfarið. Arthur,
sem virtist mjög félagslyndur
maður, ávarpaði annan hvern
mann, sem á vegi hans varð.
Flestir tóku dræmt í kveðjur
hans (kannske vegna þess, í
hvaða félagsskap hann var!) og
hröðuðu sér burtu. Ekki virtist
hann taka neitt sérstaklega eft-
ir þessari ógeðfelldu framkomu.
Vesalings Arthur! Hann hóstaði
ákaft af vindlinum og reikaði
þar sem hann gekk. Hann var
svo valtur á fótum og ósjálf-
bjarga, að ég óttaðist jafnvel,
að snörp vindhviða eða halli á
skipinu gæti þeytt honum út-
byrðis. Áður en vindillinn var
reyktur til hálfs, varð Arthur að
kasta honum fyrir borð.
Við settumst, og Arthur tók
að anda djúpt, með gleðisvip á
andliti — og hósta. Allt í einu
sagði hann:
„Ég er þreyttur. Ég er að
hugsa um að fara niður.“
Við héldum aftur til klefans
okkar. Ég vildi ekki eiga á hættu
að veikja trú hans á afturbat-
anum með því að bjóða honum
aðstoð mína, en hvað eftir ann-
að var ég að því kominn. Þegar
við komum inn í klefann, var
Arthur aðframkominn. Ég hjálp
aði honum við að afklæðast og
komast upp í.
„Það var svei mér átak þetta,“
mælti hann. „Þvílíkur dagur í
dag!“
Hann svaf mestan part sem
eftir var dagsins, og ég fór að
hugsa um það, hvort þetta til-
tæki hans hefði í rauninni gert
honum gott. En hvað sem því
leið, ákvað ég áður en ég gekk
til hvílu, að daginn eftir skyldi
ég fara til skipslæknisins og fá
hann til að líta á klefafélaga
minn.
Varla hafði ég byrjað að af-
klæðast, þegar hann vaknaði.
„Þvílíkur dagur í dag!“ end-
urtók hann. „Endum hann líka
eins og við á. Spilaðu fyrir okk-
ur Þú munt minnast min!“
Ég spilaði það fyrir hann mjög
lágt og hægt. Augu hans lok-
uðust, og svo virtist, sem hann
væri sofnaður á ný. Ég klifraði
upp í bólið mitt. En ekki getur
hann hafa verið sofnaður, þvi
að skammri stund síðar heyrði
ég, að hann var að drekka vatn.
Við höfðum lagzt fyrir óvenju
snemma. Það hefur verið árla
morguns, er ég vaknaði við það,
að ég heyrði einhvern spú.
Ég hoppaði fram úr kojunni
og spurði félaga minn óttasleg-
inn, hvort ég gæti nokkuð gert
fyrir hann. Hann brosti veiklu-
lega.
„Mér líður vel. En ég er bú-
inn að týna því, sem ég drakk
af víninu í gær . . . Mér datt svo
sem alltaf í hug, að mér myndi
ekki takast að halda því niðri.“
„Ég ætla að sækja lækninn,“
sagði ég.
„Nei, bíddu andartak, félagi.
Mér líður ágætlega — aðeins
orðið svolítið illt, það er allt og
sumt. Mig langar miklu fremur
til þess, að einhver sé hjá mér,
heldur en að sóttur verði lækn-
ir. Viltu gera okkur báðum svo-
lítinn greiða?“
„Vissulega. Hvað er það?“
„Að spila Þú munt minnast
mín, aðeins einu sinni.“
Ég setti fiðluna við 0*1 mér og
spilaði. Andlit hans var slappt
og veiklulegt, eins og dýrlings-
mynd eftir E1 Greco.
Ég hætti að spila. Á andlit
hans var kominn annarlegur,
grænleitur blær, sem virtist
breiðast út frá neðanverðum
kjálkabeinunum. Ég laut yfir
hann og hvíslaði nafn hans.
Hann svaraði ekki.
Ég hljóp út úr klefanum til
þess að leita uppi lækninn. Á
leiðinni lenti ég í fanginu á föð-
ur Cunningham.
„Hvert ert þú að fara, vinur?“
spurði hann alúðlega.
„Að sækja lækninn. Það er
deyjandi maður í klefanum
mínum.“
„Hvaða nr. er á klefanum?“
Ég sagði honum það og flýtti
mér að sinna erindinu. Þegar ég
kom inn í klefann aftur, ásamt
lækninum, var faðir Cunning-
ham þar fyrir. Hann lá á hnj án-
um við rúmbríkina. Þar sem
ljósglampanum brá fyrir á and-
liti Arthúrs, sást gljáandi olía á
augabrúnum hans og vörum.
„Hann er látinn,“ sagði
presturinn.