Heima er bezt - 01.02.1954, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.02.1954, Blaðsíða 5
Nr. 2 Heima er bezt 37 Þorbjörn Þórðarson, læknir: Á HAFNARSLÓÐ Snemma árs 1901 luku fjórir læknanemar embættisprófi við læknaskólann í Reykjavík. Það voru: Andrés Fjeldsted frá Hvít- árvöllum, Ingólfur Gíslason frá Þverá í Fnjóskadal, Jónas Kristj- ánsson frá Grenjaðarstöðum og Þorbjörn Þórðarson frá Hálsi í Kjós. Fóru þeir síðan með milli- landa-farþegaskipinu Láru til Kaupmannahafnar, til þess að Ijúka lögboðnu námi við fæð- ingarstofnunina þar. Lá nærri, að við yrðum af þeirri skipsferð, því að Lára lagði úr höfn í Reykjavík 12. febrúar, en við gát- um ekki lokið við prófið fyrr en daginn fyrir. Var Lára eina far- þegaskipið, sem á þeim árum fór um hávetur milli íslands og ann- arra landa. Svo var mál með vexti, að síðasta námsgreinin, er við vorum reyndir í, var hand- lækningar, kirurgisk operation, en til þess þurfti lík af karli eða konu til að sýna á handlagni okkar og kunnáttu. Nú, um nokkur undanfarin ár, hafa læknanemar ekki verið prófaðir í þeirri grein við háskólann hér, og eru því í prófskírteinum námsgreinar einni færri en þá var. Allan tímann, sem prófið stóð yfir, hafði ötullega verið leitað fyrir sér um að fá lík, en ekki tekizt. Bæði var, að þá dóu færri í Reykjavík en nú og fáir fúsir til að leggja skrokka sína, eigin eða vandamanna sinna, í þetta. Var þannig komið um morguninn 11. febrúar, að við vorum orðnir vondaufir um að komast með Láru. En þenna sama morgun fréttum við, að þá um nóttina hefði gömul kona andazt í Hafnarfirði og ekki von- laust um, að vandamenn henn- ar væru ef til vill fáanlegir til að sjá aumur á okkur og leysa vand- ann. Þutum við upp til handa og fóta og suður í Hafnarfjörð. Komust samningar fljótt á, lík- ið flutt inn í Reykjavík og próf- ið byrjað í Læknaskólanum, að viðstöddum kennaranum Guðm. Magnússyni og prófdómurum Birni Ólafssyni og Þórði Thor- oddsen. Samkvæmt samningnum urðum við að láta flytja líkið aftur suður og sjá um útförina, á okkar kostnað að mestu leyti. Þá lögðum við til vænan blóm- sveig og á silkiborðann letrað: „Duftið hverfur aftur til jarðar- innar, hvaðan það er komið, en andinn fer til guðs, sem gaf hann“, og „Gratias agimus, auxilio tuo candidati sumus".1) Að þessu afloknu fórum við heim til Jónassens landlæknis, sem jafnframt var skólastjóri. Tók- um þar við prófskírteinum okk- ar og undirrituðum læknaeið- inn. Þar voru allir kennarar læknaskólans viðstaddir og góð- ar veitingar veittar. Vorum við allir fjórir orðnir læknar með lækningaleyfi og fyrstu einkunn. Vorum við all-hreyfir og skálar óspart drukknar í kampavíni. Fyrst í stað var þó sá ljóður á, að við Andrés höfðum verið í bindindisfélagi í nokkur undan- farin ár, og þó að við hefðum nú nýlega sagt okkur úr félag- inu, höfðum við ekki formlega fengið okkur leysta þar frá, og vildum því ekki drekka annað an sítrónsódavatn. Nú er kunn- ugt, að þessir báðir vökvar, kampavín og sítrónsódavatn eru ekki ósvipaðir að lit, og þegar Jónassen gamli var að bæta í glösin hjá hinum, hellti hann, alveg óvart auðvitað, einnig kampavíni í glösin hjá okkur Andrési án þess að við tækjum eftir því. Það var fyrst ungfrú Soffía, dóttir Jónassens, sem tók eftir þessu og benti honum á það, en gamli maðurinn lét sem hann heyrði það ekki og okkur Andrési þótti, að úr því að við værum þegar orðnir brotlegir, þótt óvart væri, væri syndin hin sama, hvort sem glösin væru !) Setningin tvíræð: „Vér þökkum þér, frelsari vor, fyrir að þú hefur hreinsað oss af allri synd,“ eða „Við þökkum þér, kona góð, því að þú hefur hjálpað okk- ur til að ná kandídatsprófinu." fleiri eða færri. Seinna um kvöldið sátum við boð hjá Guðm. Magnússyni og var þar glatt á hjalla. Um kvöldið næsta dag lagði Lára úr höfn með okkur innan- borðs í fyrsta farrými. Þar voru einnig margir aðrir góðir land- ar, þar á meðal Björn Guð- mundsson kaupmaður og dóttir hans Ragnheiður, Jes Zimsen kaupmaður, Halberg hótelhald- ari, Breiðfjörð kaupm., allir úr Reykjavík, og Árni kaupm. Sveinsson frá ísafirði. Komið var við í Vestmannaeyjum, Fær- eyjum og Edinborg í Skotlandi. Komum við alls staðar í land og litum í kringum okkur. í Edin- borg sáum við kvikmynd (bíó) í fyrsta sinn, þar sem sýnd var útför Viktoríu drottningar. Var það mjög ófullkomin sýning, myndirnar blettóttar, ógreini- legar og óstöðugar. Þá var ekki enn farið að sýna kvikmyndir í Kaupmannahöfn eða meðan ég var þar. Þegar til Danmerkur kom var Eyrarsund ísi lagt og varð Lára að smjúga eftir renn- um, er ísbrjótar höfðu gert. Er til Hafnar kom, tók Hjör- leifur bróðir minn á móti mér. Hafði hann dvalið þar um hríð og útvegað ökkur báðum tvö samliggjandi herbergi til íbúðar. Voru þau búin öllum nauðsyn- legum húsgögnum, annað svefn- herbergi og hitt dagstofa. Þetta var í St. Kongensgade 96, 4. hæð. Húsaleigan var 36 krónur fyrir bæði herbergin á mánuði. Þeg- ar Hjörleifur fór heim til íslands mánuði síðar, þótti mér of dýrt að búa þar, og ætlaði því að flytja þaðan og fá mér eitt her- bergi annarsstaðar, en húsráð- endur buðu mér bæði herbergin áfram fyrir sama verð og ég hafði greitt, eða 18 krónur á mánuði allan tímann, sem ég dveldi í Höfn. Tók ég þessu með þökkum, því að herbergin voru hin þægilegustu. Þessir húsráð- endur hétu herra og frú Scheu- mann. Var hann forstjóri við

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.