Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 17
48 Heima ek bezt Nr. 2 Hiima kk bezt 49 Nr. 2 Sigurjón frá Þorgeirsstöðum: Frá Algiersborg til Bou Saada Siðastliðið sumar fór hópur íslendinga í skemmtiferð til Miðjarðarhafs- landanna með Gullfossi. Komu þeir, meðal annarra staða, við í Algier á norð- urströnd Afríku, en eins og kunnugt er, kemur sú öorg mjög við frásagnirnar um Tyrkjaránið á íslandi 1627. HEIMA er BEZT birtir hér fyrsta hluta ferða- sögu frá þessum slóðum, eftir einn þátttakandann, en Þorvaldur Ágústsson, sem einnig var með i ferðinni, og er lesenclhm ritsins að góðu kunnur fyrir margar ágœtar myndir, sem það hefur birt eftiri hann, tók meðfylgjandi myndir i ferð- inni. * I. Þann 1. dag aprílmánaðar ár- ið 1953 skríður glæsilegasta haf- skip íslendinga, Gullfoss, upp að ströndum Algiers í Norður- Afríku. Það er árla morguns. Miðjarðarhafið er spegilslétt; \ himininn heiður og blámaður. Á þilförum skipsins er þéttskipað fólki, sem mænir eftirvænting- araugum til landsins, er rís fyrir stafni. Nafn þessa lands er ritað í annála íslands. Fyrir 326 árum höfðu sjóræningjar á svörtum skipum siglt þaðan alla leið norður í Grindavík, Berufjörð og Vestmannaeyjar, framið þar morð og mannrán. Þá voru um hálft fjórða hundrað íslending- fluttir suður í Barbaríið, þar sem þeir gengu mansali. „Suður í Algiersborg var bjart, bros á hverjum vanga“, lætur skáldið frá Fagraskógi prestsfrúna í Saurbæ skrá í vísnakver. Auðvitað er það orða- leikur til að skapa skarpar and- stæður í kvæðinu. Spor þrælsins eru venjulega þung, og erfitt að mæta brosandi móðgunum og misþyrmingum, þó munu ýms- ir íslendinganna hafa hlotið mannvirðingar og hamingju í þessu nýja heimkynni. „Tyrkjaránið" — svo er rán Algiers-manna jafnan kallað — orsakaði ógn og skelfingu á ís- landi. Þjóðin lifði lengi síðan í kveljandi ótta um, að slíkur kapituli mundi verða endursagð- ur í annálunum. Jafnvel skaft- fellskur prestur orti mikinn kvæðabálk, er hann nefndi Tyrkjasvæfu, kyngimagnaðar formælingar yfir ræningjunum, óskir um byrleysi og hrakfarir, brennheita bæn til skaparans, að hann gerði ljóð skáldsins að máttugum áhrínsorðum. Á það verður ekki lagður dóm- ur, hvort séra Magnús á Hörgs- landi hefur ort svæfu sína á óskastund. Hitt er víst, að Algiersmenn komu ekki aftur á ræningjaskipum norður til ís- lands. En nú siglir íslenzkt hafskip inn flóann fram undan Algeirs- borg. Á þiljum er mannþyrping: 280 íslendingar á leið til Norður- Afríku. Ekki hlekkjaðir fangar beygðir af illri aðbúð og sjóvolki. Hér eru á ferðinni frjálsir menn á fögrum farkosti. Ekki eru þeir hingað komnir til að hefna harma landa sinna, sem voru reknir hér á land árið 1627. Mildi dauðans hefur breitt yfir tár og þjáningar þeirra, sem þoldu herleiðinguna. Og afkom- endur þeirra hafa runnið spor- laust inn í algierisku þjóðar- brotin. Gullfoss er ekki banvænn víg- dreki. Hann fiytur friðsama gesti. Þar skal fyrst telja söng- stjóra Karlakórs Reykjavíkur, Sigurð Þórðarson, með sína fjörutíu listamenn. Þeir ætla að tala við Afríkumennina á göf- ugu máli sönggyðjunnar, gefa þeim kost á að hlusta á rödd ís- lands í tali og tónum. í hörpu þeirra er íslenzkur sjávarniður og fossakliður, íslenzkur austan- kaldi í þöndum voðum árafleyt- unnar, íslenzkur ástaróður, ís- lenzkur tregi í angan gamalla minninga, íslenzk vögguljóð, mild og róandi. En þó að listamennirnir séu handgengnir sönggyðjunni og njóti ástar hennar í ríkum mæli, þá hafa þeir samt ekki látið sér nægja samfylgd þeirrar gyðju einnar. Þeir hafa tjaldað því allra bezta, sem þeir eiga til: Þeir hafa tekið með sér — eigin- konurnar! Þá má nefna áhöfn skipsins. Þar er valinn maður í hverju rúmi. Sérstaklega munu farþeg- ar elska brytann og liðskost hans í borðsal og eldhúsi. Það er auð- vitað matarást. En matarást get- ur verið einlæg. Og hér er hún ekki óverðskulduð. Og svo er hann Ásbj örn Magn- ússon. Hann hefur um sig all- fjölmenna hirð. Síðastliðna daga hefur hann staðið við afgreiðslu- borðið á skrifstofunni, bullsveitt- ur á skyrtunni, eins og ónafn- greindur náungi úr íslenzkri kimnisögu. En Ásbjörn, vinur minn, hefur ekki tekið á móti sálum, heldur afhent skjólstæð- ingum sínum orlofsbækur, á- vísanahefti á alls konar jarð- neskar dásemdir. í dag eigum við að framvísa fyrstu bókinni. Það er fyrsti apríl. En það gerir ekkert til. Sá hleypur ekki apríl, sem hefur dagskipan frá Ásbirni Magnús- syni í vasanum. II. Algiere er frönsk nýlenda. Nafn landsins er samheiti nokk- urra fylkja; það er Oran, Algier og Constantine, ásamt fjórum vinjahéruðum suður í eyðimörk- inni. Frumbyggjarnir eru kallaðir Berbar. Þeir eru af hamiskum kynstofni, afkomendur Númidíu- manna. Mega þeir muna fífil sinn fegri. Konungur þeirra var samherji Rómverja í stríði við Karþagóborg. En seinna kom röðin að Númidíu að verða róm- versku heimsveidisstefnunni að bráð. Nítján aldir eru liðnar frá því, að Berbarnir glötuðu frelsi og konungdómi. Á þeim tíma hefur þarna gerzt viðburðarik saga. Fornar rústir minna á yfirdrottun Rómverja. Snemma á miðöldum flæða Arabar inn i Atlaslöndin til bú- setu. Áhrif þeirra urðu mikil í andlegum málefnum. Þeir snéru ladnslýðnum til Múhameðstrúar. Hafnarbæirnir urðu um langt skeið aðsetursstaður alls konar ævintýralýðs. Þar var alþjóðlegt safn af trúskiptingum, harð- fengum sægörpum, grimmlynd- um og vægðarlausum. Mansal var arðvænleg atvinnugrein, enda leituðu barbariskir sjóræn- ingjar víða til fanga, — jafnvel langt út á Atlantshaf. Tveim öldum eftir „Tyrkja- ránið“ á íslandi, gera Frakkar innrás í Algiere og hafa lagt það undir sig 1830. Þar með er brotið blað í sögu víkinganna úr Bar- baríinu. En á næsta ári hóf ung- ur Arabahöfðingi, Abd-el-Kader (þjónn hins almáttuga) heilagt stríð gegn Frökkum. Það átti að verða frelsisstríð Algieremanna og stóð í sextán ár. Þá var „þjónn hins almáttuga" tekinn til fanga, en gefin grið. Senni- lega hefur það ekki verið af manngæzku einni saman, að sig- urvegarnir þyrmdu lífi hans — þeir munu hafa óttast ofstæki trúbræðra hans, ef hann yrði dæmdur undir öxina. Og nú eru einmitt sjötíu ár síðan þessi upp- reisnarforingi dó austur í Dam- askus og hvarf inn í sælu síns eina sanna guðs. íbúatalan í Algiere mun vera á sjöundu milljón. Þar af rúmar fimm milljónir Berbar, Márar og Arabar. Hitt eru evrópumenn, ýmissa þjóða, aðallega Frakkar. Gyðingar eiga þar fulltrúa, ekki sízt i verzlunarstéttinni. Algier er höfuðborg nýlend- unnar. Þar eru 450 þúsund íbú- ar, þá útborgir meðtaldar. Þar situr landsstjórinn og fulltrúa- þingið. Borgin stendur á margra kílómetra strandlengju við vest- an verðan flóa, sem í lögun minnir á hálfmánann. Hún er mikil iðnaðar- og verzlunarmið- stöð. Og þar er ein mesta sigl- ingahöfn við Miðjarðarhaf. Borgin á tíu alda sögu. Hún er reist framan í hæðum. Víða hef- ur bergið verið sprengt til að fá rými fyrir húsasamstæður, sem eru reistar í þrepum upp eftir hlíðinni. En ofan við borgina gnæfir brún hæðarinnar skógi- vaxin. Þessi borg er bæði forn og ný, austurlenzk og evrópisk í bygg- ingarstíl. Á einum stað gnæfa hvolþök og turnspírur á veglegu bænhúsi arftaka kaupmannsins frá Mekka. Á öðrum stað rísa nýtízku vöruskemmur kaup- manna, sem aldrei fá köllun til að verða spámenn guðs. III. Hafnsögumannsbátur kemur á móti Gullfossi. Síðan koma nokkrir menn, einkennisklæddir, frá vegabréfaeftirlitinu. Þeir vinna rösklega, stimpla vega- bréfin, án þess að líta á nöfn eða myndir eigendanna. Fáklæddur maður rær einni ár, svinglar um stund á kajak umhverfis íslandsfarið. Hann bregður hvað eftir annað hönd fyrir augu, hvessir sjónina. — Fleytan hans er ljósbrún, bolur- inn fagur og rennilegur. Það hafði verið búizt við því, að Gullfoss legðist á ytri höfn- inni; farþegar yrðu fluttir í land á vélbátum. En nú er honum rennt inn í hafnarkvíarnar, lagt þar við flotbryggju. Og á níunda tímanum stíga Algierborg. Arabahverfið yzt til vinstri. Gullfoss í höfninni ofarlega á miðri myndmm.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.