Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 4
36
Heima er bezt
Nr. 2
á okkur í framtíðinni, og frá
heimilunum sjálfum þarf að
koma sem mest af heilbrigðri
gleði í sál unglingsins, til þess
að hann, þegar í æsku, sem og
á fullorðinsárunum, mótist af
því, eigi einungis sjálfs sín
vegna, heldur og annarra, sem
hann á eftir að umgangast.
En er nú ekki æði víða allt
öðruvísi ástatt í þessum efnum?
Jafnvel á allflestum heimilum?
Er ekki of mikið gert að því, að
bæla niður saklausa gleði barna
og unglinga, að ég nú ekki tali
um þau heimili, þar sem glað-
vær barnshlátur má varla heyr-
ast — þessi mikla guðs gjöf.
Það er hæpinn hagnaður það,
að gera börnin of snemma að
fullorðnum mönnum. Þá er hætt
við að glaðlyndið verði drepið í
sál þeirra, en gleðin er ein bezta
vöggugjöf hvers manns. Æsk-
unni þarf að vera samfara hóf-
leg ærsl og hlátur, ókúgað af öll-
um, en þó innan þeirra véþanda,
er sanngjarnt má telja. Þá get-
ur hver og einn reynt að við-
halda sínum góðu eiginleikum
til fullorðinsáranna og jafnvel
verið hlæjandi unglingur, þótt
öldungur sé. Séu heimilin aftur
á móti gróðrarstía ömurlyndis,
luntahyggju, og skötuhjú þessi,
hornhagldirnar, séu húsbændur
þar, með vinnuhjúunum „111-
hryssing“ og „Ólund“, þá er ekki
víst, nema þið hafið fundið
ástæðuna fyrir því, að ungling-
arnir vilji fara að heiman og
leiti burt úr sveitinni til þess,
sem þeir þó ekki þekkja, en vona
að sé eitthvað betra en heima.
En þó gæti unga fólkið gert
annað í stað þess að flýja sveit-
ina sína. Það gæti reynt að lífga
upp heimilin, ef því finnst þau
daufleg, gæti reynt að vera
„hrókur alls fagnaðar". Væri vel
farið, ef allir ungir menn litu
þannig á það. Þeir gætu veitt
sólskininu inn á heimilin, tekið
með brosi á móti hverjum gesti,
og forðast að setja gamalmenna-
hælis-svip á umhverfi sitt.
Ég hef kallað þessar línur
Gleði á heimilunum og ein-
drægni í sveitinni. Ég hef bent á,
að mörgum þykir það vera mjög
tvlsýn lausn, að unglingarnir
hverfa úr sveitunum hálfþrosk-
aðir. En til þess að við hin eldri
höfum rétt á að halda þeim hjá
okkur, og meira að segja til þess
að við getum búist við, að þeir
vilji vera í sveitunum og hugsi
sér að ílendast þar fyrir fullt og
allt, verða þeir að eiga, eða hafa
átt, skemmtileg heimili í æsku,
og hafa þaðan sem flestar hug-
ljúfar endurminningar, sem
haldi tengslunum við æsku-
stöðvarnar óslitnum og gefi þeim
löngun til að vinna sveitinni
sinni af öllum kröftum. En hér
þarf meira með en heimilin þótt
góð séu. Það er nauðsynlegt, að
eindrægni ríki í sveitinni sjálfri.
Hún er öll að verki með að
þroska unglinginn. Minnstu
kröfur til hvers einstaklings er,
að hann elski heimili sitt og átt-
haga. Geri hann þetta, verður
hann ekki liðhlaupi. En hvernig
er nú umhorfs á þessu sviði? Er
það ekki upp og ofan hjá okkur í
sveitunum? Svipað og á heimil-
unum sjálfum? Eru ekki sömu
ólundarseggirnir og hornhagld-
irnar utan heimilanna líka og
sami kuldinn og þokan? Jú, því
er verr og miður. Því miður hefur
margur ungur maður flúið sveit-
ina vegna þess, að hann hefur
varla getað talað við nokkurn
mann. Enginn hefur lagt sig
niður við að benda honum á
það rétta, eða skýra fyrir hon-
um eitthvað af því marga, sem
hann þráði að vita.
Allt fram til þess tíma er ung-
mennafélögin voru stofnuð,
mátti heita að fjöldi af ungu
fólki þekktist ekki, þótt í sömu
sveit væri, en síðan hefur þetta
lagast nokkuð og er það vel. í
sumum sveitum er góð eining,
en í öðrum er eins og mönnum
finnist það svo afar háleitt að
fjarlægja sig hverir öðrum, og
eins og það sé eitthvað skelfilega
guðdómlegt, að þekkja ekki
sveitunga sína, eða láta þá kynn-
ast sér. Menn gá ekki að því, að
þetta leiðir til einhvers hins
versta, sem til er, sem eðlilegt er,
því af þekkingarleysinu hefur
sjaldan nokkuð gott komið. Af
þessari fjarlægð hefur svo óein-
drægnin myndast. Menn eru
álitnir aðrir en þeir eru, verk
þeirra önnur en þau eru, og af
þessu sprettur svo tortryggni, öf-
und og jafnvel hatur, en allt
þetta gerir andrúmsloftið óþol-
andi, og hugsunarháttinn í
sveitinni lágkúrulegan og eitr-
aðan. Ég nefni sveitina af því að
í greinarkorni þessu er rætt um
sveitirnar, en ekki af því, að ég
viti ekki, að þetta sama er al-
gengt í kaupstöðunum, og ef til
vill í enn ríkara mæli.
Það, sem ég tel að mesta þýð-
ingu hafi, er, að menn reyni að
kynnast betur hver öðrum, þá er
síður hætta á, að menn geri hver
öðrum rangt til og geta talað
miklu frjálslegar um menn og
málefni, og þá er unnið saman
í birtu, en ekki skugga, og það er
nauðsynlegt fyrir alla, ekki sízt
yngstu kynslóðina. Hún þarf að
alazt upp við réttsýni og ein-
drægni, svo sem framast getur
orðið, og umfram allt má kuldi
og rangt mat á náunganum
aldrei festa rætur í sál unglings-
ins. „
Þótt mér hafi einatt fundist,
að þeir, sem menntaðir eru og
menntamenn kallast, telji sig
eina færa um að segja fyrir um
það, hvernig eigi að ala upp
börn og Unglinga, dirfist ég nú
samt að leggja orð í belg og tel
mig hafa til þess dálitla reynslu
og ofurlítinn rétt.
Ég var alinn upp í stórum
barnahóp, þar sem ekki var ein-
ungis stór systkinahópur, heldur
tveir systkinahópar, því að faðir
minn átti 9 börn sem upp kom-
ust, og fóstra mín 7. Var flest af
þeim saman og ólst upp samtím-
is að miklu leyti. Samkomulagið
var gott á milli okkar og stjúp-
systkinanna og sú vinátta, sem
þá var stofnað til, hélzt eftir að
þau voru fullorðin. Tvennt þeirra
giftust saman. En flestum er víst
ljóst, að ekki er það vandalaust
verk fyrir stjúpforeldra að stýra
svo vel í höfn, að hvergi strandi
á skeri.
Ég minnist þessa æskuheimilis
míns ennþá með óblandinni
gleði. Þrátt fyrir all-strangan
aga til vinnu, sem okkur var
snemma haldið til, voru okkur
alltaf leyfðir leikir, söngur og
alls slags stympingar, sem við
höfðum yndi af. Gleymdum við
skjótt stritinu, þegar í leikinn
kom, enda var vinnan okkur
aldrei böl, heldur blessun, eins
og jafnan, þegar henni er í hóf
stillt. Þessar saklausu, glöðu
æskustundir hafa verið mér
drýgsta fararnestið á lífsleiðinni
Framh. á bls. 61.