Heima er bezt - 01.02.1954, Side 6
38
Heima er bezt
Nr. 2
verksmiðju, sem framleiddi gos-
drykki. Þessi hjón reyndust mér
alltaf hin beztu og komu allan
tímann mjög vel fram við mig.
Þau áttu eina dóttur barna, er
var sex eða sjö ára gömul, er
hér var komið. Var hún oft inni
hjá mér og hafði ég yndi og á-
nægju af nærveru hennar, er ég
stundum var einn heima og
heimþráin sótti að mér. Ég var
einnig oft inni hjá hjónunum og
þáði ýmsar góðgerðir, og hitti
þar þá stundum danska gesti.
Nú vorum við kandídatar
komnir til Hafnar, en aðalerind-
ið var að fullnuma sig í fæðing-
arhjálp, því að án þess fékkst
ekki héraðslæknisembætti á ís-
landi. Því að héraðslæknar vild-
um við allir verða, en nokkur
embætti höfðu þá nýlega verið
stofnuð og okkur stóðu til boða.
Heima í Reykjavík höfðu ýmsir
eggjað okkur á að setjast þar að
sem starfandi læknar, en þá var
Reykjavík fámennur bær og
nokkrir duglegir læknar þar fyr-
ir. Þá bauðst einnig einhverj-
um okkar að gerast aðstoðar-
læknir í Ameríku hjá íslenzkum
lækni, er þar hafði dvalið um
nokkur ár og haft mikið að
starfa. En ekkert af þessu leizt
okkur á. Ekki gátum við kom-
izt strax að á Fæðingarstofnun-
inni og var þá um að gera að
nota tímann þangað til, til að
hlusta á fyrirlestra prófessor-
anna við háskólann og horfa á
rannsóknir og meðferð sjúkl-
inga þeirra á sj úkrahúsunum.
Um frekari menntun var naum-
ast, þá og lengi síðar, að ræða
fyrir kandídata frá skólanum í
Reykjavík, því að um spítalavist
og störf fyrir þá í Danmörku eða
öðrum löndum var þá ekki að
tala.
Fyrstu dagarnir eftir komu
okkar til Hafnar fóru í að heim-
sækja dönsku prófessorana og fá
leyfi þeirra til að hlusta á þá og
vera með (dönsku) stúdentunum
við rannsóknir og meðferð sjúkl-
inga á sjúkrastofum spítalanna.
Þessir voru prófessorarnir, sem
ég einkum sneri mér til: Próf.
Haslund, próf. Bloch, próf. Fab-
er, próf. Gram, próf. Frieden-
rich og próf. Sörensen. Voru
þetta kennarar í læknisfræði við
háskólann í Kaupmannahöfn,
og fékk ég leyfi þeirra til að
fylgjast með stúdentunum og
einkum þeim, er lengst voru
komnir í náminu eða stóðu næst
lokaprófi, í þá þrjá mánuði, er
eftir voru af háskólaárinu og
kennsla fór fram. Nálega hvern
rúmhelgan dag fór ég að hlusta
á einn eða fleiri af þessum pró-
fessorum. Sá, er ég mest og
næstum daglega hlustaði á, var
próf. Haslund. Hann var yfir-
læknir við fjórðu deild Kom-
mune-spítalans, en þar voru
sjúklingar með húðsjúkdóma og
samræðissjúkdóma. Varð ég að
fara snemma á fætur, því að
kennsla byrjaði klukkan hálf-
átta, en all-löng leið frá bústað
mínum til spítalans. Þegar þang-
að kom, voru prófessorinn, stúd-
entar og einn eða tveir sjúkling-
ar saman komnir í einni stórri
stofu. Stúdent var þá látinn at-
huga sjúklinginn og spyrja hann,
segja álit sitt um eðli sjúkdóms-
ins og meðferð. Prófessorinn
hlustaði á, greip fram í og leið-
rétti, sem vanalega ekki var van-
þörf á, og hélt síðan stuttan fyr-
irlestur um umræddan sjúkdóm
og meðferð á sjúklingum. Þessi
kennsluaðferð var og er á lækna-
máli kölluð „Klinik“. Stóð þetta
venjulega yfir eina klukkustund.
Síðan fór ég oft með Haslund á
stofugang, sem kallað er. Fyrst
fórum við inn í stóra stofu, þar
sem margar ungar stúlkur voru
rúmliggjandi eða við rúm og
sumar illa útlítandi. Þaðan var
svo farið inn í margar aðrar
sjúkrastofur og litið á og lítið
eitt rætt um þá sjúklinga, er þar
voru. Þetta stóð yfir til klukkan
rúmlega tíu. Haslund prófessor
var ágætur kennari, en nokkuð
óþýður á manninn og óheflaður
stundum eða úrillur við stúdent-
ana, en var annars bezti karl og
minnti mig alltaf á Halldór
gamla Friðriksson, heima í Lat-
ínuskólanum. Einu sinni kom ég
lítið eitt of seint og klinik byrj-
uð. Haslund sagði eitthvað
óþvegið um óstundvísi. Þegar ég
kom nær og hann þekkti, hver
syndaselurinn var, sagði hann:
„Om Forladelse, det er en
Læge, — men en Læge har hell-
er ikke Lov til at lave Skan-
dale.“ Ég lét mér þetta sem vind
um eyrun þjóta og ei varð meira
af. Hann var mér alltaf hinn
bezti og gerði sér far um, að ég
hefði sem mest gagn af kennsl-
unni.
Hjá próf. Bloch var ég vana-
lega kl. 9—10 við klinik og fyrir-
lestur. Hann var yfirlæknir á
Frederiksspítala og kenndi hand-
lækningar og var víst ágætur
skurðlæknir. Fyrirlesari var
hann einnig ágætur. Talaði skýrt
og skilmerkilega og kom það sér
vel fyrir mig, sem einkum fram-
an af átti nokkuð erfitt með
dönskuna. Þar var ég með
stúdentum, sem alveg voru
komnir að lokaprófi og var þar
einn íslendingur, Sigurður
Magnússon frá Laufási.
Próf. Gram og Faber voru lyf-
læknar við Frederiksspítala og
kennarar við háskólann. Kom ég
oft nokkuð á klinik hjá þeim, en
þó ekki eins oft og hjá Bloch og
einkum þó Haslund.
Próf. Friedenreich var yfir-
læknir við sjöttu deild Kom-
mune-spítala. Þar voru geðveiki-
sjúklingar. Ég kom oft til hans
og var klinik klukkan hálfeitt
til hálftvö. Ég hafði tiltölulega
minnst not af hans kennslu, því
að bæði var, að málfar hans var
mjög ógreinilegt, og svo virtist,
sem hann væri sígeispandi og
grútsyfjaður og svæfði áheyr-
endur.
í maímánuði var ég hjá próf.
Sörensen, yfirlækni við Bleg-
dams-spítala. Þar voru sjúkling-
ar með smitandi sjúkdóma. Spít-
alinn var utarlega í bænum og
fór ég þangað í sporvagni. Þarna
kom ég þrisvar í viku með stúd-
entum, allan mánuðinn út. í
hvert sinn hittum við fyrst
dyravörð, sem vísaði okkur inn
í herbergi, þar sem við skildum
eftir yfirhafnir okkar, höfuðföt,
jakka og buxur. í herbergi þar
inn af fór ég í annan jakka og
buxnagarma, sem Steingrímur
Matthíasson hafði skilið þar eft-
ir og eftirlátið mér, en hann var
þar mánuðinn fyrir. Nú fórum
við í annað hús, eða í hinn eig-
inlega spítala, og þar fengum við
hvíta sloppa og hvítar húfur.
Þar tók prófessorinn á móti okk-
ur. Hann var hinn viðkunnan-
legasti og margt af honum að
læra. Þar var marga sjúklinga
að sjá með mislinga, skarlats-