Heima er bezt - 01.09.1952, Blaðsíða 18
Z74
Heima er bezt
Nr. 9
Fjalla-Bensi með sauðinn Eitil og hundinn Leó.
„óvini“, eins og það er kallað, og
gleyma þeim mönnum, sem hik-
uðu ekki við að leggja allt í söl-
urnar fyrir að bjarga sauðkind-
um, einustu lífsbjörg lands-
manna, frá ömurlegum hungur-
dauða, og hlutu oft ekki annað
endurgjald, en þau laun, sem að
vísu eru dýrmætust allra: góða
samvizku og fullvissuna um að
hafa gert sitt bezta.
Fjallgöngurnar á haustin eru
merkilegur þáttur í sögu þjóðar-
innar. Hreysti og þolgæði voru
þeir eiginleikar, sem komu sér
bezt fyrir gangnamanninn. Enda
valdi gangnaforinginn, eða fjall-
kóngurinn, eins og sumstaðar
var embættisheiti þessa þýðing-
armikla forystumanns, menn úr
flokki sínum samkvæmt því, er
hann þurfti að senda í erfiðustu
og fjarlægustu afkima afréttar-
ins. Þá var, og er enn, oft glatt
á hjalla í gangnamannakofunum
að dagsverki loknu, — sögur
sagðar, rímur kveðnar og kraft-
arnir reyndir; þeir sem kunnu
glímur, fóru í „eina bröndótta",
og þar fram eftir götunum. Þá
þótti unglingunum ekki síður
skemmtilegt að þeysa um afrétt-
ina á fjörugum gæðingum. Þurfti
þá margs að spyrja um kenni-
leiti, og fræðast um hitt og þetta
í sambandi við fjárleitina.
Miklu varðar að veður sé gott,
þegar farið er í göngur. Þegar
þokan liggur yfir landinu og
byrgir alla útsýn, er gangnamað-
urinn allt annað en ánægður, því
að þá má alltaf búast við að illa
smalist. Eftir fyrstu göngurnar
má víða búast við slæmum veðr-
um á heiðum uppi, og jafnvel
fyrr. Það er allt annað en létt
verk að reka stóra fjárhópa til
byggða í ófærð. Reynir þá oft á
menn og hesta.
í sumum sveitum hittast menn
úr fjarlægum héruðum í göngun-
um. Svo mun lengi hafa verið hér
á Suðurlandi, að Sunnlendingar
og Norðlendingar fundust á af-
rétti, og ef til vill er það enn svo,
þrátt fyrir girðingar milli lands-
fjórðunganna. Lengi vel mun
þetta hafa verið einasta tæki-
færið til að kynnast mönnum úr
fjarlægum sveitum, þar sem
samgöngur voru litlar milli hér-
aða annars. Mun þá oft hafa ver-
ið glatt á hjalla, og trúa mætti
því, að komið hafi i ljós nokkur
keppni milli héraðanna á ýmsum
sviðum, líkt og átti sér stað í ver-
stöðvum fyrrum. Eigi mun pytl-
una heldur hafa vantað til að
auka á gleðskapinn í fjallakof-
anum.
En — fyrir fólkið heima í sveit-
inni byrjar ævintýrið, þegar
gangnamennirnir koma af fjalli.
Börn og unglingar þreytast ekki
á að horfa á stórar hjarðir, sem
eru á leið í réttirnar, og fyllast
tilhlökkun yfir að mega fara í
„almenninginn“ og hitta jafn-
aldra sína og vera innan um
glauminn og gleðina, sem jafnan
hefur gert þennan dag ógleym-
anlegan æskulýðnum. Jarmið í
fénu, hundageltið, söngur þeirra,
sem voru komnir í „gott skap“,
alvarlegar samræður og stund-
um rifrildi út af fjármörkum, allt
þetta, sem, einkennir réttardag-
inn og gerir hann svo sérkenni-
legan og að vissu leyti hátíðleg-
an, þrátt fyrir öll ólætin! Flestir
þeir, sem alizt hafa upp í sveit,
hafa margar skemmtilegar end-
urminningar, sem tengdar eru
við þennan hátíðisdag haustsins.
En önnum bóndans er ekki
lokið, þó að réttadagurinn sé
liðinn. Þá hefst ef til vill hið erf-
iðasta starf, sem hann kemst í
á árinu, að taka það fé úr, sem
senda á til slátrunar. Þar er oft
erfitt að taka ákvörðun. Hafi
sumarið verið óhagstætt, svo að
eyða verður fleiru fé en annars,
verður vandi hans meiri. Og því
miður hefur það löngum loðað
við, að menn tóku á sig áhætt-
una, settu á „guð og gaddinn" og
lentu svo í vandræðum, þegar
leið á veturinn. En slíkt er nú
orðið að sögu, sem betur fer. Þó
skyldi enginn leyfa sér að dæma
hart í þessu máli, nema sérstak-
ar ástæður séu fyrir hendi. Bónd-
inn átti ekki margra úrkosta völ,
eins og ástatt var fyrrum, þegar
verð afurða hans var lítið sem
ekkert. Þyrfti hann að skerða
bústofn sinn um of, gat það orð-
ið honum slíkt áfall, að hann
rétti ekki við aftur. Og saga þjóð-
arinnar sýnir okkur, að hún hef-
ur oftast sett á „guð og gaddinn“
í fleiri en einum skilningi — og
bjargað lífinu með því. Þetta er
ekki sagt til að afsaka kæruleysi
í þessum sökum, heldur til hins,
að vara við allt of hvatskeytsleg-
um dómum um fyrri kynslóðir,
einkum þar sem margir þeirra er
harðast dæma, sýna oft ærið
nauman skilning á málefninu, og
dæma út frá aðstæðum, sem lítið
eiga skylt við það, sem fyrri tíð-
ar menn áttu við að búa.
Hér hefur verið drepið lítið eitt
á hitt og þetta í sambandi við
Framh. á bls. 283.