Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 4
132 þurfti líka að tjá sönggyðjunni virðingu sína, um leið og hann sendi ungum söngmanni þessa kveðju: „Sá verður ekki lengi að syngja yfir sig bölvaðan armóðinn, taki hann upp á því að gerast bóndi, þessi Þorbjörn!“ Nei, Þorbjörn hefur laglega skotið þessum körlum ref fyrir rass. Hann hefur sannað öllum, að spádómsgáfan var þeim ekki gefin. Sönglistin varð Þorbirni til ^óðs eins, og ég held, að hún hljóti raunar að verða það hverjum manni. „Hún hefur ver- ið mér sístreymi hinnar sönnu, sálbætandi nautnar," segir hann sjálfur. Hann, þessi skapstóri maður, söng tiðum frá sér reiði og beiskju, söng frá sér óyndi og trega. Og að söngmálum hefur hann starfað af alúð og unnið þar gott, óeigingjarnt starf. Nú er Þorbjörn bilaður í hálsi og getur ekki lengur sungið; þó kemur það stundum fyrir allt í einu, að hæsin, þessi meinvætt- ur söngsins, hverfur honum, og þá tekur hann lagið, syngur sig bljúgan og glaðan hárri, blæ- þýðri tenórröddu. Kristmundur Bjarnason. „Ég ’ er fæddur á Heiði í Gönguskörðum í Skagafjarðar- sýslu 12. janúar 1886. Foreldrar mínir eru Þorbjörg Stefánsdótt- ir, bónda á Heiði, og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur skálds á Heiði, en svo var hann jafnan nefndur. Faðir minn, Björn, var sonur Jóns Jónssonar, sem allan sinn búskap bjó í Háagerði á Skaga- strönd og byggði þá jörð úr auðn. Komu þau hjón upp til full- þroska stórum hópi velgefinna, dugandi barna. Ég var geðríkastur og upp- vöðslusamastur systkina minna, djarfur, úrræðagóður, klókur og sást oft ekki fyrir með afleiðing- ar. Ég man til þess, að oft voru systkin mín undrandi yfir dirfskufullu háttalagi mínu, — held ég, að þau hafi stundum borið kvíðboga mín vegna. Það voru alltaf einhver ósköp, sem brutust um innan í mér. Þar tók- ust á tvær andstæður: í aðra röndina var ég mildur, meyr og viðkvæmur og öðrum velviljaður, en í hina ákaflegur ofstopi, hat- Heima er bezt rammur, harðsækinn, hefni- gjarn og hlífilaus við alla and- stöðu, meðan ósköpin voru í mér. — Þannig var ég — og er ekki til fulls laus úr þeim álaga- ham. Margháttaðar og ýmislegar voru tiltektir mínar, og virtist ég einn systkina minna hafa hneigð nokkra til prakkaraskap- ar. Ekki fer ég að þylja þér öll strákapör mín, — það yrði svo löng saga, en dæmi skal nefna: Við Sigurður, bróðir minn, vöktum yfir vellinum eitt sinn snemma vors. Við höfðum frá rekið fénaðinn og komum til bað- stofu til stundarhvíldar og hlýju. Hjá foreldrum mínum dvaldist kerling ein gömul, en allhress, og hafði hún þann óvanda að hrjóta og umla ákaflega í svefni. Leiðar voru mér hrotur hennar og hyggst stöðva þessi óþolandi svefnlæti kerlingar. Hugsa ég ráð mitt í snatri. Ég vissi um brenni- vínsdreitil í flösku, er einn vinnumannanna átti. Hellti ég vænum sopa í kaffibolla og skvetti síðan í opið gin kerlingar. Var þetta vitanlega hin mesta dirfska, því að kerlingu gat svelgzt á sterku víninu, en sem betur fór gerðist ekkert slíkt. Nei, ónei, kerla smjattaði og virtist kunna vel inngjöfinni og brá í engu svefnháttum. Nú fór að síga í mig, og hugðist ég leita annarra ráða, því að illt þótti mér, ef henni tækist að meina mér baðstofuvist þær stundir, er frjálsar voru mér. Tek ég nú trékopp þann, er við rúm- stokk hennar stóð, stekk með hann til smíðahúss og bora á hann þrjú göt, skýt síðan koppsa til fyrri staðar og tel nú óvíst, að svefn hennar verði vær og hrotugjarn, er hún hefur kopp- inn notað í rúmi sínu. Daginn eftir heyrði ég, að kerla var að segja móður minni, að koppsneypa sín væri farin að leka og hefði að baga orðið um nóttina. Hófst nú rannsókn, og bárust böndin að mér, og fékk ég harðar vítur fyrir tiltækið. Þannig var ég í aðra röndina, en ég gæti líka minnzt á ýmis- legt, sem bendir til þess, að á mér var önnur hlið og betri. En það, sem fyrir mér vakir, er ég læt mér títt um strákapör mín, er það, að ég vildi benda fólki Nr. 5 á, að sízt ber að æðrast, þótt um skeið æskuára horfi óvænlega um líklegheit til mannkosta og réttbreytni unglinganna. Það getur oft — meira að segja oft- ar — orðið góður hestur úr göld- um fola. Þótt ég væri misbrestastrákur um skeið, tel ég, að svo hafi úr rætzt, að ekki hafi meiri vand- ræði fylgt mér fulltíða en al- mennt gerist um mannfólkið. Og ég er ekki viss um, að ég hefði reynzt betur í lífsbaráttu, þótt í æsku hafði ég verið skjallhvítur réttbreytnigemsi. En um áhrif uppeldishátta al- mennt í uppvexti mínum er því til að svara, að ég tel þau um margt mjög ólík því, er nú tíðk- ast þau. — Hinn ytri aðbúnaður, húsakostur og húsavist öll var allvíðast mun lakari en nú ger- ist í sveitum, íbúðir þröngar, loft- illar, ljósvana og hriplekar víð- ast og kaldar á vetrum. Það, sem barg uppvaxtarlýð þeirra tíma frá háskalegum afleiðingum lé- legs húsakosts, var útivist á öll- um ársins tímum. Þótt ýmisleg væru veðraföll, var ungdómi öll- um, er frá hráæsku var vaxinn, leyfð útivist til leikja og starfs — eða þannig var það í mínu uppvaxtarumhverfi og víðar, þar sem ég til þekkti. Á Veðramóti, þar sem við systkinin tíu ólumst upp, náðum við öll fullþroska með góðri heilsu. Þó þekktust varla þá hin vatnsheldu hlífðarföt, er nú skýla hvers manns kropp, er þörf krefur. Að vísu voru þá skinn- leistar allmikið notaðir, en þeir vildu fljótt drafna og úr sér ganga. Við Veðramótsbræður vöndumst snemma vosinu og stórhríðunum, vorum óhræddir og brugðum okkur hvergi við, þótt við fjarri bæ lentum í frost- hörðum öskubyljum Göngu- skarðanna, villtumst aldreir tróðum stórfennið og notuðum veðurstöðuna til vegvísis — grófum okkur stundum í snjó- hafið til að njóta skjóls og hvíld- ar stutta stund, stungum staf- prikinu okkar þannig vísandi niður í fennið, að til þeirrar leið- ar benti, er halda skyldi, þegar aftur hófst baráttan við hríðar- flauminn. Oft man ég það, er við bræð-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.