Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 10
42
Heima er bezt
Nr. 2
Astrid Stefánsson:
VARÐHUNDURINN
Dýrasaga
Hann hafði ekki verið á marga
fiska, þegar hann var tek-
inn frá mömmu sinni, ásamt
systkinum sínum, og settur í
kassa og sendur af stað á skrölt-
andi mjólkurvagni húsbóndans.
Það byrjaði með því að ókunn-
ugur maður kom dag nokkurn
heim á bæinn. Hann fylgdist með
húsbóndanum út í skúrinn, þar
sem hvolparnir voru að sjúga
mömmu sína og höfðu það þægi-
legt.
„Fallegir hvolpar," sagði hús-
bóndinn.
„Kynblendingar,“ sagði ókunni
maðurinn fyrirlitlega.
„Já, víst eru það kynblending-
ar,“ svaraði húsbóndinn ólund-
arlega. „Haldið þér að ég mundi
selja yður þá, ef þeir væru ó-
blandaðir?“
Hvolparnir höfðu kropið þétt-
ara að móðurinni, er reyndi að
skýla þeim með sjálfri sér, um
leið og hún urraði aðvarandi að
ókunna manninum.
„Fimm krónur,“ stakk hann
upp á.
„Eruð þér með öllum mjalla,
maður! Þeir eru átta. Það er ekki
einu sinni króna fyrir hvem.“
„Þér megið vera ánægður með,
að nokkur skuli bjóða yður pen-
inga fyrir þetta rusl,“ sagði
kaupandinn væntanlegi. „Mun-
ið, að við verðum að kosta flutn-
ing á þeim til Kaupmannahafn-
ar, og auk þess verðum við að
taka með í reikninginn, að helm-
ingurinn drepist, áður en við
getum selt þá. Það er engin gull-
náma, að verzla með hunda. Það
er allt of mikil rýrnun á vör-
unni.“
„Átta krónur,“ var uppástunga
húsbóndans.
„Átta krónur fyrir þetta
þarna?“ Hundakaupmaðurinn
stjakaði við einum hvolpinum
með fætinum. „Kemur ekki til
mála! Þá megið þér gjarna
drekkja þeim í mógröfinni."
Hann myndaði sig til að fara.
„Nú, jæja, takið þér þá fyrir
fimm krónur,“ sagði húsbóndinn
gremjulega.
Móðirin hafði andæft hástöf-
um, þegar þeir tóku hvolpana frá
henni. Henni hafði verið það allt
of Ijóst, að hún mundi aldrei fá
að sjá þá framar. Þeir höfðu líka
af veikum mætti sýnt mót-
spyrnu; höfðu ýlfrað og spark-
að. En það var allt gagnslaust.
Ferðin hafði verið allt annað
en skemmtileg, og þegar kassinn
loks var kominn til hundasal-
ans, hafði hann sagt mörg ljót
orð.
„Skárra er það nú óþverra
draslið! Og einn er ofan í kaup-
ið steindauður.“
Það var rétt. í angist sinni
höfðu hvolparnir þrýst sér svo
fast hver að öðrum, að ein litla
systirin hafði kafnað í þrengsl-
unum.
Hann mundi fátt annað frá
þessum tíma, en að hann hafði
verið soltinn. Þeir höfðu verið
settir hjá hvolpum, sem voru
eldri en þeir sjálfir, og börðust
alltaf um matinn. Eitt systkina
hans hafði verið bitið, svo að það
varð að lóga því; annar hvolpur
varð veikur í maganum og dó.
Nú voru þeir aðeins fimm. Þeir
lágu í þéttum hóp á nóttunni, til
þess að hafa hlýju hver af öðr-
um; það var kalt í skúrnum um
nætur.
Stundum komu viðskiptavinir
í búðina. Flestir létu sér nægja
að líta rétt aðeins á hvolpana
og fara síðan. En einn góðan
veðurdag komu hjón með litla
telpu.
„Ó, sjáðu litlu hvolpana,
mamma!“ sagði telpan.
Hvolpurinn hljóp út að netinu,
reis upp á afturfæturna og
sleikti hönd telpunnar.
„Sjáðu mamma! Er hann ekki
yndislegur? Má ég ekki eiga
hann?“ sagði barnið glaðlega.
„Hann er af blönduðu kyni,“
sagði faðir hennar. „Við skulum
heldur líta á einhvern, sem er
hreinræktaður.“
„Nei,“ sagði telpan og stappaði
í gólfið, „ég vil fá þennan.“
„Fyrsta floJcks hundur verður
líka miklu dýrari,“ sagði hunda-
kaupmaðurinn.
„Hvað kostar litla tötrið?“
spurði faðirinn.
„Þér skuluð fá hann fyrir tíu
krónur, því að ég vil gjarnan
verða af með hann. Ég býst við
nýrri sendingu þessa dagana, og
verð að rýma,“ sagði kaupmað-
urinn.
„En ég vil heldur borga meira
og fá hund, sem er af góðu kyni,“
sagði faðirinn.
Litla stúlkan fór að gráta.
„En úr því að Ingu lízt nú
svona vel á hann?“ sagði móðir-
in.
„Nú, jæja þá!“
„Hann líkist litlu björnunum í
dýragarðinum,“ sagði Inga him-
inglöð, þegar hún hafði fengið
Frú Astrid Stefánsson, höfundur þessar
smásögu, er norsk að œtt, og hefur átt
heima í Kauymannahöfn um margra ára
skeið. Hún er gift Þorsteini Stefánssyni rit-
höfundi. Astrid Stefánsson hefur skrifað
eina skáldsögu, „Paa egne Ben.“ Kom hún
út í Kaupmannahöfn, en hefur einnig kom-
ið út á íslenzku fyrir tveimur árum, og heit-
ir í ísl. þýðingunni „Ungfrú SólbergAuk
þess hefur hún skrifað fjölda smásagna.
Eins og saga þessi ber með sér, er Astrid Stefánsson mikill
dýravinur, og hefur starfað mikið að þeim málum í Dan-
mörku, verið ritstj. dýraverndunarblaðs og ferðast viða um
lönd sem fulltrúi fyrir dýraverndunarfélög í Danmörku. Astrid
Stefánsson var nokkurn tíma hér á landi síðastliðið sumar.