Heima er bezt - 01.02.1954, Blaðsíða 8
40
Heima er bezt
Nr. 2
ingahúsi, en um skemmtun var
þar ekki að tala, því aS nú var
vetur í Danmörku. Gengum við
þá upp frá ströndinni upp á
Dyrehavsbakken og inn í Dyre-
haven. Voru vegir allir blautir
og forugir og hvergi mann að
sjá. Smáhús voru þar mörg, en
öll lokuð og læst og mannlaus.
Voru þau á sumrin notuð til
veltinga og gleðskapar. Þar var
mikill skógur allt í kring og
mátti sjá mörg dádýr og krón-
hirti. Fylgdum við þarna engum
vegum og lá við, að við villt-
umst, en af því að skógurinn
var skrúðlaus og aflaufgaður,
trén ekki heldur mjög þétt,
komum við brátt á rétta leið.
Annað sinn fór ég út í Klampen-
borg. Það var Sct. Hans Aften
eða kvöldið fyrir Jónsmessu. Þá
var þar meira líf í tuskunum.
Ég var þá með Ingólfi og Jónasi
og hittum þar brátt tvær stúlk-
ur. Var önnur íslenzk en hin
dönsk og héldum við hópinn um
kvöldið. Var þar kominn mikill
fjöldi fólks innan úr borginni.
Voru þar meiri ærsl og ólæti en
ég áður hafði þekkt til eða gert
mér í hugarlund. Þar voru marg-
ir veitingastaðir, drukkið óspart,
blásið í lúðra og flautur, dansað
og duflað úti og inni. Ekki sá
ég þó marga menn ölvaða, þótt
glaðværðin væri svona úr hófi.
Þrengslin voru svo mikil í mann-
þyrpingunni, að við íslenzka
stúlkan urðum um tíma fráskil-
in við hin, en allt kom þó til
skila að lokum og urðum við
piltarnir samferða stúlkunum
inn í Charlottenlund, en þar
áttu þær heima. Við hinir fórum
hver heim til sín og var þá langt
liðið á vornóttina, sem bæði var
björt og blíð.
Fáum dögum síðar fórum við
Jónas og Ingólfur til Roskilde.
Veður var fremur svalt og dimmt
yfir, en úrkomulaust. Gekk ferð-
in fljótt og vel með járnbrautar-
lest. Er til borgarinnar kom, fór-
um við fyrst inn á hótel og feng-
um okkur þar hressingu. Geng-
um síðan út í bæinn og skoðuð-
um hina víðfrægu dómkirkju og
vorum þar í tvær klukkustund-
ir að skoða margt, sem þar er
merkilegt og víðfrægt, svo sem
líkkistur og minnismerki Dana-
konunga og drottninga þeirra,
altaristöflu og merk málverk.
Þaðan héldum við aftur til hót-
elsins og snæddum miðdegisverð,
buff og spælegg og jarðarber
með rjóma. Þá var eftir að ljúka
aðalerindi okkar til borgarinn-
ar, en það var að heimsækja og
skoða Bistrup, mikið og frægt
geðveikrahæli. Var ekki vanda-
laust að koma því í verk. Jónas
mundi þá eftir því, að lækna-
stúdent, Frederiksen að nafni, er
árið áður hafði komið í heim-
sókn til Reykjavíkur ásamt
mörgum öðrum dönskum stúd-
entum, átti heima einhversstað-
ar í Roskilde. Spurðum við hann
uppi. Var okkur tekið vel hjá
foreldrum hans og sátum þar um
hríð yfir kaffidrykkju og vín-
staupi. Gekk systir piltsins,
Fanney, um beina. Stúdentinn
fylgdi okkur svo til Bistrup og
kom okkur þar á framfæri, en
sneri sjálfur heimleiðis. Aðstoð-
arlæknir, Kranse að nafni, gekk
með okkur um spítalann og sýndi
okkur allt hátt og lágt og marga
sjúklinganna. Við dvöldum
þarna nálega þrjár stundir, en
að svo búnu snerum við aftur til
hótelsins. Eftir beiðni okkar
hitti Frederiksen okkur þar aft-
ur og drakk með okkur kaffi með
koníaki. Til Hafnar komum við,
er langt var liðið á kvöldið.
Síðasta dag júnímánaðar fór-
um við sjö landar til Hilleröd og
Fredensborg, norðarlega á Sjá-
landi. Það voru þrjár ungar
stúlkur, Oddný Vigfúsdóttir frá
Akureyri, Margrét Guðmunds-
dóttir frá Deild á Akranesi og
stúlka, er með henni bjó, Guð-
rún að nafni. Piltarnir voru Jón-
as Kristjánsson, Ingólfur Gísla-
son, Guðmundur Björnsson frá
Svarfhóli og sá, er þetta ritar.
Við lögðum af stað frá Norður-
brautarstöðinni um dagmálabil
og héldum til Hilleröd. Á þeirri
leið var það okkur til skemmt-
unar, að með okkur í vagninum
var gamall, danskur karlfauskur,
sem lét eins og hann væri ekki
með öllum mjalla, var síblaðr-
andi, einkum við stúlkurnar, en
þó mjög góðlátlega og tók það
ekki illa upp, þótt við hentum
dálítið gaman af honum. í Hille-
röd skoðuðum við Frederiksborg
með merku safni, sem þar er.
Það var nokkurskonar forn-
minjasafn með málverkum og
öðrum myndum úr sögu Dan-
merkur. Þar voru m. a. mynda-
styttur Snorra Sturlusonar,
Saxo Grammaticusar, allskonar
vopn og málverk af Reykjavík,
höfninni og norðurfjöllunum, er
þaðan má sjá. Þaðan fórum við
gangandi til Fredensborg, sem
er merk höll við Esromvatn. Við
fórum okkur hægt og ýmist eft-
ir aðalgötum eða hliðarstígum
í miklum skógi og þéttum, en
veðrið var indælt, logn og sól-
skin. Við hvíldum okkur í rjóðri,
skammt frá bóndabæ. Við Guð-
mundur vorum sendir heim á
bæinn til að fala þar mjólk eða
að minnsta kosti vatn til að
svala þorstanum, því að öll vor-
um við þreytt og þyrst af göng-
unni. Heima hittum við stúlku
eina, og er við bárum upp er-
indið, var þar engin fyrirstaða.
Við Guðmundur vorum báðir á
sama máli um, að stúlkan væri
lagleg og hugþekk, en kom þó
saman um, að hann skyldi flytja
mjólkina út í rjóðrið til sam-
ferðafólksins, en ég yrði eftir
sem gísl, því að við fengum lán-
uð ýms ílát undir mjólkina. Sat
ég svo um hríð hjá stúlkunni,
spjallaði við hana og drakk
mjólk. Ekki sá ég þar annað fólk.
Áður en varði kom Ingólfur með
ílátin og ég varð þá að kveðja
og borga greiðann. Er til Fred-
ensborg kom fórum við inn á
veitingastað og keyptum okkur
máltið, súpu, kola, kjúklinga
með tilheyrandi kryddi og í
ábæti jajrðarber í rjóma. Við
vorum þarna allan seinni hluta
dagsins að skoða umhverfið og
höllina. Þar bjuggu oft erlendir
frændur og sifjalið dönsku kon-
ungsfjölskyldunnar, er þeir
dvöldu í Danmörku á sumrum.
Við karlmennirnir fengum okkur
bað í Esromvatni. Það var hið
þægilegasta bað, enda synti ég
lengst út á vatnið, sem var lygnt,
hálfvolgt og tært. Heim til
Hafnar fórum við ekki fyrr en
með seinustu lest klukkan 10.
Við vorum öll kát og sungum og
trölluðum óspart á leiðinni, þótt
suma væri farið að syfja. Á
brautarenda skildu leiðir, við
Guðmundur fylgdum Oddnýju
heim til hennar, því að mjög
var orðið framorðið. Þó komum