Heima er bezt - 01.09.1952, Blaðsíða 3

Heima er bezt - 01.09.1952, Blaðsíða 3
Nr. 9 Heima er bezt 259 Samband ísl. samvinnufélaga Sumarið er einkum tími al- þjóðaþinga og þar með gagn- kvæmrar kynningar milli þjóð- anna. Það er ekki langt síðan fyrst voru haldin alþjóðleg mót hér á landi, enda var samgöng- um þannig háttað, að of langur tími hefði farið í ferðalög milli landa. En flugið hefur skapað byltingu á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum. Nú er talið sjálfsagt, að mót af þessu tagi séu haldin hér, eins og í ná- grannalöndunum. Þetta er gleði- leg þróun, því að fátt er eins vel til þess fallið að auka kynni og bræðraþel meðal þjóðanna og slíkir fundir og mót manna frá ýmsum löndum. Einn af merkari viðburðum sumarsins er fundur miðstjórn- ar Alþjóðasambands samvinnu- 50 ára manna, sem haldinn var hér í Reykjavík í byrjun júlímánaðar. Samtímis þessum fundi var minrlzt fimmtíu ára afmælis Sambands íslenzkra samvinnu- félaga. Sambandið var stofnað í Yzta- felli í Þingeyjarsýslu árið 1902. Var stofnun þess einn þátturinn 1 sjálfsbjargarviðleitni bænda- stéttarinnar og baráttunni fyr- ir bættum verzlunarháttum, en öll verzlun landsmanna hafði öldum saman verið í höndum er- lendra og hálferlendra kaup- manna, eins og kunnugt er. Samband íslenzkra samvinnu- félaga hóf starfsemi sína í mjög smáum stíl. En út af þessum litla vísi varð til einhver öflug- asta stofnun, sem nokkurntíma hefur starfað hér á landi. Hún er árangurinn af starfi fólksins í sveitunum undir forustu bjart- sýnna hugsjónamanna, sem vegna þrautseigju og óbifandi trúar á hugsjón sína leiddi til glæsilegs sigurs. En ekki er allt fengið með sigrinum. Ef til vill er engum meiri vanda á höndum en þeim, sem hefur unnið sigur í lang- vinnri og oft harðvítugri bar- áttu. Hugsjónirnar vilja oft gleymast og eldur áhugans dofna. Einhver hin bezta ósk til handa þessum voldugu samtök- um er, að þau mættu einnig í framtíðinni halda trútt við þær Mynd þessi var tekin í hátíðasal Háskóla íslands, er miðstjórnarfundur Alþjóðasambands samvinnumanna hófst þar. ■ Sést inn eftir fundarsalnum, og er fánaborg samvinnulandanna fyrir gafli. Salurinn var fagurlega skreyttur í tilefni fundarins. (Ljósm.: Guðni Þórðarson).

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.