Heima er bezt - 01.02.1954, Page 24
56
Heima er bezt
Nr. 2
Magnús Jóhannsson, Hafnarnesi:
Svona fór um sjóferð þá
því í stúku. Sú ráðabreytni varð
mér happasæl. Átti ég margar
góðar stundir með stúkufélögun-
um. íslendingar höfðu þrjár
stúkur í Winnipeg. VaE það föst
regla að þær gengjust fyrir einni
skemmtiferð á sumri hverju, og
var oftast farið til Nýja íslands.
Til Nýja íslands var farið með
járnbraut um 20 mílna leið til
Selkirk. Þaðan var farið með
gufubát á Winnipegvatni tveggja
stunda ferð til Gimli. Skemmt-
unin var vanalega haldin í skógi
undir berum himni, en veitingar
voru í tjöldum. Við vorum alltaf
mjög heppin með veður. Stund-
um var þó all hvasst á vatninu
og urðu sumir sjóveikir. — Til
skemmtunar voru ræðuhöld, í-
þróttir, hlaup, stökk, reiptog o.
s. frv. Dansað var í tvo tíma áð-
ur, auk þessa var alltaf söngur
og hljóðfærasláttur, en þegar
dimmt var orðið var skemmtun-
inni slitið og lagt af stað heim-
leiðis. Tók ferð þessi allan dag-
inn og fram á nótt. Stúkan í
Gimli tók á móti okkur og sá
fyrir öllum veitingunum.
Tvær systur íslenzkar þekkti
ég. Voru þær búsettar í Winni-
peg. Það kom eitt sinn fyrir, að
önnur þeirra hvarf og fannst
ekki í nokkra daga. Systir henn-
ar var mjög armædd yfir að vita
ekki, hvar hún var niður komin.
Svo vitnaðist, að hún væri á
matsöluhúsi niðri í bæ. Stúlkan
bað mig að sækja systur sína
sunnudagsmorgun einn, og varð
ég við bón hennar. Mun systirin
hafa verið mjög óánægð þar sem
hún hafði unnið þennan tíma.
Hún fylgdist með mér heim til
systur sinnar, en þar talaðist svo
til, að hún yrði þar ekki fram-
vegis. Var hún því aðeins nótt-
ina hjá systur sinni, en þessa
sömu nótt brann stórt hús áfast
við hús það, þar sem hún hafði
unnið áður. Húsið var byggt úr
múrsteini og er veggirnir féllu
niður, hrundu tveir veggir á húsi
því, sem hún hafði verið í þessa
daga og urðu tuttugu manns
undir er húsið hrundi. Bjargaði
það lífi hennar, að hún var hjá
systur sinni þessa nótt. Af
barnaskap hafði hún ekki látið
systur sína vita, hvar hún var
niðurkomin, en hún réðst þang-
að án þess að ráðfæra sig við
Framh. á bls. 61.
Sú mesta aflakló, sem ég hef
róið með, er Brandur gamli
Snjólfsson. Það var sama hvar
við lögðum, hvort það var grunnt
eða djúpt, alltaf fengum við í
kjaftfulla kænuna.
En hvinskur var hann, karl-
sauðurinn, hreinasti djöfull í
veiðarfærum, enda kvörtuðu
margir undan hnífnum hans.
Ég reri með honum eitt sumar,
varð guðsfeginn haustinu, féll
ekki við fingralengd hans.
Við lágum við í Víkinni. Þaðan
var stutt að sækja út á hin á-
gætustu mið. Við sóttum mest á
svokallaðar Glöggvur, en það
eru nákvæm mið, örmjóar sand-
lænur, en hraunkargar á bæði
skaut. Þarna var fiskur svo gráð-
ugur ef lagt var á hægindum, að
enginn öngull var auður. Við
beittum mest með kræklingi,
höfðum ljósabeitu til drýginda.
Yfir tíu bátar lágu þá við í
Víkinni, mest skektur og tveir á.
Flestir voru formennirnir mið-
aldra með syni sína nýfermda.
Kapp mikið var milli karlanna.
Allir vildu verða hæstir. En
aðalbaráttan var um, hver fyrst-
ur varð á Glöggvuna. Var sá
vissastur með afla.
Venjulega bárum við sigur úr
býtum í þeirri baráttu. Ekki var
það vegna þess, að við værum
það duglegri en hinir.
Karlinn átti það til að læðast
á sjóinn, oft á byrjuðu falli, beið
þolinmóður á Glöggvunni þar til
linaði. Og þegar hinir réru fram-
hjá okkur, bullsveittir, hlakkaði
í skömminni eins og hrafni, sem
kroppað hefur auga úr kind. Þá
átti hann það til að segja, djöf-
ullega hlakkandi röddu: „Þeir
blessa mig trúlega ekki núna,
innfirðingarnir.“
En svo kom að því, að honum
hefndist fyrir illgirni sína.
Hann svaf yfir sig, karlálftin.
Þeir voru allir rónir, þegar við
komum til sjávar.
Hann varð ófrýnilegur, er
hann leit auða vörina^ blótaði
eins og tarfur og hafði allt á
hornum sér.
Lágsjávað var og glerhált í
fjörunni.
Fyrst settum við fram, bárum
síðan bjóðin í bátinn.
í síðustu ferðinni henti karl-
inn það óhapp, að endasendast
á hálkunni og hvolfa úr bjóðinu
ofan á sig. Kræktust önglarnir
víðsvegar í peysuna hans, en
haugurinn hélt honum niðri, svo
hann mátti sig hvergi hræra.
„Hníf, hníf!“ öskraði hann ær
af bræði.
Ég þaut til dauðskelkaður, hélt
fyrst að karlinn lægi þarna stór-
slasaður, en er ég leit þessa hlá-
legu sjón, gat ég ekki á mér set-
ið, skellti uppúr.
„Hlærðu helvítis fíflið þitt?“
hvæsti hann.
Ég þorði ekki annað en að
hætta, en bágt átti ég með mig.
„Ertu með kutann?“
„Það er kannske hægt að losa
taumana, án þess að skera,“
sagði ég.
„Helvítis bölvaður grasasni
geturðu verið. Skerðu peysuna
segi ég, eða þú skalt eiga mig á
fæti!“ grenjaði hann rammhás
af heift.
Svo risti ég utan af honum
peysuna, þessa forláta flík,
steingráa að lit, flúraða bæði
bak og fyrir.
Þegar ég hafði lokið verki
mínu, sprakk blaðran. Hláturinn
gaus fram á varir mér, taumlaus
og óstýrilátur.
„Þú flissar!“ öskraði hann
hamslaus af bræði og rétti mér
svo vel útilátinn snoppung, að
ég riðaði við. „Flissaðu nú!“
Engan áverka hlaut ég, en
heitur var mér vanginn, en þó
heitara innanbrjósts. Ég skalf á
beinunum og heiftin svall mér
fyrir brjósti, logheit og kraum-
andi. Ég stillti mig þó, en hugs-
aði honum þegandi þörfina síð-
ar.
Svo ýttum við úr vör og rér-
um af stað.
Svarta þoka var skollin á,
sjóndeildarhringurinn aðeins of-
urlítil kringla umhverfis bátinn.
„Nú er hún gæfuleg,“ þaut