Heima er bezt - 01.09.1952, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.09.1952, Blaðsíða 27
Nr. 9 Heima er bezt 283 ust yfirboðurum sínum innan reglunnar. Hinir myrku leyndar- dómar þess hafa lengi verið öll- um huldir, en nú hefur sorgar- saga þess verið túlkuð og kynnt almenningi“. Þetta minnir á morðið á Walt- er de Bachelier, en hann var stórriddari í reglu musterisridd- aranna á írlandi. Var hann sett- ur í járn og honum varpað í klef- ann í súlunni. Fékk hann svo Knappan skammt af mat á dag, að hann dó úr hungri eftir átta vikur. Tilfelli þetta varð kunn- ugt eftir fyrirspurn í páfagarði. En hversu sem því er varið um atburði slíka, sem þessa, í mið- aldaklaustrunum, hafa skáldin oft fengið þaðan efni í verk sín og notfært sér það óspart. Vér þekkjum allir kvæði Brownings „Ljóðið um rósakransinn“. — „Nunna ein var grafin lifandi í austurvegg klaustursins. Hafði hún gerzt sek um óhlýðni, og abbadísin skipaði að setja hana 'J varðhald. Nunnan jós úr sér slíkum bölbænum, að hin gamla abbadís steyptist dauð til jarð- ar“. Hinn ágæti höfundur ritsins „Ingolby Legender“ hefur lýst á- þekkum atburðum í riti sínu „Netley Abbey Legender". Ég tek ekki neina ábyrgð á sanngildi frásagnar höfundarins, þar sem hann styðst við marg- víslegar heimildir. ■— Ég fór til Netley Abbey, en það liggur 5 km frá Southampton og spurði for- stjórann að því, hvort hann gæti gefið mér nokkrar upplýsingar í málinu. Hann benti mér strax á stað á múrveggnum, sem var hálfbrotinn, og fullyrti að þarna inni hefðu fundist .leyfar af beinagrindum. En ekki gat hann látið mér í té neinar ritaðar upp- lýsingar, og þrátt fyrir eftir- grennslanir á söfnum, hefur mér ekki tekizt að hafa uppi á þeim. Ég geng því út frá, að saga skáldsins sé frá honum sjálfum, en eigi að síður er dómur skálds- ins um þennan hryllilega sið vel þess verður að enda þessar línur með: „Ef endurgjald Hins Hæsta hittir nokkru sinni þessa múr- veggi, og ef réttvísi hans lætur logana eyða þessum leyfum af réttvísi, er kennd var við hans íslenzk ættarnöfn Framh. af bls. 267. skipti eru hér ákaflega fátíð. Um þetta atriði kemst sérfræð- ingurinn svo að orði: „Ég er þeirrar skoðunar, að islenzkrar manntalsskýrslur séu með afbrigðum aðgengilegar til úrvinnslu. Þjóðin er mjög fá- menn (íbúar um 140 þúsund), manntalsskýrslurnar áreiðan- legar og skrár um fæðingar og dauðsföll óvenjulega fullkomn- ar. . . . íslenzkt mannanafna- kerfi er þess eðlis, að öll úr- vinnsla úr skýrslum er frábær- lega auðveld. Ættarnöfn eru ná- lega óþekkt. Fornafnið er skírn- arnafn eða eiginheiti manns- ins, en síðara nafnið heiti föður hans að viðbættum endingunum „son“ eða „dóttir“. Nafnaskipti eru engin, fólk heldur sömu nöfnum alla ævi, kona skiptir ekki einu sinni um nafn við gift- ingu. Ég hef séð reikningsvél- unum beitt við íslenzk manna- nöfn, bæði manntalsskýrslur og símaskrár, og ég var gersamlega forviða á því, hve úrvinnslu- möguleikarnir voru miklir.“ Rúmið leyfir ekki, að gerð sé hér nánari grein fyrir þessu at- hyglisverða máli. Hins vegar vildi ég ekki láta undir höfuð leggjast að benda á þennan kost, sem hinn forni íslenzki nafnsiður virðist hafa.fram yf- ir ættarnafnasiðinn. Að sjálf- sögðu er ekki í því fólgin nein allsherjarsönnun á yfirburð- um hins íslenzka nafnakerf- is. En spyrja má, hvort það hafi ekki verið helzt • til fljótfærnisleg ályktun hjá fylg- ismönnum ættarnafna, að „straumur tímans“ myndi kaf- færa ættarnafnasiðinn forna og sópa honum burtu. Ennþá held- ur hann velli,. án þess nokkur dauðamörk verði á honum séð. Ef til vill hefur hann „straum tímans“ með sér en ekki móti. Framtíðin sker úr því. nafn, þegar tíminn kemur, og refsar þannig fyrir þessa glæpi fyrri alda, þá er kröfum réttlæt- isins fullnægt. Sleppið syndaflóði eyðileggingarinnar lausu og vei þér, hreykna Netley!“ Þorv. Thoroddsen Framh. af bls. 269. sjálfa, án þess að ritið missi gildi sitt um leið. Þetta liggur í aug- um uppi. — Auk þeirra rita, sem hér hafa verið nefnd, samdi Þorvaldur fjölda smærri ritlinga og ritgerða, en hér er ekki rúm til að fara frekar út í það. Þorvaldur Thoroddsen verður jafnan talinn til hinna mætustu manna, sem þjóðin hefur átt. Hinar miklu rannsóknir hans hafa skipað honum sess við hlið merkustu landfræðinga álfunn- ar. Hann hlaut margvíslegan frama í lifanda lífi, og er einn af þeim örfáu íslendingum, sem hlotið hafa heimsfrægð á sínu sviði. Verk hans munu lengi standa og starf hans verða æ meira metið sem lengra líður. Stórar hjarðir á leið til rétta Framh. af bls. 274. þann tíma, sem nú fer 1 hönd, en það hefur enganveginn verið til- gangur þessara lína, að gera efn- inu nokkur ýtarlegri skil, enda hefur verið að koma út síðustu þrjú ár mikið og vandað rit um þennan stórmerka þátt í at- vinnusögu landsmanna, „Göngur og réttir“, og er fjórða og síðasta bindi þess væntanlegt í haust. — Hitt var ætlunin, að draga fram nokkur atriði í sambandi við göngurnar, samhliða þeim mynd- um, sem hér birtast, og ritið von- ar, að lesendum þyki fengur í að fá í blaðinu. Leiðrétting I greininni Valdi Sveins í 6. hefti þ. á., bls. 164, eru tvær prentvillur, sem lesendur eru beðnir að leiðrétta. I fyrsta dálki neð- arlega segir, að Þorvaldur Sveinsson sé fæddur 18. ágúst, en á að vera 14. ágúst. I fyrstu vísunni í þriðja dálki á sömu síðu stendur: „líkt og eik í eyðiskóg“„ en á að vera: „Líkt sem eik í eyðiskóg". I 4. hefti Heima er bezt bls. 101, (3. dálki) stendur: „Steik, vínsúpa eða sít- rónugrautur", en á að vera: „Steik, vin- súpa eða hrísgrjónagrautur".

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.