Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 11
Nr. 2
Heima er bezt
43
hvolpinn heim og sat og strauk
hann allan. Hann á að heita
Bangsi, og það er hundurinn
minn.“
Og Bangsi horfði á hana með
tryggu hvolpsaugunum sínum og
sleikti hönd hennar.
Þegar nokkrir dagar voru liðn-
ir, varð Bangsi sjúkur. Honum
var illt í maganum.
„Sóðaskapur!“ sagði faðirinn
og mamman andvarpaði og
þurrkaði og þvoði gólfið þar
sem hvolpurinn var.
„Við verðum að skila honum
og fá góðan hund í staðinn,“
sagði faðirinn. „Það borgar sig
ekki að borga dýralækninum
fyrir að líta á þetta ræksni.“
„Þetta er hundurinn minn, og
hann skal ekki verða sendur
til hundakaupmannsins aftur,“
sagði Inga og hélt fast á hund-
inum sínum litla.
Og eins og vant er að vera:
Einkabarnið fékk vilja sinn.
Um tíma leit út fyrir að tíu
krónunum hefði verið eytt til
ónýtis, en Bangsi var auðsjáan-
lega hraustur, þrátt fyrir allt;
honum batnaði. Og þegar hann
hafði unnið bug á sjúkdóminum,
varð hann stærri og sterkari með
hverjum deginum sem leið.
Inga litla og Bangsi voru óað-
skiljanleg. Hún kærði sig ekki
lengur um brúðurnar sínar; hún
brást leikfélögum sínum. Hvar
sem hún fór, var þessi stóri,
luralegi hundur á hælum henn-
ar. Á nóttunni svaf hann á mottu
við rúmið hennar. Fyrir kom
það, að Ingu dreymdi illa, svo
að hún vaknaði hrædd. Þá rétti
hún út höndina og strauk hund-
inum. Strax var Bangsi glað-
vakandi; hann barði skottinu í
gólfið, og mjúka tungan hans
sleikti hönd hennar og gerði
hana rólega.
Og árin liðu. Stríðið skall á.
Inga var bráðum orðin fullorðin
stúlka og átti að fermast um
vorið. Áhugamál hennar voru
orðin önnur. Hún fór í bíó með
vinkonum sínum og stóð á götu-
hornum með drengjunum úr
skólunum og rabbaði við þá.
„Hvert ætlarðu?“ spurði móð-
irin.
„Út,“ svaraði Inga eins og út
í hött.
„Á Bangsi ekki að fara með?“
„Ó, mamma, ég get ekki alltaf
verið að dragast með þennan
hund,“ sagði Inga gremjulega,
og þegar Bangsi kom hlaupandi
á eftir henni og dinglaði ákaft
skottinu, sneri hún sér við; reiði-
lega: „Svei, þér seppi! Leggstu
í körfuna þína!“
„Það er hræðilegt, hvað þessi
hundur getur étið,“ sagði móðir-
in. „Skömmtunarseðlarnir okkar
nægja ekki.“
Dag einn sá faðirinn auglýs-
ingu í blaðinu: „Stór varðhund-
ur óskast,“ stóð þar. Hann
hringdi í símanúmerið og mað-
urinn kom og bauð 100 krónur 1
Bangsa. Því að nú var stríð og
allar óskammtaðar vörur höfðu
hækkað í verði.
„Hvað segir þú við þessu,
Inga?“ spurði faðirinn.
„Mér er sama,“ svaraði stúlku-
barnið. Hún var orðin leið á því,
að hundurinn elti hana hvert
sem hún fór.
Daginn eftir kom nýi eigand-
inn til þess að sækja Bangsa.
Inga stóð úti á götu ásamt Evu,
Kaj og Óla.
„Ætlarðu ekki að koma upp og
kveðja Bangsa?“ spurði móðirin
út um gluggann.
Inga ætlaði að fara, en þá tók
hún eftir því að Óli brosti
stríðnislega.
„Ég hef ekki tíma til þess,“
sagði hún, „gefðu honum sykur-
mola frá mér.“
Bangsi fylgdist fúslega með
manninum niður tröppurnar. En
þegar þeir komu út á götu, og
hann kom auga á Ingu á horn-
inu, fór hann að gelta og togaði
í snúruna.
„Geturðu gegnt, bölvað kvik-
indið þitt!“ sagði maðurinn og
sló Bangsa með svipunni.
Hundurinn urraði, og það er
ekki gott að vita, hver endirinn
hefði orðið, ef Inga hefði ekki
komið hlaupandi. Hundurinn
varð ofsakátur og flaðraði upp
um hana.
„Svona, svona, þú óhreinkar
kápuna mína,“ sagði hún ávít-
andi og sneri sér svo að mann-
inum: „Þér megið ekki berja
Bangsa. Hann hefur aldrei verið
barinn.“
Hún strauk loðið höfuð hunds-
ins og sagði vingj arnlega, eins og
forðum daga: „Svona, vertu nú
góður hundur og farðu með
manninum.“
Bangsi leit sorgbitnu augna-
ráði á hana og virtist verða for-
viða. Svo labbaði hann á stað
með hinum nýja eiganda sínum.
Einhversstaðar úti á Norður-
brú er stórt svæði, sem notað er
fyrir geymslu á vörum. Há fjala-
girðing er allt í kring, og yfir
innganginum er málað með stór-
um bókstöfum: „HUNDURINN
ER LAUS.“
Og sannarlega leit út fyrir, að
fólk væri hrætt við að ganga
þarna framhjá. Milli fjalanna er
stór rifa á einum stað, og þar
hefur fólk stundum séð loðnum
hundshaus bregða fyrir. Já, það
væri líklegast betra að koma þar
ekki of nálægt; og margir ganga
í boga framhjá þessu svæði.
En dag einn kemur Lísa litla
framhjá. Hún er fimm ára.
Mamma hennar hefur sent hana
eftir brauði með kaffinu. Lísa er
ekki læs, og þessvegna hefur hún
enga hugmynd um, að grimmur
hundur sé bak við plankagirð-
inguna. Hún gægist inn um rif-
una og sjá, þarna kemur stórt,
loðið dýr á móti henni.
„Seppi, seppi!“ kallar Lísa
glaðlega. Og hundurinn kemur
nær, með löngu, rauðu tunguna
lafandi út úr sér. Nú er hann
nærri kominn að rifunni, og þeg-
ar bláu, barnslegu augun henn-
ar Lísu mæta dapurlegu augna-
ráði hundsins, teygir stúlkan allt
í einu höndina inn gegnum rif-
una og klappar hundinum á
höfuðið.
„Aumingja seppi!“ segir hún,
„en hvað það er leiðinlegt, að þú
skulir híma þarna aleinn. Er það
ekki afskaplega leiðinlegt fyrir
þig?“
Hundurinn dinglar vinalega
skottinu og sleikir hönd barnsins.
„Þú hlýtur að vera voðalega
svangur, aumingja hvuti minn!
Villtu ekki fá eina köku?“
Hundurinn tekur sælgætið úr
lófa telpunnar.
„Hvað er að þér?“ segir
mamma Lísu, þegar hún kemur
heim. „Hefurðu borðað af kök-
unum?“
Lísa þegir og veit sökina á sig.
Hún ætlar ekki að láta fullorðna
fólkið komast að leyndardómin-
um.