Heima er bezt - 01.02.1952, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.02.1952, Blaðsíða 9
Nr. 2 Heima er bezt 41 Þorrann og Góuna. Og það er fleira en bókmenntirnar, sem glæða þann eld. Fegurð hljóm- anna hefur löngum veitt íslend- ingum ljúfan unað. Rímnasöng- urinn og langspilsómurinn er að vísu þagnaður, í stað þess heyr- ast nú orgel- eða fiðluhljómar eða glaðlegt gítarspil á mörgum sveitabæ, eða þá að harmonikan er knúin eða grammófónninn tekinn fram, svo að valsinn dun- ar og baðstofan breytist í dans- sal.Þegar einhver heimilismanna, sem til þess er fær, sezt við org- elið og seiðir fram ljúfa hljóma, en aðrir taka undir, þá hvílir yndisleiki yfir því, er raddirnar, glaðar og óþvingaðar, óma út í kyrrðina og heill yfir þeim stundum, sem sveitafólkið unir í sólheimum sönggyðjunnar. Og svo er það útvarpið. Það hefur rofið þá einangrun, sem ís- lenzkar sveitir bjuggu við um aldaraðir. í sveitunum er mikið hlustað á útvarp, einkum yfir vetrartímann. Á hverju kvöldi, þegar mjöltum og öðrum nauð- synjastörfum er lokið, er við- tækið opnað og allir heimilis- menn safnast saman í kring um það og hlýða á frásagnir um helztu viðburði innanlands og utan, upplestra ljóða og sagna, fræðsluerindi um hin fjölþætt- ustu efni, rabb um daginn og veginn, skemmtiþætti, leikrit og lagabálka, að ógleymdri hljóm- listinni. Eldra fólkið vill helzt hlusta á kirkjutónlist og svo „gömlu, góðu lögin“, sem alltaf gleðja hjarta þess, en æskan kýs heldur hina léttari tónlist, danslög og annað það, er „lífg- ar sálaryl“ og lyftir undir væng- ina. En sónötur og symfóníur eru oftast sniðgengnar. Ekki þó svo að skilja, að hjá sveitafólkinu kenni andúðar gegn hinni æðri tónlist, þvert á móti munu í þess hópi vera ýmsir, sem finna ríka nautn í því að kynnast verkum hinna miklu meistara í ríki tón- anna — og kunna vel að virða þau, sem margt það, er útvarp- ið flytur. Þrátt fyrir það, að ekki skortir gagnrýni í garð útvarps- ins, þrátt fyrir það, að bent er vægðarlaust á þá agnúa, sem þykja vera á þeirri stofnun, og löngum, jafnt í ræðu og riti, Framh. á bls. 60. Hallgrímur frá Ljárskógum: n Mjöllin lykur landið, björt og köld, Ijóssins geislar dansa um hjarnsins slóð, — blindar augað birta þúsundföld, — blossar kuldans vekja Ijóssins óð! Kristalsleiftur loga i frostsins veldi, landið skín í tœrum mjallarfeldi. Óhreint spor er ekkert hér að sjá, óhreint starf er lagt í kyrran blund, óhrein hugsun örlar tæpast þá, óhreint lag er bannfœrt þessa stund! Helgistaður hreinleikans er fundinn, — helgispjallsins þrá í viðjar bundin! — Enginn dökkvi, engin skuggabrá, allt er hreint i kuldans vetrarsœng! .... Kviknar ekki einhver dulin þrá? — Opnast þér ei flugrýmd hugans vœng? Finnurðu ekki flugtak bjartra heima, — frostsins glit um œðar þínar streyma? Dagsins líf er oftast beggja bil, birta, skuggi, hreinleiki og synd, — — hreinar, skyggðar línur tœpast til, tálsins blekking knýtt við hjartans lind, fegurð lífsins fyrirvara slungin, framtið ósæ, gœfan efa þrungin. Gott er þá að lúta leiftursýn, — Ijóssins heiðu, tignarbjörtu gjöf, — — finna og njóta er vetrarljómans lin, lykur dali, fjöll og strönd og höf. — Eitt augnablik — í gjöfum glœstrar sýnar, grefur allar fyrri sorgir þínar! -----íslenzk sýn — um ísiþakta slóð, yljar mörgu hjarta um kaldan dag, eins og brenni innst í hjarta glóð, eins og hljómi sólskinsfléttað lag, — eins og lýsi Ijóssins myndasmiður! .... Landið vefur bjartur snœvarfriður. — v.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.