Heima er bezt - 01.02.1954, Page 7

Heima er bezt - 01.02.1954, Page 7
Nr. 2 Heima er bezt 39 sótt, barnaveiki o. s. frv. Að af- lokinni klinik, sem vanalega stóð yfir í tvo tíma, kvöddum við prófessorinn og fórum aftur inn í sama herbergi og áður og úr fatagörmunum og úr öllum föt- um, í steypibað og síðan í okk- ar eigin föt og heimleiðis. Hafði ég mjög mikil not af öllu því, er ég heyrði og sá hjá öllum þessum kennurum, og þó einkum af því að sjá svo marga sjúklinga með ýmsa sjúkdóma, sem ég ekki hafði haft tækifæri til að sjá fyrr. Ég var þarna allt- af með mörgum dönskum stúd- entum hins danska háskóla og voru þeir flestir komnir fast að lokaprófi. Gat ég þó ekki séð, að þeir væru neitt lærðari eða betur að sér en kandídatar frá læknaskólanum í Reykjavík. Á fæðingarstofnuninni var ég einn mánuð, frá 10. júlí til 10. ágúst. Þegar við komum til Hafnar, voru öll rúm kandídata þar fullsetin. Höfðum við komið okkur saman um að fara eftir stafrófsröð, er rúm byðist. Þá var Andrés svo heppinn að kom- ast strax að í marzmánuði, því að einn af hinum dönsku forfall- aðist. Jónas og Ingólfur komust að í júlímánuði, en ég átti fyrst að vera þar í ágúst. Nú fékk ég að vita, að Ingólfur og Jónas höfðu ákveðið að fara heim til íslands í miðjum ágúst með Láru. Þótti mér leitt að verða eftir og geta ekki orðið þeim samferða. Gerði ég nú ítrekaðar tilraunir til að fá leyfi yfirlækn- stofnunarinnar, L. Meyers, til að komast fyrr inn, og eftir langa mæðu tókst mér að komast að 10. júlí. Þar varð ég að búa all- an tímann, hafa þar fæði og næturvist, því að ég varð að vera alltaf til staðar, er kallið kom eða bjalla hrngdi, hvort heldur á nóttu eða degi. Þar voru sex eða sjö kandidatar auk mín. Starfsfólk var þar margt. Yfir- læknir Leopold Meyer, þrír aðr- ir læknar og tvær yfirljósmæður og margir ljósmæðralærlingar, innlendir og erlendir, þó var þar enginn íslenzkur. Þarna í fæð- ingarstofnuninni lærði ég margt og mikið og meira en nokkurs- staðar á ekki lengri tíma. Við höfðum lært allt hið bóklega þar að lútandi, vel og vandlega, heima í Læknaskólanum hjá Jónassen gamla, en okkur vantaði allt hið verklega og alla æfingu, en sem við fengum í fæðingarstofnuninni í ríkum mæli. Meðan ég var í Höfn var ég í dönsku lækna- félagi, Medicinsk Foren- ing. Var ég oft á fund- um þar, hlustaði á fyrir- lestra og mál manna. Fé- lagið hafði lestrarstof- ur, er allajafna stóðu opnar félagsmönnum. Þar var mikið bókasafn, læknisfræðitímarit og blöð. Sat ég þar löngum við lestur, er ég hafði ekki öðru að sinna. Hitti ég þar stundum ís- lenzka læknastúdenta, einkum Steingrím Matt- híasson og Halldór Gunnlaugsson. Oft hitti ég aðra ís- lendinga, ýmist heima hjá þeim eða mér, eða ég hitti þá einhversstaðar í bænum. Oftast voru þetta stúd- entar eða við félagar, kandidat- arnir, sem vanalega sáumst daglega, þótt all-langt væri milli okkar. Með þessum löndum fór ég víða um bæinn að sjá það, sem merkast þótti. Ég kom þann- ig í Thorvaldsens Museum oftar en einu sinni. Þar hitti ég Björn Kristjánsson, kaupmann úr Reykjavík með dóttur sinni ungri, nýfermdri. Einnig fór ég í Zoologisk Have og Botanisk Have, og var þar margt að sjá. Vanaiega fór ég gangandi um miðbæinn, annars í sporvagni, sem gekk fyrir rafmagni. Ein- stöku sinnum fór ég með létti- vagni (Droske), en það var eink- um, er ég var á fæðingarstofn- uninni og sendur út í bæ til sængurkvenna, þar sem voru nokkurs konar útibú stofnunar- innar (Filialer). Er farið var út úr bænum var farið með járn- braut. Stundum var ég einn á þess- um ferðum mínum. Þegar fór að vora, fór ég oft með sporvagni út á Amager og tók mér sjóbað á Helgolandbaðstað. Á þeirri leið kom ég stundum við hjá kaup- mannshjónunum Winding, kon- an íslenzk, og naut ágætrar gestrisni þeirra. í einum af þess- um sjóbaðstúrum mínum út á Helgoland, lenti ég í hóp ungra stúlkna, á aldrinum 12—16 ára. Þær voru í meira lagi kátar og hafði ég gaman af að spjalla við þær, því að ég var einn míns liðs. Þær heyrðu fljótt á málfæri mínu, að ég var ekki neinn Dani og spurðu mig því, hverrar þjóð- ar ég væri. Ég sagði sem var, en þær vildu ekki trúa því, sögðu, að ég væri líklega annaðhvort Svíi eða þá Dani, sem hefði dvalið lengi í Svíþjóð. Þegar við skildum og ég fór mína leið, kom ein þeirra hlaupandi á eftir mér og bað mig blessaðan að segja sér hið sanna. Þær héldu víst, að íslendinéur væri sama og Eski- mói. Oft fór ég einn í Tivolí og sá þar allar þær lystisemdir og kúnstir, er þar var að sjá. Þá tók ég mér oft göngutúr út á Löngu- línu, er gott veður var, en það var ekki langt frá íbúð minni. Fáum dögum eftir að ég kom til Hafnar, fór ég með tveimur löndum út á Klampenborg, sem var sumarskemmtistaður og baðstaður fyrir Hafnarbúa, en all-langt utan við bæinn. Þarna drukkum við kaffi inni á veit-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.