Heima er bezt - 01.02.1954, Side 29
Nr. 2
Heima er bezt
61
Frá Fornahvammi
til Ameríku
Framh. af bls. 56.
systur sína, og varð svo strax
óánægð í vistinni. Voru systur
þessar nýlega komnar vestur, er
þetta gerðist.
Næstu fjögur árin voru fremur
viðburðalítil. Ég vann við ýmis
störf í Winnipeg. Á vetrum fór
ég oft til Manitobavatns og
Winnipegvatns. Ég ferðaðist þá
talsvert um og kynnti mér land
og lýð. Gisti ég þá oft hjá Indí-
ánum í kofum þeirra. Indíán-
arnir bjuggu á tíu fermílna
svæði innan um hérað hvítra
manna. Indíánar voru gestrisn-
ir. Á þeim árum voru þeir farnir
að læra lestur og skrift. Þótti
mér einna skemmtilegast að aka
með hundasleðum. Hundasleðar
voru hafðir til fiskflutninga á
ísnum á vötnunum. Eitt sinn, er
ég var á ferð þarna norðurfrá,
hitti ég Hall Ólafsson, bróður
Sigurðar Ólafssonar, er ég var
hjá á Hvalsnesi. Átti hann heima
norðarlega við Manitobavatn.
Var hann kvæntur og átti son
og fósturdóttur. Ætluðu þau öll
að skreppa heim til íslands vor-
ið sem nú fór í hönd (1908). Við
sömdum svo, að ég yrði með í
þeirri ferð. Árin 1906 og 07 var
atvinnulíf með mestum blóma
þau árin, sem ég var vestra, og
hafði ég jafnan ágæta atvinnu
við húsasmíði. Þá tók ég að mér
umsjón með verkum. Ég hafði
því allgóðar tekjur og afgangur
var nokkur, þótt dýrt væri að
lifa. Ég hafði ákveðið að taka
litlu dóttur mína með mér, þeg-
ar ég færi heim til íslands. En
hjónin, sem tóku hana, vildu
ekki að ég færi og vildu gifta
mér gjafvaxta dóttur sína, sem
ég hafði grun um, að ekki væri
þvi mótfallin. Vildu þau alls ekki
missa litlu stúlkuna mína. For-
Svona fór um sjóferð þá
Framh. af bls. 57.
Það sem eftir var sumarsins,
lét karlinn annarra veiðarfæri
kyrr liggja, enda kom það ekki
oftar fyrir að hann svæfi yfir
sig.
lögin ætluðu víst eitthvað annað
með mig, en að ég staðfesti ráð
mitt þarna vestra, en árið áður
en eg fór, var dóttir hjónanna
orðin trúlofuð og þótti mér það
alls ekki miður, því að nú losnaði
ég úr öllum vanda. Það, sem
einkum dró mig til íslandsfarar,
var, að móðir mín var orðin
heilsutæp og skrifaði mér og
óskaði eftir að sjá mig áður en
hún dæi. Það herti og á mér, að
þetta ár var atvinnuleysi mikið
í Winnipeg.
Við lögðum svo af stað heim-
leiðis um miðjan júnímánuð.
Fyrir mér vakti að fara aðeins
snögga ferð, en það fór á annan
veg.
Við vorum átta íslendingar
samferða heim, fjölskylda sú er
áður getur og tveir karlmenn að
auki. Ferðin heim gekk ágæt-
lega og var skemmtileg. Vorum
við 23 sólarhringa frá Winnipeg
til Reykjavíkur. Komið var við í
Englandi og skipt þar um' skip.
Við komum upp undir strönd ís-
lands að Austfjörðum. Hrifningu
okkar verður ekki með orðum
lýst þegar við sáum gamla land-
ið rísa úr sæ. Siglt var skammt
undan landi til Reykjavíkur.
Okkur fannst ekki verulega
sumarlegt þegar við komum til
höfuðstaðarins. Þoka var á og
fremur kalt. Þetta vor var kalt
heima. Allur gróður stóð í full-
um blóma í Ameríku þegar við
fórum þaðan.
Ég skildi við samferðafólk mitt
í Reykjavík og fór norður í
Hrútafjörð til foreldra minna.
Gunnar bróðir minn sótti mig til
Borgarness. Móðir mín lifði
tæpan mánuð eftir að ég kom
heim, svo að ég mátti varla koma
síðar til þess að fá að sjá hana
á lífi.
Gleði á heimilinu . . .
Framh. af bls. 36.
og að þeim bjó ég bezt, þegar ég
fór sjálfur að stíga sömu sporin,
að stofna heimili og ala upp
börn. Það varð hlutskipti mitt að
ala upp 12 börn okkar hjónanna
og eina fósturdóttur að auki,
fyrir utan nokkur börn önnur og
unglinga, sem hjá okkur hafa
dvalið um lengri og skemmri
tíma, sum svo árum skipti. Ég
þykist því með nokkrum rétti og
reynslu af barnauppeldi geta
lagt nokkuð til þessara mála. Við
hjónin urðum að láta börnin
vinna, eigi síður en foreldrar
okkar. Hjá slíku verður ekki
komizt með stóran barnahóp, ef
ekki á allt að sigla í strand, og
það verður líka hverju barni til
góðs. Detta og fáir í þann
„lukkupott“, að þurfa aldrei að
gera neitt, eða eins og sagt var,
„að dýfa hendi sinni í kalt vatn“,
enda er það hæpin hamingjuósk
barni sínu til handa, þó hún
kynni að rætast. Að hinu vona
ég að unglingarnir búi lengur,
og eins því, að eignast glaðar og
frjálsar ánægjustundir með
sjálfum sér og glöðum gestum.
Það, sem nauðsynlegast er hverj-
um unglingi, er, að heimilin séu
hlý og vingjarnleg, og viðmót
hinna fullorðnu gagnvart börn-
unum sé sem ákjósanlegast, hvað
sem efnahag líður, sem hefur
minni þýðingu í þessu sambandi.
Lífsgleði barnanna sé örfuð, en
ekki niðurbæld. í æskusveit
þeirra á að vera friður og vel-
vilji, sem veitir þeim skilyrði til
að eignazt eftirminnilegar á-
nægjustundir. Þá verður hinni
uppvaxandi æsku alltaf hlýtt til
æskuheimilisins og æskustöðv-
anna, en það er skilyrðið til þess
að geta orðið góðir og sannir
íslendingar.
En það viljum við allir vera. —
Skrítlur
„Mér fellur það ágætlega að
hann Bjarni skuli hafa svona
marga galla,“ sagði ung kona við
stallsystur sína. „Það er nefni-
lega svona með mig, að ég elska
að geta skammað einhvern."
—o—
„Þegar ég vaknaði í morgun
var ég með eyrnaverk, maga-
verk, tannpínu og höfuðverk,“
sagði skóladrengur við félaga
sinn þar sem þeir voru úti í frí-
mínútunum, „en ekkert af því
hjálpaði.“
„Elskan mín,“ sagði unga
stúlkan við unnusta sinn, „ef
einhverjum skyldi nú detta í
hug að spyrja mig að því, hvað
ég sjái við þig — hverju á ég
þá að svara?“