Heima er bezt - 01.02.1954, Side 13

Heima er bezt - 01.02.1954, Side 13
Nr. 2 Heima er bezt 45 Frá Raufarhöfn. (Ljósm.: Höf.) stinga ofurlítið í kaun náung- ans, en það er nú einu sinni þeirra mennt og af öllum vel séð. Hér er kominn íþróttamaður, Björn úr Firði í Seyðisfirði. Sýn- ir hann hér mjög skemmtilega fimleika á slá, ásamt öðrum manni. Dagurinn líður, sól lækkar á lofti og þegar húmið færist yfir, byrjar hljómsveitin að leika og unga fólkið að draga sig saman og stíga út á dansgólfið. Og hvað sé ég? Er ekki félagi minn, Bjarni Grímsson kominn á skyrtuna og byrjaður að leika með hljómsveitinni. Ég get ekki annað en látið mig njóta þessa og reynt að fá lokkaprúðu unn- ustuna hans með mér út á dans- gólfið, það er að segja, ef annar er þá ekki kominn á undan. Nei, stundum er maður heppinn. Og fyrr en varir er ég kominn inn í hringiðu þessa dansandi fólks og búinn að gleyma mínum mörgu árum og gisnu, gráu hár- um. Og þegar ég lít í kringum mig, sé ég, að svo hafa fleiri gert. Leið mín liggur til Seyðis- fjarðar. Og nú finnst mér sem ég komi í annan heim. Hér virð- ist allt bera vott um veldi þess, sem var. Reisulegar byggingar í gömlu formi eru einkenni kaup- staðarins. Umhverfið er ein- kennilega fallegt. Fjöllin há og fast mótuð speglast í djúpi fjarðarins, sem nú er lognslétt- ur. Þrátt fyrir það, þótt úti á miðum sé stormur, svo að síld- veiðiflotinn hefur leitað lands. Skipafjöldinn, sem liggur við bryggj urnar, er til að sjá sem heill borgarhluti og sjómennirn- ir fara í stórhópum um göturn- ar og fylla allar sölubúðir, sem hér virðast þó æðimargar, þeg- ar miðað er við fólksfjöldann í kaupstaðnum. Hér má heyra sambland af öllum Norðurlanda- málum, a.m.k. norsku, sænsku, finnsku, færeysku og íslenzku. Ég hef stutta viðdvöl hér á Seyðisfirði. Þegar ég kveð bæ- inn og bíllinn rennur upp bratt- ann í áttina til byggðar Sveins bónda á Egilsstöðum, verður mér litið um öxl og ég hef það á með- vitundinni, að hér hafi ég meira séð af því, sem var, en því sem er eða koma skal. Ennþá hef ég ekki komið að Hallormsstað, en þangað munu þó flestir leggja leið sína, sem um Aust- urland fara. Ég hef þó ákveðið að láta það hjá líða í þetta sinn í þeirri von, að þess gefist síðar kostur. Það er gott að eiga eitthvað ó- séð af því, sem hugann dregur hér austur. Mínir ungu vinir, Bjarni og Hanna, eru á vesturleið og með þeim fæ ég far. Dvölin rá Egilsstöðum hefur verið hin ánægjulegasta. Þá erum við á Jökuldalsheiði. Veðrið er gott og sér vel um hin víðlendu heiðalönd, þar sem áð- ur stóð mikil byggð. Nú eru hér aðeins rústir, þögult vitni hinn- ar töpuðu baráttu. Á Grímsstöðum erum við um hádegi og gerum Hólsfjalla- hangikjötinu góð skil. Ég fer að spyrja öldunginn, sem í stofunni situr, um forna háttu fólksins, sem Fjöllin byggði. Ójú, margt hefur breytzt, sérstaklega með aðdrætti alla, síðan vegurinn kom austur Fjöllin. Áður var sótt til Vopnafjarðar, 18 klukku- stunda lestagang, eða þá til Kópaskers. Var stundum verið 4 sólarhringa í slíkri kaupstað- arferð, þó að engin sérstök óhöpp hentu. Fólkið var líka fleira á heim- ilunum þá en nú og verkaskipt- ingin því auðveldari. Hér er féð gagnsamt og þarf oft lítið að gefa, því á melþúfunum er beit- in góð og sverfur jafnan af þeim, þótt fannir geri. í Axarfirði skilja leiðir. Ég kveð mína ágætu samferða- menn með þökk fyrir kynningu og fyrirgreiðslu alla. í Ásbyrgi tek ég áætlunarbílinn austur til Raufarhafnar, hann kemur kl. 8 um kvöldið og nú liggur leiðin í átt til Norðurhafs. Hér hef ég aldrei farið um áður, en þó er sem mæti mér heimaleg kveðja, þegar ég sé öldurnar gjálfra við útnes og voga og viðarhrannirn- ar á ströndinni. Hér mun fög- ur útsýn í góðu veðri og stór- brotin, þegar stormar. Rökkrið færist yfir. Ljós gufa sézt framundan og annarleg lykt berst að vitum okkar. Nú heyrist þungur véladynur. Billinn rennur inn í þorpið. Við erum komin á Raufarhöfn, nyrzta athafnabæ á íslandi. Hér búa þau Snæbjörn Einarsson kennari og Eríka Stakaliese, kona hans. Þar kveð ég dyra og mér er tekið opnum örmum. Raufarhöfn. Nýr dagur. Allt er á ferð og flugi. Síldarverk- smiðjan hefur varla undan að hagnýta þau hráefni sem nú berast að landi. Skip koma hlað- in afla, önnur stefna út til hafs í leit eftir nýrri veiði. Allir eru í önnum. Síldin flæðir um bryggjur og plön. En þrátt fyrir það þó blómlega horfi í dag, virðist sem fólkið hafi mjög tak- markað traust á þessari vel- gengni. Reynsla undanfarinna ára hefur orðið mörgum erfið. Sérstaklega kemur þetta fram hjá því fólki, sem er hér stað- bundið og byggir afkomu sína að verulegu leyti á sumarat- vinnu. Margt er hér af aðkomu- fólki, sennilega mun fleira en þorpsbúar, setur það mjög svip sinn á bæinn. Dagurinn líður. Það er gaman að reika einn um þorpið í kvöld- rökkrinu og virða fyrir sér um- hverfið og viðbrögð þeirra sem á ferli eru. Hafgolan ber með sér hressandi saltan keim Norð- urhafsins, sem hér blandast þef af saltsíld og lýsi. Dansleikur. Hér er glatt á hjalla, svo Lárus Salómonsson, sem nú er hér vörður réttarins,

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.