Heima er bezt - 01.02.1952, Blaðsíða 29
Nr. 2
Heima ER BE'ZT
61
fékkst við stálframleiðslu í 50
ár, varð oft fyrir vonbrigðum,
en gafst ekki upp. En svo komst
Krupp í samband við Englend-
ing einn, Henry Bessemer að
nafni. Þessi afburðauppfinn-
ingamaður komst að þeirri
Tiiðurstöðu, að hægt væri að
komast hjá því að framleiða
hrájárnið sem lið í stálfram-
leiðslunni. Leysti hann vanda-
málið á þann hátt, að hann
„brenndi“ kolainnihald járn-
steinsins með lofti. Hitnaði hrá-
járnið svo, að það bráðnaði, en
um leið brann kolefnið og þá var
stálið tilbúið. Iðnaðurinn, og þá
fyrst og fremst fyrirtæki Krupps,
sparaði mikið með þessari nýju
aðferð og heimsframleiðslan af
stáli steig næstum því ótrúlega,
um það bil fertugfaldaðist á 50
árum.
Brátt urðu nýjar uppgötvanir
heyrinkunnar. Frakkinn Martin
fann upp að nota brotajárn.
Þjóðverjinn Siemens framleiddi
endurnýjara sína......Svo kom
nikkelið til sögunnar — seinna
Mangan- og Chromblandan.
Stál nútímans var komið fram á
sjónarsviðið, og stálhungur her-
gagnaiðnaðarins var óseðjandi.
Mesti stálframleiðandi heims-
ins varð þó Andrew Carnegie.
Sjálfur hefur hann ekkert fund-
ið upp, en á sjöunda tug aldar-
innar sem leið, tók hann að
sýna áhuga fyrir stálframleiðsl-
unni. Hann skildi þýðingu stáls-
ins og hóf þegar að byggja brýr
og járnbrautir og keypti heil
námuhéruð. Einnig tók hann
flutningatækin undir sig, en það
varð grundvöllurinn að mesta
iðnaðarfyrirtæki þessarar aldar,
ameríska stáliðnaðinum.
Stálið stjórnar.
Járn og kol er undirstaða stál-
iðnaðarins. Hvorttveggja er til í
ríkum mæli, og á þeirri stað-
reynd hvílir vald stáliðnaðarins.
Sérfræðingar álíta, að i djúpum
jarðar séu minnst 250 milljarð-
ar tonna af járnsteini. Fram-
leiðslan af steinkolum nemur
meira en 1 milljarði tonna á ári
hverju.
Afkvæmi járns og kola, stál-
ið, er orðið einvaldi á hnettin-
um.
Baldur Bjarnason:
WASHINGTON
IRWING
Margir hér á landi kannast
ennþá við Washington Irwing.
Smárit eftir hann, sögur frá Al-
hambra, var eitt sinn mikið lesið
hér á landi. Irwing var samaldri
Byrons en varð langlífari.
Hann fæddist 1783 og dó 1850.
Irwing var Ameríkumaður af
enskum og skozkum ættum.
Móðir hans var Orkneyingur.
Irwing fór snemma að fást við
ritstörf og verzlun, en var lítt
heppinn í fyrstu. Hann flutti þá
til Englands og var þar um
skeið. 1824, sama árið og Byron
lávarður dó, þá heimsfrægur
maður, fékk Irwing sína fyrstu
viðurkenningu í Ameríku. Þá
kom út ferðasögusafn hans.
Hann dvaldist síðan um skeið á
Spáni, skrifaði bók um Kolum-
bus og félaga hans, og kom sér
all vel fyrir, bæði sem rithöf-
undur og í efnalegu tilliti. Hann
dvaldi um alllangt skeið í Gran-
ada og Suður-Spáni, og þá kom
út eftir hann vestan hafs hið
ljómandi rit: Sögur frá Al-
hambra. Þetta rit skóp honum
heimsfrægð seint og siðarmeir.
Þegar hann sat á svölum Al-
hambra hallar, eða lék sér í döl-
um Sierra Nevada-fjalla, vakn-^
aði hjá honum endanlega sú
skáldæð, sem skóp ódauðleg
listaverk. Þegar hann lék sér á
hinum serknesku höllum, fór
hann að hugleiða örlög hinna
serknesku og múhameðsku
Andalúsíumanna. Þetta var
upphafið á ritgerðum hans, æf-
intýrum og skáldsögum um
serkneska tímabilið glæsta, þeg-
ar Suður-Spánn var mesta
menningarland heimsins. í
skáldskap Irwings var þessi timi
ennþá glæstari, ævintýralegri og
vafinn rómantískri töfrablæju.
Hann sá hið serkneska tímabil
gegnum skrautlitað stækkunar-
gler, horfinnar frægðar kalífa-
dæmisins í Cordova og emírats-
ins í Granada. Irwing var svo
mikill stílisti og smekkmaður, að
rit hans unnu alls staðar hylli
og aðdáun. Glæsileiki hins serk-
neska kalífadæmis varð í aug-
um manna ennþá meiri er menn
hugleiddu volæði Spánar eftir
að hinir serknesku Andalúsíu-
menn höfðu yfirgefið það land
í byrjun 17. aldar, og hinir dug-
lausu Spánverjar höfðu látið
vatnsveitur þeirra, hallir og
verksmiðjur falla í rústir. Þegar
Irwing kom aftur til Bandarikj-
anna 1832, var hann orðinn
heimsfrægur maður. Hann varð
síðar sendiherra Bandaríkjanna
á Spáni.
Irwing er fyrsti ameríski rit-
höfundurinn, sem vann sér
heimsfrægð. Hinn fágaði stíll
hans, mýkt hans og lipurð geta
enn í dag verið mörgum fyrir-
mynd. í flestu var Irwing mjög
ólíkur Byron. Byron var orðinn
heimsfrægur fyrir þrítugt. Irw-
ing varð það ekki fyrr en hann
var kominn undir fimmtugt.
Byron lávarður fékk fyrstu við-
urkenningu sina liðlega tvítugur.
Irwing fékk sína fyrstu viður-
kenningu liðlegá fertugur. Irw-
ing var heilbrigður maður á sál
og líkama og fyrirmynd manna
í dyggðum og háttsemi. Þegar
hann dó 1850, höfðu sumir gef-
ið honum nafnið: „Faðir amer-
ískra bókmennta“.