Heima er bezt - 01.02.1954, Page 3

Heima er bezt - 01.02.1954, Page 3
Nr. 2 Heima er bezt 35 Böðvar Magnússon, Laugarvatni: Gleði á heimilunum — eindrægni í sveitunum Mörgum er það áhyggjuefni, hvað við taki fyrir ungu fólki, sem fer úr sveitunum til kaup- staðanna. Þeir sjá ekki, eins og nú er komið, að það sé hollt fyr- ir unglingana að flytja burt úr sveitunum lítt þroskaða andlega og líkamlega, og hverfa þar í fjöldann og verða að litlu eða engu. Margir af þeim er svo fara, iðrast stórum eftir því síðar, því að mörgum unglingnum er svo farið, að hann vill helzt vera heima og þykir allt fegurst og bezt þar, ef hann fær að njóta sín. Hver er aðalástæðan til þessa? Margir, sem um uppeldis- mál rita, telja, að undirstaða uppeldisins og þroski manna búi lengst að því, hvernig heimilis- lífið hafi verið í upp- vexti þeirra. Þaðan beriunglingurinn fræ- korn út í lífið, ýmist til góðs eða ills. Það virð- ist því hafa mikla þýðingu fyrir ungling ana, hvernig heimili þeirra hefur verið í æsku. Ég vil aðeins minnast á einn þátt þess: Gleðina á heim- ilinu. Við höfum sjálf- sagt öll kynnst bæði glaðlyndum mönnum og kaldlyndum, og því, hver munur er á þessum tveimur and- stæðum, hversu miklu betur okkur líður í félagsskap glaðlynda mannsins, en þeim daufa og ömurlynda. Við finnum það sjálf, hversu leið við getum verið á sjálfum okk- ur, þegar illa liggur á okkur, og mun það þá ekki ennþá frekar snerta aðra, að verða fyrir fúllyndi okkar, sem venjulegast staf- ar af engu, eða þá mjög litlu, svo litlu, að glaðlyndi maður- inn myndi geta hleg- ið að því öllu sam- an! Við þekkjum öll þessa alvana- legu setningu: „Hann er hrókur alls fagnaðar,“ eða lífgar allt upp, sem nálægt honum kemur, og svo andstæðuna: „Hann er bölvaður ólundarseggur." Þessar setningar skýra til fulls það djúp, sem er á milli þessara tveggja manntegunda, hvort sem um karl eða konu er að ræða. Ef við höfum verið svo heppin, að kynnast einhverjum „hrók alls fagnaðar,“ hafa eflaust margir veitt því eftirtekt, hversu menn þrá nærveru slíks fólks; alltaf er kátt í kringum slíka menn; alltaf ljós og ylur. Við hlökkum til að hitta þá, kvíðum fyrir að skilja við þá. Aftur á móti eru sumir „luntaseggir“ og „hornhagldir,“ þar er allt gagn- stætt, og í návist þeirra líður öll- um illa. Ólundardrungi þeirra leggst yfir okkur og gerir okkur sjálf örg í skapi, hugsunarlaus og mállaus. Jafnvel „hrókum alls fagnaðar“ er hætta búin í návist ólundarseggjanna. Allir kvíða fyrir að hitta slíkt fólk, og hlakka til að það fari. Vitan- legt er, að langflestir eru ein- hvers staðar mitt á milli þessara andstæðna, en þó líkjast margir öðrum hvorum, og allt of margir lakari hjúunum. Sé þetta nú rétt, sem ég hef sagt, að annar flokkurinn væri öllum til gleði, en hinn öllum til ama, þá er vit- anlegt, að það skiptir allmiklu máli, hvorum flokknum við vilj- um líkjast, og hvor flokkurinn veitir okk- ur uppeldi á æskuár- um. Ekki er ég í vafa um hvorum við víljurn líkjast — allir vilja líkjast glaða og bjart- sýna manninum, sem færir ljós og yl með sér hvar sem hann fer, en ekki þeim öm- urlynda, sem þrúgar allt sitt umhverfi nið- ur. — Ólafur ísleifsson í Þjórsártúni sagði eitt sinn, að hann gæti sagt nokkurnveginn hvernig heimili mannsins væri, þegar hann sá manninn í eitt skipti. í því er fólginn mikill sann- leikur. Við verðum fyrir svo miklum á- hrifum á heimilinu — margfallt meiri en við vitum af. Talið er, að við líkjumst þeim, sem við erum með að staðaldri, jafnvel þótt skamman tíma sé. Hvað mun þá ekki vera um þá, sem við erum með árum sam- an? — Heimilisvani verður sá vani, sem langmest áhrif hefur Böðvar Magnússon á leið í vorsmalamennsku. Nýtur hann við það starf aðstoðar „Skugga" og „Doggs". Skuggi var snjall reiðhestur og í miklu uppáhaldi hjá eigandanum sökum frábcerra kosta og vitsmuna. „Doggur“ var vænn fjárhundur og betra að smala með honum ein- um í Laugarvalnsfjöllum en 2—3 röskum mönnum.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.